Dagur vatnsins 22. mars 2007 05:00 Í tilefni dagsins er gagnlegt að beina kastljósinu að þessari dýrmætu auðlind, ferskvatninu, Við komumst ekki af án þess, en gleymum gjarnan mikilvægi þess. Kannski vegna þess hversu forsjónin hefur verið örlát við okkur Íslendinga í þessum efnum. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að vatn sé nauðsynlegt til viðhalds öllu lífi, það sé takmörkuð náttúruauðlind og að réttur einstaklinga til vatns sé samtvinnaður réttindunum til lífs og virðingar. Þessa sér því miður ekki stað þegar horft er yfir heimsbyggðina sem heild. Yfir milljarður jarðarbúa hefur lítinn sem engan aðgang að hreinu og ómenguðu vatni og ástandið fer versnandi. Mengun ferskvatns frá iðnaði, íbúðabyggð og landbúnaði er stórt og sívaxandi vandamál víða og vatnsskortur er ríkjandi á stórum svæðum. Þá færast í vöxt deilur um yfirráð yfir ferskvatni auk þess sem einkavæðing auðlindarinnar hefur víða leitt til ófarnaðar. Víða hefur skapast alvarlegt ástand vegna eyðingar skóga og jarðvegs, en jarðeyðing raskar náttúrulegu streymi ferskvatns og leiðir til flóða og skriðufalla, aukins uppblásturs og stækkunar eyðimarka. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum með vaxandi sveiflum í veðurfari gera mönnum líka óhægt um vik að bregðast við með skipulegum aðgerðum. Íslendingar hafa meiri og betri aðgang að ferskvatni en flestar aðrar þjóðir. Ef rétt er á haldið getur vatnsauðlindin orðið mikil lyftistöng fyrir komandi kynslóðir, hollustu, tómstundaiðkan og atvinnulíf. Líta ber á grunnvatn, ár og vötn og lífríki vatna sem eina órofa heild og horfa jafnframt til árósa og strandsvæða þar sem íblöndun ferskvatns hefur teljandi áhrif. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að ferskvatn eigi eins og aðrar náttúruauðlindir að vera í sameign landsmanna og við teljum eðlilegt að unnið sé að því að binda slík ákvæði í stjórnarskrá. Jafnframt þarf að setja skýr lagaákvæði um vernd og nýtingu vatns og vatnasvæða og skilgreina með skýrum hætti réttindi og skyldur landeigenda í meðferð vatns, hvort sem um er að ræða í þjóðlendum eða landi í einkaeign. Eðlilegt væri að stjórnvöld settu fram vatnsverndarstefnu, sem mælti fyrir um vernd og sjálfbæra nýtingu ferskvatns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni dagsins er gagnlegt að beina kastljósinu að þessari dýrmætu auðlind, ferskvatninu, Við komumst ekki af án þess, en gleymum gjarnan mikilvægi þess. Kannski vegna þess hversu forsjónin hefur verið örlát við okkur Íslendinga í þessum efnum. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að vatn sé nauðsynlegt til viðhalds öllu lífi, það sé takmörkuð náttúruauðlind og að réttur einstaklinga til vatns sé samtvinnaður réttindunum til lífs og virðingar. Þessa sér því miður ekki stað þegar horft er yfir heimsbyggðina sem heild. Yfir milljarður jarðarbúa hefur lítinn sem engan aðgang að hreinu og ómenguðu vatni og ástandið fer versnandi. Mengun ferskvatns frá iðnaði, íbúðabyggð og landbúnaði er stórt og sívaxandi vandamál víða og vatnsskortur er ríkjandi á stórum svæðum. Þá færast í vöxt deilur um yfirráð yfir ferskvatni auk þess sem einkavæðing auðlindarinnar hefur víða leitt til ófarnaðar. Víða hefur skapast alvarlegt ástand vegna eyðingar skóga og jarðvegs, en jarðeyðing raskar náttúrulegu streymi ferskvatns og leiðir til flóða og skriðufalla, aukins uppblásturs og stækkunar eyðimarka. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum með vaxandi sveiflum í veðurfari gera mönnum líka óhægt um vik að bregðast við með skipulegum aðgerðum. Íslendingar hafa meiri og betri aðgang að ferskvatni en flestar aðrar þjóðir. Ef rétt er á haldið getur vatnsauðlindin orðið mikil lyftistöng fyrir komandi kynslóðir, hollustu, tómstundaiðkan og atvinnulíf. Líta ber á grunnvatn, ár og vötn og lífríki vatna sem eina órofa heild og horfa jafnframt til árósa og strandsvæða þar sem íblöndun ferskvatns hefur teljandi áhrif. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að ferskvatn eigi eins og aðrar náttúruauðlindir að vera í sameign landsmanna og við teljum eðlilegt að unnið sé að því að binda slík ákvæði í stjórnarskrá. Jafnframt þarf að setja skýr lagaákvæði um vernd og nýtingu vatns og vatnasvæða og skilgreina með skýrum hætti réttindi og skyldur landeigenda í meðferð vatns, hvort sem um er að ræða í þjóðlendum eða landi í einkaeign. Eðlilegt væri að stjórnvöld settu fram vatnsverndarstefnu, sem mælti fyrir um vernd og sjálfbæra nýtingu ferskvatns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun