Tíu Íslendingar afplána dóm í útlöndum 30. nóvember 2006 10:24 MYND/AFP Tíu Íslendingar sitja í fangelsum í útlöndum eftir því sem utanríkisráðuneytinu er kunnugt um samkvæmt svari Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðjóns Ólafs Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Tveir þeirra afplána refsivist í Bandaríkjunum, annar vegna kynferðisafbrots en hinn fyrir rán og alvarlega líkamsárás, tveir sitja í fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot og sömuleiðist tvennt í Frakklandi vegna sömu saka. Þá situr einn inni í Þýskalandi og þrír í Danmörku en utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um afbrot þeirra.Íslenskum stjórnvöldum berst ekki formleg tilkynning um það þegar Íslendingar eru handteknir erlendis heldur koma slík mál til vitundar utanríkiþjónustunnar í gegnum þá einstaklinga sem í hlut eiga eða aðila sem tengjast þeim, eftir því sem segir í svari ráðherra.Enn fremur kemur fram í svarinu að ráðuneytið hafi aðstoðað alla fangana á einhvern hátt, meðal annars með heimsóknum, viðtölum, samskiptum við fjölskyldur og aðstandendur, samskiptum við viðkomandi yfirvöld, túlkun í fangelsum, fundum með lögmönnum, haft milligöngu um að færa föngum bréfsefni, dagblöð, bækur og peningasendingar og unnið í því að finna lögmenn.Guðjón Ólafur spurði einnig hvað utanríkisráðuneytið hefði haft milligöngu um lausn margra íslenskra ríkisborgara, sem setið hafa í fangelsum erlendis, eða flutning þeirra hingað til lands til afplánunar á árunum 2002-2006. Fram kom í svari utanríkisráðherra að almennt beiti íslensk stjórnvöld sér ekki fyrir lausn eða styttingu afplánunar íslenskra ríkisborgara erlendis. Helsta verkefni utanríkisþjónustunnar í málum sem þessum sé að hafa eftirlit með því að almennra mannréttinda sé gætt gagnvart íslenskum ríkiborgurum á meðan þeir eru í haldi erlendra ríkja.Fangar geti farið fram á flutning til afplánunar á Íslandi og sé það í verkahring dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að afgreiða slíkar beiðnir. Þó hafi utanríkisráðuneytið beitt sér í nokkrum málum á undanförnum árum. Lög og regla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Tíu Íslendingar sitja í fangelsum í útlöndum eftir því sem utanríkisráðuneytinu er kunnugt um samkvæmt svari Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðjóns Ólafs Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Tveir þeirra afplána refsivist í Bandaríkjunum, annar vegna kynferðisafbrots en hinn fyrir rán og alvarlega líkamsárás, tveir sitja í fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot og sömuleiðist tvennt í Frakklandi vegna sömu saka. Þá situr einn inni í Þýskalandi og þrír í Danmörku en utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um afbrot þeirra.Íslenskum stjórnvöldum berst ekki formleg tilkynning um það þegar Íslendingar eru handteknir erlendis heldur koma slík mál til vitundar utanríkiþjónustunnar í gegnum þá einstaklinga sem í hlut eiga eða aðila sem tengjast þeim, eftir því sem segir í svari ráðherra.Enn fremur kemur fram í svarinu að ráðuneytið hafi aðstoðað alla fangana á einhvern hátt, meðal annars með heimsóknum, viðtölum, samskiptum við fjölskyldur og aðstandendur, samskiptum við viðkomandi yfirvöld, túlkun í fangelsum, fundum með lögmönnum, haft milligöngu um að færa föngum bréfsefni, dagblöð, bækur og peningasendingar og unnið í því að finna lögmenn.Guðjón Ólafur spurði einnig hvað utanríkisráðuneytið hefði haft milligöngu um lausn margra íslenskra ríkisborgara, sem setið hafa í fangelsum erlendis, eða flutning þeirra hingað til lands til afplánunar á árunum 2002-2006. Fram kom í svari utanríkisráðherra að almennt beiti íslensk stjórnvöld sér ekki fyrir lausn eða styttingu afplánunar íslenskra ríkisborgara erlendis. Helsta verkefni utanríkisþjónustunnar í málum sem þessum sé að hafa eftirlit með því að almennra mannréttinda sé gætt gagnvart íslenskum ríkiborgurum á meðan þeir eru í haldi erlendra ríkja.Fangar geti farið fram á flutning til afplánunar á Íslandi og sé það í verkahring dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að afgreiða slíkar beiðnir. Þó hafi utanríkisráðuneytið beitt sér í nokkrum málum á undanförnum árum.
Lög og regla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira