Efnahagsstjórn, hagvöxtur og Vestfirðir Guðbjartur Hannesson skrifar 2. febrúar 2007 00:01 Ég var að lesa furðulega grein ráðherrans Einars K. Guðfinnssonar sem hann kallar „Vonbrigði ESB – daðrara“ á vefnum www.bb.is frá 25. janúar síðastliðnum. Greinin vakti ekki athygli mína fyrir skrifin um Evrópusambandið og stöðu íslensku krónunnar, ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki né þorir að ræða það mál né skoða. Sennilega veit ráðherrann ekki að í Vaxtasamningi Vestfjarða 1) er tilgreind sem ein helsta ógnun svæðisins að: „Sterk staða krónunnar og gengissveiflur, skaða samkeppnishæfni samkeppnis- og útflutningsgreina s.s. sjávarútvegs, iðnaðar og ferðaþjónustu og getur torveldað vöxt“ (bls. 38). Ráðherrann segir í greininni að viðskiptahallinn sé til staðar en fari ört minnkandi og að verðbólgan sé of mikil en hjaðni hratt. Þetta les ég þannig að efnahagsbatinn í landinu hefur verið greiddur með miklum erlendum lántökum, ekki síst vegna þenslu af stóriðju- og virkjanaframkvæmdum, aðgerðum ríkisstjórnar og útlánakapphlaupi einkavæddu bankanna á húsnæðismarkaði á sama tíma. Það er gott að spáð er lækkaðri verðbólgu, en gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að skaðinn er skeður, verðbólgan hefur þegar hækkað skuldir heimila og fyrirtækja um tugi ef ekki hundruð milljarða. Gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að vaxtaokrið hefur kostað sömu aðila álíka upphæðir. Áhrif verðbólgunnar verða ekki tekin til baka, við megum borga hærri afborganir af húsnæðislánum okkar næstu 25-40 árin. Gaman væri ef ráðherrann lýsti „tækjum og tólum“ efnahagsstjórnar ríkisstjórnarinnar, sem hann segir að hafi verið notuð til að bregðast við ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Var ekki aðal „tólið“ frestun á vegaframkvæmdum á Vestfjörðum sl. sumar? Eru það okurvextirnir á einstaklinga og smærri fyrirtæki, þá sem ekki hafa þegar fært lán sín í erlenda gjaldmiðla? Er það togstreitan á milli stýrivaxtahækkana Seðlabankans og þenslufjárlaga ríkisstjórnarinnar, sem varð til þess að erlent matsfyrirtæki lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins rétt fyrir jólin? Ráðherra nefnir réttilega að hér hefur verið óverulegt atvinnuleysi, sem betur fer, en gleymdi hann ekki að nefna að skortur á vinnuafli hefur kallað á langan vinnudag og á stóraukinn fjölda innflytjenda? Var það þetta sem fyrrverandi fjármálaráðherra og núverðandi forsætisráðherra var að stuðla að þegar hann rökstuddi afnám hátekjuskatts með því að hann væri vinnuletjandi? Það sem ráðherrann kallar „pólitíska stefnumótun“ ríkisstjórnarinnar, kalla ég stjórnleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem hefur kallað yfir okkur ójafnvægi og leitt til umræðunnar um stöðu íslensku krónunnar. Ég vænti þess að reyndir stjórnmálamenn, stjórnarþingmenn og ráðherra eins og Einar K. Guðfinnsson skýri betur fyrir Vestfirðingum hvers vegna íbúum hefur fækkað á svæðinu um 20% á árunum 1990-2003 og af hverju íbúaþróunin er enn á niðurleið. Skyldi kvótakerfi í sjávarútvegi og landbúnaði eiga sinn þátt í því? Hver kom því kerfi á? Skyldu samgöngumál fjórðungsins eiga sinn þátt í íbúaþróuninni? Hver fer með samgöngumálin? Stuðlaði sala Landsímans með grunnnetinu að bættum hag Vestfirðinga? Stuðluðu helmingaskipti ríkisstjórnar-innar á ríkisbönkunum að bættri stöðu landsbyggðarinnar? Ef svo er, lýsir það sér þá helst í uppkaupum þeirra sem fengu bankana að gjöf á jörðum í héraðinu? Það er mörgum spurningum ósvarað um efnahagsstjórn eða stjórnleysi sl. ára og ég treysti því að ráðherrann upplýsi íbúa Vestfjarða og þjóðina alla betur um ágæti stefnunnar. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var að lesa furðulega grein ráðherrans Einars K. Guðfinnssonar sem hann kallar „Vonbrigði ESB – daðrara“ á vefnum www.bb.is frá 25. janúar síðastliðnum. Greinin vakti ekki athygli mína fyrir skrifin um Evrópusambandið og stöðu íslensku krónunnar, ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki né þorir að ræða það mál né skoða. Sennilega veit ráðherrann ekki að í Vaxtasamningi Vestfjarða 1) er tilgreind sem ein helsta ógnun svæðisins að: „Sterk staða krónunnar og gengissveiflur, skaða samkeppnishæfni samkeppnis- og útflutningsgreina s.s. sjávarútvegs, iðnaðar og ferðaþjónustu og getur torveldað vöxt“ (bls. 38). Ráðherrann segir í greininni að viðskiptahallinn sé til staðar en fari ört minnkandi og að verðbólgan sé of mikil en hjaðni hratt. Þetta les ég þannig að efnahagsbatinn í landinu hefur verið greiddur með miklum erlendum lántökum, ekki síst vegna þenslu af stóriðju- og virkjanaframkvæmdum, aðgerðum ríkisstjórnar og útlánakapphlaupi einkavæddu bankanna á húsnæðismarkaði á sama tíma. Það er gott að spáð er lækkaðri verðbólgu, en gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að skaðinn er skeður, verðbólgan hefur þegar hækkað skuldir heimila og fyrirtækja um tugi ef ekki hundruð milljarða. Gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að vaxtaokrið hefur kostað sömu aðila álíka upphæðir. Áhrif verðbólgunnar verða ekki tekin til baka, við megum borga hærri afborganir af húsnæðislánum okkar næstu 25-40 árin. Gaman væri ef ráðherrann lýsti „tækjum og tólum“ efnahagsstjórnar ríkisstjórnarinnar, sem hann segir að hafi verið notuð til að bregðast við ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Var ekki aðal „tólið“ frestun á vegaframkvæmdum á Vestfjörðum sl. sumar? Eru það okurvextirnir á einstaklinga og smærri fyrirtæki, þá sem ekki hafa þegar fært lán sín í erlenda gjaldmiðla? Er það togstreitan á milli stýrivaxtahækkana Seðlabankans og þenslufjárlaga ríkisstjórnarinnar, sem varð til þess að erlent matsfyrirtæki lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins rétt fyrir jólin? Ráðherra nefnir réttilega að hér hefur verið óverulegt atvinnuleysi, sem betur fer, en gleymdi hann ekki að nefna að skortur á vinnuafli hefur kallað á langan vinnudag og á stóraukinn fjölda innflytjenda? Var það þetta sem fyrrverandi fjármálaráðherra og núverðandi forsætisráðherra var að stuðla að þegar hann rökstuddi afnám hátekjuskatts með því að hann væri vinnuletjandi? Það sem ráðherrann kallar „pólitíska stefnumótun“ ríkisstjórnarinnar, kalla ég stjórnleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem hefur kallað yfir okkur ójafnvægi og leitt til umræðunnar um stöðu íslensku krónunnar. Ég vænti þess að reyndir stjórnmálamenn, stjórnarþingmenn og ráðherra eins og Einar K. Guðfinnsson skýri betur fyrir Vestfirðingum hvers vegna íbúum hefur fækkað á svæðinu um 20% á árunum 1990-2003 og af hverju íbúaþróunin er enn á niðurleið. Skyldi kvótakerfi í sjávarútvegi og landbúnaði eiga sinn þátt í því? Hver kom því kerfi á? Skyldu samgöngumál fjórðungsins eiga sinn þátt í íbúaþróuninni? Hver fer með samgöngumálin? Stuðlaði sala Landsímans með grunnnetinu að bættum hag Vestfirðinga? Stuðluðu helmingaskipti ríkisstjórnar-innar á ríkisbönkunum að bættri stöðu landsbyggðarinnar? Ef svo er, lýsir það sér þá helst í uppkaupum þeirra sem fengu bankana að gjöf á jörðum í héraðinu? Það er mörgum spurningum ósvarað um efnahagsstjórn eða stjórnleysi sl. ára og ég treysti því að ráðherrann upplýsi íbúa Vestfjarða og þjóðina alla betur um ágæti stefnunnar. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun