Mannskæðasta árásin hingað til 23. nóvember 2006 18:45 Að minnsta kosti 144 týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi sjía í Bagdad í dag. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu frá því að Bandaríkjamenn réðust þar inn. Hryðjuverkin sem framin voru í Bagdad í dag sýna að varla er hægt að kalla vargöldina í landinu neitt annað en borgarastyrjöld. Sex bifreiðum, sem hver hafði verið hlaðin mörg hundruð kílóum af sprengiefni, var lagt við fjölfarið markaðstorg í Sadr-hverfi höfuðborgarinnar og þær svo sprengdar í loft upp. Öngþveiti og skelfing greip um sig í kjölfarið og þegar fólkið lagði á flótta var sprengjum látið rigna yfir það. Vel á annað hundrað manns liggur í valnum og búist er við að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem margir eru alvarlega særðir. Í Sadr-hverfinu búa fátækir sjíar og því er líklegast að öfgamenn úr röðum súnnía hafi staðið á bak við tilræðið. Þeir eru einnig taldir bera ábyrgð á umsátri um heilbrigðisráðuneyti landsins fyrr í dag en því er stýrt af fylgismönnum sjíaklerksins herskáa Muqtada al-Sadr. Sprengjum af ýmsum stærðum og gerðum var skotið þangað inn en enginn beið þó bana. Bandarískar hersveitir ráku umsátursmennina síðan á brott. Árásin í dag er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í Írak frá innrás Bandaríkjamanna fyrir þremur og hálfu ári og eins og sjá má á umsátrinu um ráðuneytið virðist algert stjórnleysi ríkja þar. Aldrei hafa jafn margir látið lífið í einum mánuði í landinu og í október síðastliðnum og milljónir Íraka hafa flúið heimili sín vegna vargaldarinnar. Þótt erlenda setuliðið sé ennþá skotmark uppreisnarmanna þá er þróunin engu að síður sú að Írakar beina spjótum sínum í æ ríkari mæli hverjir að öðrum án þess að nokkur fái neitt við ráðið. Erlent Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Að minnsta kosti 144 týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi sjía í Bagdad í dag. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu frá því að Bandaríkjamenn réðust þar inn. Hryðjuverkin sem framin voru í Bagdad í dag sýna að varla er hægt að kalla vargöldina í landinu neitt annað en borgarastyrjöld. Sex bifreiðum, sem hver hafði verið hlaðin mörg hundruð kílóum af sprengiefni, var lagt við fjölfarið markaðstorg í Sadr-hverfi höfuðborgarinnar og þær svo sprengdar í loft upp. Öngþveiti og skelfing greip um sig í kjölfarið og þegar fólkið lagði á flótta var sprengjum látið rigna yfir það. Vel á annað hundrað manns liggur í valnum og búist er við að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem margir eru alvarlega særðir. Í Sadr-hverfinu búa fátækir sjíar og því er líklegast að öfgamenn úr röðum súnnía hafi staðið á bak við tilræðið. Þeir eru einnig taldir bera ábyrgð á umsátri um heilbrigðisráðuneyti landsins fyrr í dag en því er stýrt af fylgismönnum sjíaklerksins herskáa Muqtada al-Sadr. Sprengjum af ýmsum stærðum og gerðum var skotið þangað inn en enginn beið þó bana. Bandarískar hersveitir ráku umsátursmennina síðan á brott. Árásin í dag er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í Írak frá innrás Bandaríkjamanna fyrir þremur og hálfu ári og eins og sjá má á umsátrinu um ráðuneytið virðist algert stjórnleysi ríkja þar. Aldrei hafa jafn margir látið lífið í einum mánuði í landinu og í október síðastliðnum og milljónir Íraka hafa flúið heimili sín vegna vargaldarinnar. Þótt erlenda setuliðið sé ennþá skotmark uppreisnarmanna þá er þróunin engu að síður sú að Írakar beina spjótum sínum í æ ríkari mæli hverjir að öðrum án þess að nokkur fái neitt við ráðið.
Erlent Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira