Óttast að tugmilljónir séu tapaðar 7. desember 2006 18:45 Óvissa ríkir um sölu á íslenskum landbúnaðarvörum í Bandaríkjunum eftir að verslanakeðjan Whole Foods, sem er sú stærsta í heiminum á sínu sviði, ákvað að hætta markaðssetningu á þeim vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Tugmilljónir króna eru farnar í súginn segir forstjóri matvælafyrirtækisins Norðlenska. Bandaríska verslanakeðjan Whole Foods Market er sú stærsta í heiminum á sviði heilsufæðis og lífrænnar ræktunar. Vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný telja stjórnendur keðjunnar Ísland ekki lengur framsækið í umhverfismálum og því skuli markaðssetningu afurða héðan hætt. Miklum fjármunum hefur verið varið til markaðssetningar á íslenskum landbúnaðarvörum erlendis og samningarnir við Whole Foods voru á sínum tíma sagðir sérstaklega mikilvægir. Því er ljóst að ákvörðunin er mikið áfall. Norðlenska er stærsti íslensku útflytjandinn á matvælum til Whole Food Market verslunarkeðjunnar í Bandríkjunum. Andvirði sölu á lambakjöti vestur í ár er um 80 milljónir króna en það hefur kostað ærinn pening að opna gáttina vestra. Því eru menn slegnir yfir því að bandaríska verslunarkeðjan hafi nú ákveðið að hætta markaðssetningu á íslenskum vörum vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Sigmundur Ófeigsson, forstjóri Norðlenska, segist samt hafa varað við þessu á sínum tíma og nú verði stjórnvöld að vega og meta hagsmunina af því að halda áfram hvalveiðum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir málið grafalvarlegt og telur ekki hægt að útiloka að fyrirtækið muni á endanum úthýsa íslensku vörunum með öllu. Í ljósi þessa segir hann því mikilvægt að ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar liggi fyrir sem allra fyrst. Erlent Fréttir Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Óvissa ríkir um sölu á íslenskum landbúnaðarvörum í Bandaríkjunum eftir að verslanakeðjan Whole Foods, sem er sú stærsta í heiminum á sínu sviði, ákvað að hætta markaðssetningu á þeim vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Tugmilljónir króna eru farnar í súginn segir forstjóri matvælafyrirtækisins Norðlenska. Bandaríska verslanakeðjan Whole Foods Market er sú stærsta í heiminum á sviði heilsufæðis og lífrænnar ræktunar. Vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný telja stjórnendur keðjunnar Ísland ekki lengur framsækið í umhverfismálum og því skuli markaðssetningu afurða héðan hætt. Miklum fjármunum hefur verið varið til markaðssetningar á íslenskum landbúnaðarvörum erlendis og samningarnir við Whole Foods voru á sínum tíma sagðir sérstaklega mikilvægir. Því er ljóst að ákvörðunin er mikið áfall. Norðlenska er stærsti íslensku útflytjandinn á matvælum til Whole Food Market verslunarkeðjunnar í Bandríkjunum. Andvirði sölu á lambakjöti vestur í ár er um 80 milljónir króna en það hefur kostað ærinn pening að opna gáttina vestra. Því eru menn slegnir yfir því að bandaríska verslunarkeðjan hafi nú ákveðið að hætta markaðssetningu á íslenskum vörum vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Sigmundur Ófeigsson, forstjóri Norðlenska, segist samt hafa varað við þessu á sínum tíma og nú verði stjórnvöld að vega og meta hagsmunina af því að halda áfram hvalveiðum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir málið grafalvarlegt og telur ekki hægt að útiloka að fyrirtækið muni á endanum úthýsa íslensku vörunum með öllu. Í ljósi þessa segir hann því mikilvægt að ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar liggi fyrir sem allra fyrst.
Erlent Fréttir Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira