Jólahald um víða veröld 24. desember 2006 13:10 Á aðfangadegi jóla keppist hinn kristni hluti jarðarbúa við að undirbúa fæðingarhátíð frelsarans sem gengur í garð í kvöld. Sinn er hins vegar siðurinn í hverju landi. Hvað er meira við hæfi en að hefja þessa yfirferð í Betlehem, á Vesturbakka Jórdanar, þar sem Jesús Kristur er sagður hafa fæðst fyrir rúmum tvö þúsund árum síðan. Þrátt fyrir ófriðinn sem geisað hefur á heimastjórnarsvæðunum að undanförnu var allt með kyrrum kjörum við fæðingarkirkjuna í morgun. Vegna ástandsins er ekki búist við mörgum pílagrímum þetta árið en kristnir Palestínumenn ætla ekki að láta sig vanta til jólamessunnar þar. Þorri íbúa hins stríðshrjáða Íraks aðhyllist íslam en það þýðir þó ekki að jólunum sé ekki fagnað þar. Á meðal þeirra sem halda jólin hátíðleg eru breskir hermenn í hafnarborginni Basra. Þeir voru í óðaönn að skreyta jólatréð þegar fréttamenn AP-fréttastofunnar bar að garði í morgun. Árið 2006 hefur einkennst af miklum hörmungum í Írak og líklegast eru þessir menn glaðir yfir þeim áformum bresku ríkisstjórnarinnar að kalla verulegan hluta herliðs síns heim á nýárinu. Færum okkur hinum megin á hnöttinn, í fyrstu jólaskrúðgöngu Brasilíu sem fram fór á Copabacana-ströndinni í Rio de Janeiro í gærkvöld. Borgarbúar áttu ekki í miklum vandræðum með að töfra fram þriggja kílómetra langa gleðigöngu enda ýmsu vanir úr kjötkveðjuhátíðunum margfrægu. Þeir ætla ekki að láta hér við sitja heldur er gert ráð fyrir annarri göngu á gamlárskvöld. Erlent Fréttir Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Á aðfangadegi jóla keppist hinn kristni hluti jarðarbúa við að undirbúa fæðingarhátíð frelsarans sem gengur í garð í kvöld. Sinn er hins vegar siðurinn í hverju landi. Hvað er meira við hæfi en að hefja þessa yfirferð í Betlehem, á Vesturbakka Jórdanar, þar sem Jesús Kristur er sagður hafa fæðst fyrir rúmum tvö þúsund árum síðan. Þrátt fyrir ófriðinn sem geisað hefur á heimastjórnarsvæðunum að undanförnu var allt með kyrrum kjörum við fæðingarkirkjuna í morgun. Vegna ástandsins er ekki búist við mörgum pílagrímum þetta árið en kristnir Palestínumenn ætla ekki að láta sig vanta til jólamessunnar þar. Þorri íbúa hins stríðshrjáða Íraks aðhyllist íslam en það þýðir þó ekki að jólunum sé ekki fagnað þar. Á meðal þeirra sem halda jólin hátíðleg eru breskir hermenn í hafnarborginni Basra. Þeir voru í óðaönn að skreyta jólatréð þegar fréttamenn AP-fréttastofunnar bar að garði í morgun. Árið 2006 hefur einkennst af miklum hörmungum í Írak og líklegast eru þessir menn glaðir yfir þeim áformum bresku ríkisstjórnarinnar að kalla verulegan hluta herliðs síns heim á nýárinu. Færum okkur hinum megin á hnöttinn, í fyrstu jólaskrúðgöngu Brasilíu sem fram fór á Copabacana-ströndinni í Rio de Janeiro í gærkvöld. Borgarbúar áttu ekki í miklum vandræðum með að töfra fram þriggja kílómetra langa gleðigöngu enda ýmsu vanir úr kjötkveðjuhátíðunum margfrægu. Þeir ætla ekki að láta hér við sitja heldur er gert ráð fyrir annarri göngu á gamlárskvöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira