Atouba í vondum málum 6. desember 2006 22:29 Atouba sýndi stuðningsmönnum Hamburg hvað honum þótti um þá í kvöld með þessu afdráttarlausa fingramáli sínu NordicPhotos/GettyImages Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld. Atouba gaf CSKA Moskvu vítaspyrnu með klaufalegu broti og átti svo stóran þátt í hinu marki rússneska liðsins með silalegum varnarleik. Eftir síðara markið fékk Thomas Doll þjálfari nóg og skipti Atouba af velli, en Afríkumaðurinn brást hinn versti við þegar stuðningsmenn Hamburg bauluðu á hann og veifaði löngutöng í alla enda stúkunnar þegar hann gekk af velli. Dómarinn gaf honum umsvifalaust rautt spjald, en sem betur fer fyrir Hamburg var liðið búið að framkvæma skiptinguna og því fékk liðið að halda áfram með 11 menn á vellinum og vann góðan og langþráðan sigur. Ljóst er að Atouba á yfir höfði sér harða refsingu fyrir þetta ljóta atvik. Thomas Doll þjálfari segist ætla að ræða við leikmanninn vegna atviksins, en tók þó upp hanskann fyrir hann. "Ég mun ræða við Atouba því svona framkoma á ekki að sjást á knattspyrnuvellinum. Það er hinsvegar algjör óþarfi fyrir hans eigin stuðninsmenn að baula á hann þegar hann fer af velli og það gerir bara illt verra. Hann mun halda áfram að spila með okkur," sagði Doll. Atouba hefur verið óvinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins síðan í sumar þegar hann krafðist þess að fá hærri laun hjá félaginu. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld. Atouba gaf CSKA Moskvu vítaspyrnu með klaufalegu broti og átti svo stóran þátt í hinu marki rússneska liðsins með silalegum varnarleik. Eftir síðara markið fékk Thomas Doll þjálfari nóg og skipti Atouba af velli, en Afríkumaðurinn brást hinn versti við þegar stuðningsmenn Hamburg bauluðu á hann og veifaði löngutöng í alla enda stúkunnar þegar hann gekk af velli. Dómarinn gaf honum umsvifalaust rautt spjald, en sem betur fer fyrir Hamburg var liðið búið að framkvæma skiptinguna og því fékk liðið að halda áfram með 11 menn á vellinum og vann góðan og langþráðan sigur. Ljóst er að Atouba á yfir höfði sér harða refsingu fyrir þetta ljóta atvik. Thomas Doll þjálfari segist ætla að ræða við leikmanninn vegna atviksins, en tók þó upp hanskann fyrir hann. "Ég mun ræða við Atouba því svona framkoma á ekki að sjást á knattspyrnuvellinum. Það er hinsvegar algjör óþarfi fyrir hans eigin stuðninsmenn að baula á hann þegar hann fer af velli og það gerir bara illt verra. Hann mun halda áfram að spila með okkur," sagði Doll. Atouba hefur verið óvinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins síðan í sumar þegar hann krafðist þess að fá hærri laun hjá félaginu.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira