Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild 14. febrúar 2007 00:01 Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Svo fór allt af stað og nokkrum árum síðar eru allir sem stukku á lestina búnir að græða ógrynni fjár. Ég var með frá upphafi og nú er verið að stilla upp fyrir annan rússíbana. Ég sat því og reiknaði alla helgina og spáði í spilin. Íslendingar og Finnar munu líklega í sameiningu byggja upp leiðandi stöðu á norrænum fjármálamarkaði. Ég spái því að Nordea sé hið endanlega skotmark. Sampo mun reyna að taka hlut sænska ríkisins í Nordea. Björn Wahlroos er lykilmaðurinn. Takist Lýð og Existastrákunum að sannfæra karlinn um að fram undan sé gott partí, þá eru allir vegir færir. Kaupþing fer líklega í Storebrand og selur svo tryggingahlutann þar inn í Sampo eða Exista, eftir því hvað Lýður vill gera. Svo er spurningin hvað gerist hér heima. Menn gera sér grein fyrir því að til að ná sterkri stöðu í Nordea þá þurfa menn mikið afl. Hluthafahópar Kaupþings og Glitnis samanlagt hafa aflið sem þarf. Ég held að niðurstaðan verði sú að Kaupþing og Glitnir sameinist og sameinist síðan Nordea. Sampo, Exista, FL Group, Baugur og Mileston ásamt Gnúpi yrðu svo stórir hluthafar í stærsta banka á Norðurlöndum. Þetta er bjútifúl. Ég bar þetta undir einn um helgina sem var fullur efasemda. Varkára týpan sem hefur náttúrlega aldrei grætt neitt. Hann fór strax að tala um samkeppnislög. Landsbankinn ætlaði á sínum tíma að taka Glitni. Ég held að menn myndu einfaldlega selja útibúanet Kaupþings á Spron og komast þannig hjá hindrun af samkeppnislögum. Bjöggarnir voru búnir að reikna þetta út svona og Landsbankinn er með meiri markaðshlutdeild í viðskiptabankastarfsemi en Kaupþing. Þetta eða eitthvað í þessa veru mun keyra markaðinn áfram á árinu. Ef það gengur eftir er ný hraðlest að leggja af stað í íslensku viðskiptalífi og áfangastaðurinn er fjarlægari og stærri en okkur grunar. Þeir sem stýra lestinni eru allir á besta aldri og þeir sem taka sér far þurfa ekki að éta skófir í ellinni. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Svo fór allt af stað og nokkrum árum síðar eru allir sem stukku á lestina búnir að græða ógrynni fjár. Ég var með frá upphafi og nú er verið að stilla upp fyrir annan rússíbana. Ég sat því og reiknaði alla helgina og spáði í spilin. Íslendingar og Finnar munu líklega í sameiningu byggja upp leiðandi stöðu á norrænum fjármálamarkaði. Ég spái því að Nordea sé hið endanlega skotmark. Sampo mun reyna að taka hlut sænska ríkisins í Nordea. Björn Wahlroos er lykilmaðurinn. Takist Lýð og Existastrákunum að sannfæra karlinn um að fram undan sé gott partí, þá eru allir vegir færir. Kaupþing fer líklega í Storebrand og selur svo tryggingahlutann þar inn í Sampo eða Exista, eftir því hvað Lýður vill gera. Svo er spurningin hvað gerist hér heima. Menn gera sér grein fyrir því að til að ná sterkri stöðu í Nordea þá þurfa menn mikið afl. Hluthafahópar Kaupþings og Glitnis samanlagt hafa aflið sem þarf. Ég held að niðurstaðan verði sú að Kaupþing og Glitnir sameinist og sameinist síðan Nordea. Sampo, Exista, FL Group, Baugur og Mileston ásamt Gnúpi yrðu svo stórir hluthafar í stærsta banka á Norðurlöndum. Þetta er bjútifúl. Ég bar þetta undir einn um helgina sem var fullur efasemda. Varkára týpan sem hefur náttúrlega aldrei grætt neitt. Hann fór strax að tala um samkeppnislög. Landsbankinn ætlaði á sínum tíma að taka Glitni. Ég held að menn myndu einfaldlega selja útibúanet Kaupþings á Spron og komast þannig hjá hindrun af samkeppnislögum. Bjöggarnir voru búnir að reikna þetta út svona og Landsbankinn er með meiri markaðshlutdeild í viðskiptabankastarfsemi en Kaupþing. Þetta eða eitthvað í þessa veru mun keyra markaðinn áfram á árinu. Ef það gengur eftir er ný hraðlest að leggja af stað í íslensku viðskiptalífi og áfangastaðurinn er fjarlægari og stærri en okkur grunar. Þeir sem stýra lestinni eru allir á besta aldri og þeir sem taka sér far þurfa ekki að éta skófir í ellinni. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira