Írak að sundrast 17. nóvember 2006 19:00 Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári. Ástandið í Írak nú er af mörgum sérfræðingum talið enn verra en það var fyrir innrásina í mars 2003. Síðan þá hafa blossað upp blóðug átök trúarbrota. Ofbeldisverk hvers konar og mannrán hafa verið tíð í Írak síðustu misseri og bitna þau bæði á útlendingum og almennum íröskum borgurum. Rúmlega tvö hundruð útlendingum hefur verið rænt frá innrásinni og mörg þúsund Írökum. Sextíu útlendir gíslar hafa verið teknir af lífi. Rúmlega 3.000 erlendir hermenn, langflestir bandarískir, hafa fallið í Írak og allt að 6.000 íraskir. Talið er að á bilinu 47 til 52 þúsund almennir borgarar hafi týnt lífi í átökum og árásum í Írak en óttast er að fleiri hafi í reynd fallið. Ayad Allawi tók fyrstu við embætti forsætisráðherra í Írak eftir að Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, var steypt af stóli. Han segir ótal afdrifarík mistök hafa verið gerð í Írak. Innviðir hafi verið teknir í sundur og á hann þar við öryggislögreglu, dómskerfið, ríkisstofnanir og fleira. Baath-flokkur Saddams hafi verið leystur upp - skrifræði liðsmanna hans uppræt. Allawi segir að oftast sé haldið í innviði samfélaga við uppbyggingu eins og þá sem nú eigi sér stað í Írak. Breska blaðið Guardian hefur fullyrt að Bush Bandaríkjaforseti áætli að senda á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks til að ljúka verkefninu þar. Hann hefur ekki staðfest þá frétt en segir margt óunnið í Írak. Almenningur geri sér svo oft vonir um skjótar og árangursríkar breytingar. Verkefnið í Írak taki lengri tíma enn. Margir demókratar á Bandaríkjaþingi telja rétt að hefja heimkvaðningu herliðs í Írak á allra næstu mánuðum. Nefnd Bandaríkjaþings um ástandið í Írak skilar niðurstöðum sínum og ráðleggingum í næsta mánuði. Formaður hennar segir engra töfralausna að vænta. Erlent Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári. Ástandið í Írak nú er af mörgum sérfræðingum talið enn verra en það var fyrir innrásina í mars 2003. Síðan þá hafa blossað upp blóðug átök trúarbrota. Ofbeldisverk hvers konar og mannrán hafa verið tíð í Írak síðustu misseri og bitna þau bæði á útlendingum og almennum íröskum borgurum. Rúmlega tvö hundruð útlendingum hefur verið rænt frá innrásinni og mörg þúsund Írökum. Sextíu útlendir gíslar hafa verið teknir af lífi. Rúmlega 3.000 erlendir hermenn, langflestir bandarískir, hafa fallið í Írak og allt að 6.000 íraskir. Talið er að á bilinu 47 til 52 þúsund almennir borgarar hafi týnt lífi í átökum og árásum í Írak en óttast er að fleiri hafi í reynd fallið. Ayad Allawi tók fyrstu við embætti forsætisráðherra í Írak eftir að Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, var steypt af stóli. Han segir ótal afdrifarík mistök hafa verið gerð í Írak. Innviðir hafi verið teknir í sundur og á hann þar við öryggislögreglu, dómskerfið, ríkisstofnanir og fleira. Baath-flokkur Saddams hafi verið leystur upp - skrifræði liðsmanna hans uppræt. Allawi segir að oftast sé haldið í innviði samfélaga við uppbyggingu eins og þá sem nú eigi sér stað í Írak. Breska blaðið Guardian hefur fullyrt að Bush Bandaríkjaforseti áætli að senda á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks til að ljúka verkefninu þar. Hann hefur ekki staðfest þá frétt en segir margt óunnið í Írak. Almenningur geri sér svo oft vonir um skjótar og árangursríkar breytingar. Verkefnið í Írak taki lengri tíma enn. Margir demókratar á Bandaríkjaþingi telja rétt að hefja heimkvaðningu herliðs í Írak á allra næstu mánuðum. Nefnd Bandaríkjaþings um ástandið í Írak skilar niðurstöðum sínum og ráðleggingum í næsta mánuði. Formaður hennar segir engra töfralausna að vænta.
Erlent Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira