Vísindastefna meðalmennskunnar? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 24. janúar 2007 05:00 Vísindin efla alla dáð“ er ritað á vegginn fyrir ofan dyrnar að Hátíðarsal Háskóla Íslands. Flestir kunna hendinguna en fæstir líklega kvæðið allt eftir Jónas. Í því segir líka: „...tífaldar þakkir ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra, vakið og glatt og verndað fá...“ Það er óhætt að segja að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hafi verið færðar tífaldar þakkir fyrir að lofa Háskóla Íslands stórauknum fjárframlögum til rannsókna á næstu árum. Framlögum sem eiga að gefa skólanum kraftinn sem hann þarf til að lyfta sér til flugs áður en haldið verður uppá aldarafmæli hans. Og vissulega þurfti HÍ á stórauknum fjárframlögum að halda. Það hefur hann þurft í a.m.k. 15 ár; framlögum til kennslu og uppbyggingar í skóla þar sem nemendum hefur fjölgað gríðarlega, nýjar námsgreinar hafa verið teknar til kennslu og æ fleiri kjósa að bæta framhaldsnámi ofan á hina hefðbundnu fyrstu háskólagráðu. Það hefur lengi legið fyrir. Á það hefur ítrekað verið bent af stjórnmálamönnum og háskólafólki við litlar undirtektir stjórnvalda. Því var það óneitanlega fréttnæmt þegar menntamálaráðherra ákvað að styðja HÍ sérstaklega á sviði vísindarannsókna. En sú ráðstöfun er ekki eins rakin og frábær og hún ef til vill virðist vera við fyrstu sýn. Hún gengur nefnilega þvert á stefnumótun og uppbyggingu stjórnvalda á undanförnum árum. Sú þróun hefur m.a. getið af sér Háskólann í Reykjavík, á Bifröst og Listaháskóla Íslands. En hvert er vandamálið, gæti einhver spurt? Vandinn er að fjármagn til vísindarannsókna er best að setja í svokallaða samkeppnissjóði, sem stýrt er af fagnefndum. Vísindamenn hafa þá allir – sama við hvaða háskóla eða stofnun þeir starfa – sömu tækifæri til þess að sækja fé til rannsókna og þurfa jafnframt allir að undirgangast jafningjamat (peer review). Þetta á við á öllum sviðum vísinda, jafn raunvísinda sem hugvísinda. Ráðstöfun Þorgerðar Katrínar skekkir þessa mynd hins vegar verulega og er í raun óskiljanleg í ljósi þróunarinnar á háskólastigi og í vísindasamfélaginu. Með því að nýta ekki ótvíræða kosti samkeppnissjóðanna er menntamálaráðherra ekki að velja leiðina sem hámarkar samfélagsleg og efnahagsleg áhrif vísindarannsókna. Hún virðist hins vegar hafa ákveðið að feta veg meðalmennskunnar. Það er miður. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Vísindin efla alla dáð“ er ritað á vegginn fyrir ofan dyrnar að Hátíðarsal Háskóla Íslands. Flestir kunna hendinguna en fæstir líklega kvæðið allt eftir Jónas. Í því segir líka: „...tífaldar þakkir ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra, vakið og glatt og verndað fá...“ Það er óhætt að segja að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hafi verið færðar tífaldar þakkir fyrir að lofa Háskóla Íslands stórauknum fjárframlögum til rannsókna á næstu árum. Framlögum sem eiga að gefa skólanum kraftinn sem hann þarf til að lyfta sér til flugs áður en haldið verður uppá aldarafmæli hans. Og vissulega þurfti HÍ á stórauknum fjárframlögum að halda. Það hefur hann þurft í a.m.k. 15 ár; framlögum til kennslu og uppbyggingar í skóla þar sem nemendum hefur fjölgað gríðarlega, nýjar námsgreinar hafa verið teknar til kennslu og æ fleiri kjósa að bæta framhaldsnámi ofan á hina hefðbundnu fyrstu háskólagráðu. Það hefur lengi legið fyrir. Á það hefur ítrekað verið bent af stjórnmálamönnum og háskólafólki við litlar undirtektir stjórnvalda. Því var það óneitanlega fréttnæmt þegar menntamálaráðherra ákvað að styðja HÍ sérstaklega á sviði vísindarannsókna. En sú ráðstöfun er ekki eins rakin og frábær og hún ef til vill virðist vera við fyrstu sýn. Hún gengur nefnilega þvert á stefnumótun og uppbyggingu stjórnvalda á undanförnum árum. Sú þróun hefur m.a. getið af sér Háskólann í Reykjavík, á Bifröst og Listaháskóla Íslands. En hvert er vandamálið, gæti einhver spurt? Vandinn er að fjármagn til vísindarannsókna er best að setja í svokallaða samkeppnissjóði, sem stýrt er af fagnefndum. Vísindamenn hafa þá allir – sama við hvaða háskóla eða stofnun þeir starfa – sömu tækifæri til þess að sækja fé til rannsókna og þurfa jafnframt allir að undirgangast jafningjamat (peer review). Þetta á við á öllum sviðum vísinda, jafn raunvísinda sem hugvísinda. Ráðstöfun Þorgerðar Katrínar skekkir þessa mynd hins vegar verulega og er í raun óskiljanleg í ljósi þróunarinnar á háskólastigi og í vísindasamfélaginu. Með því að nýta ekki ótvíræða kosti samkeppnissjóðanna er menntamálaráðherra ekki að velja leiðina sem hámarkar samfélagsleg og efnahagsleg áhrif vísindarannsókna. Hún virðist hins vegar hafa ákveðið að feta veg meðalmennskunnar. Það er miður. Höfundur er alþingismaður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun