Man. Utd. með fjögurrra stiga forystu 26. desember 2006 16:59 Ronaldo er í svakalegu formi um þessar mundir. Hér sést hann fagna síðara marki sínu gegn Wigan í dag ásamt liðsfélögum sínum. MYND/Getty Manchester United er komið með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins. Man. Utd. lagði Wigan örugglega af velli á heimavelli sínum, 3-1, en Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Reading í dag. Liverpool beið í lægri hlut gegn Blackburn. Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo breytti gangi leiksins á Old Trafford í dag en hann byrjaði á varamannabekknum ásamt fleiri leikmönnum sem venjulega eiga fast sæti í byrjunarliði Alex Ferguson. Leikur Man. Utd. var ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik og því tók skoski þjálfarinn til þess ráðs að setja Ronaldo inn á. Hann þakkaði traustið með því að skora tvö mörk á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks. Ole Gunnar Solskjær bætti síðan við þriðja markinu á 59. mínútu en Leighton Baines minnkaði muninn á 90. mínútu úr vítaspyrnu. Sigurhrinu Liverpool lauk á Ewood Park í Blackburn í dag en þar var það Benni McCarthy sem skoraði eina mark leiksins. Bolton og Portsmouth unnu hins vegar sína leiki í dag og komast þar með upp fyrir Liverpool á stigatöflunni. Fari svo að Arsenal sigri Watford í kvöldleiknum dettur Liverpool síðan niður í 6. sætið. Man. City vann góðan útisigur á Sheffield United en Everton og Middlesbrough gerðu markalaust jafntefli. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Manchester United er komið með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins. Man. Utd. lagði Wigan örugglega af velli á heimavelli sínum, 3-1, en Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Reading í dag. Liverpool beið í lægri hlut gegn Blackburn. Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo breytti gangi leiksins á Old Trafford í dag en hann byrjaði á varamannabekknum ásamt fleiri leikmönnum sem venjulega eiga fast sæti í byrjunarliði Alex Ferguson. Leikur Man. Utd. var ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik og því tók skoski þjálfarinn til þess ráðs að setja Ronaldo inn á. Hann þakkaði traustið með því að skora tvö mörk á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks. Ole Gunnar Solskjær bætti síðan við þriðja markinu á 59. mínútu en Leighton Baines minnkaði muninn á 90. mínútu úr vítaspyrnu. Sigurhrinu Liverpool lauk á Ewood Park í Blackburn í dag en þar var það Benni McCarthy sem skoraði eina mark leiksins. Bolton og Portsmouth unnu hins vegar sína leiki í dag og komast þar með upp fyrir Liverpool á stigatöflunni. Fari svo að Arsenal sigri Watford í kvöldleiknum dettur Liverpool síðan niður í 6. sætið. Man. City vann góðan útisigur á Sheffield United en Everton og Middlesbrough gerðu markalaust jafntefli.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira