Tveggja ára leik loksins lokið 14. febrúar 2007 00:01 Leik, sem blandar saman netheimi og raunheimi og hefur staðið yfir í tvö ár, lauk í upphafi mánaðar. Maður nokkur í Bretlandi vann sér inn jafnvirði 13,2 milljóna íslenskra króna, þegar hann bar sigur úr býtum í leik í byrjun mánaðar sem á sér stað jafnt í raunheimi sem á netinu. Leikurinn, sem heitir Perplex City og hefur staðið yfir í tvö ár. Leikurinn er einn af nokkrum svipuðum leikjum sem eiga rætur að rekja til auglýsingabrellu fyrir kvikmyndina AI, sem Steven Spielberg gerði fyrir nokkrum árum. Þátttakendur í Perplex City, sem undir lokin voru 50.000 talsins í 92 löndum, áttu að finna kubb, sem rænt var af sýningu í hinni ímynduðu borg Perplex og grafinn á ókunnum stað. Þeir fengu vísbendingar um staðsetninguna jafnt á netinu, í dagblöðum, með smáskilaboðum í farsímum og eftir öðrum leiðum. Þá var hægt að kaupa spil með vísbendingum í sérhæfðum verslunum og á netsíðum tengdum leiknum. Dæmi eru um að spil með verðmætum upplýsingum um staðsetningu kubbsins hafi farið á tæpar 30.000 krónur á uppboðssíðum á netinu. Vísbendingarnar munu hafa leitt sigurvegarann að skógarjaðri í Northamptonskíri í Bretlandi þar sem kubburinn lá grafinn í jörð. Að sögn forsvarsmanna Perplex City mun nýr leikur hefjast síðar á þessu ári. Héðan og þaðan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Maður nokkur í Bretlandi vann sér inn jafnvirði 13,2 milljóna íslenskra króna, þegar hann bar sigur úr býtum í leik í byrjun mánaðar sem á sér stað jafnt í raunheimi sem á netinu. Leikurinn, sem heitir Perplex City og hefur staðið yfir í tvö ár. Leikurinn er einn af nokkrum svipuðum leikjum sem eiga rætur að rekja til auglýsingabrellu fyrir kvikmyndina AI, sem Steven Spielberg gerði fyrir nokkrum árum. Þátttakendur í Perplex City, sem undir lokin voru 50.000 talsins í 92 löndum, áttu að finna kubb, sem rænt var af sýningu í hinni ímynduðu borg Perplex og grafinn á ókunnum stað. Þeir fengu vísbendingar um staðsetninguna jafnt á netinu, í dagblöðum, með smáskilaboðum í farsímum og eftir öðrum leiðum. Þá var hægt að kaupa spil með vísbendingum í sérhæfðum verslunum og á netsíðum tengdum leiknum. Dæmi eru um að spil með verðmætum upplýsingum um staðsetningu kubbsins hafi farið á tæpar 30.000 krónur á uppboðssíðum á netinu. Vísbendingarnar munu hafa leitt sigurvegarann að skógarjaðri í Northamptonskíri í Bretlandi þar sem kubburinn lá grafinn í jörð. Að sögn forsvarsmanna Perplex City mun nýr leikur hefjast síðar á þessu ári.
Héðan og þaðan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira