Abramovich ætlar að minnka við leikmannakaup 24. desember 2006 20:00 Það skemmtilegasta sem Roman Abramovich gerir er að fylgjast með liði sínu í eldlínunni á Stamford Bridge. MYND/Getty Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho. "Okkar markmið er að framleiða okkar eigin leikmenn í gegnum akademíuna, sem er orðin mjög öflug. Við munum eyða minni pening á leikmannamarkaðinum í nánustu framtíð," segir Abramovich, en hann hefur gefið afar fá viðtöl síðan hann kom til Englands og tók yfir Chelsea árið 2003. Abramovich segist meðal annars ekki þola að tapa. "Ég verð ótrúlega svekktur þegar við töpum. Ég á erfitt með að sætta mig við tap," sagði Rússinn en bætti því við að sælutilfinningin sem fylgdi meistaratitlinum 2005 hefði verið engri annari lík. "Þeir sem þekkja mig hafa stundum haldið því fram að það sem ég er að gera hér hjá Chelsea sé bara eitthvað stundargaman og nú þegar við erum búnir að vinna deildina í tvígang þá langi mig að snúa mér að einhverju öðru. Þetta er einfaldlega ekki rétt," segir Abramovich einnig í viðtalinu. "Þvert á móti er ég spenntari sem aldrei fyrr núna. Ég er spenntastur fyrir þetta tímabil heldur en þau fyrri sem ég hef verið hér. Hver einasti leikur er tilhlökkun fyrir mér. Titilinn sjálfur í lok tímabilsins er í raun aukaatriði - það er spennan fyrir hvern einasta leik sem er aðalmálið," sagði Rússinn. Spurður um samband sitt við knattspyrnustjórann Jose Mourinho sagði Abramovich það vera fyrst og fremst faglegt. "Við erum ekki nánir en sambandið er samt nægilega náið," sagði Abramovich og reyndi að snúa sér undan spurningunni. "Ég ber mikla virðingu fyrir honum," bætti hann við. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho. "Okkar markmið er að framleiða okkar eigin leikmenn í gegnum akademíuna, sem er orðin mjög öflug. Við munum eyða minni pening á leikmannamarkaðinum í nánustu framtíð," segir Abramovich, en hann hefur gefið afar fá viðtöl síðan hann kom til Englands og tók yfir Chelsea árið 2003. Abramovich segist meðal annars ekki þola að tapa. "Ég verð ótrúlega svekktur þegar við töpum. Ég á erfitt með að sætta mig við tap," sagði Rússinn en bætti því við að sælutilfinningin sem fylgdi meistaratitlinum 2005 hefði verið engri annari lík. "Þeir sem þekkja mig hafa stundum haldið því fram að það sem ég er að gera hér hjá Chelsea sé bara eitthvað stundargaman og nú þegar við erum búnir að vinna deildina í tvígang þá langi mig að snúa mér að einhverju öðru. Þetta er einfaldlega ekki rétt," segir Abramovich einnig í viðtalinu. "Þvert á móti er ég spenntari sem aldrei fyrr núna. Ég er spenntastur fyrir þetta tímabil heldur en þau fyrri sem ég hef verið hér. Hver einasti leikur er tilhlökkun fyrir mér. Titilinn sjálfur í lok tímabilsins er í raun aukaatriði - það er spennan fyrir hvern einasta leik sem er aðalmálið," sagði Rússinn. Spurður um samband sitt við knattspyrnustjórann Jose Mourinho sagði Abramovich það vera fyrst og fremst faglegt. "Við erum ekki nánir en sambandið er samt nægilega náið," sagði Abramovich og reyndi að snúa sér undan spurningunni. "Ég ber mikla virðingu fyrir honum," bætti hann við.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira