Heimilislausum fjölgar í Lundúnum 14. nóvember 2006 19:00 Góðgerðarsamtök í Bretlandi segja mikla hættu á því að Búlgarir og Rúmenar, sem leiti betra lífs í Bretlandi, endi á götunni. Löndin tvö ganga í Evrópusambandið í janúar á næsta ári. Heimilislausum í Bretlandi, úr hópi Austur-Evrópubúa, hefur fjölgað um tæp fjögur þúsund það sem af er þessu ári. Bresk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi þegar löndin tvö ganga í ESB. Með þessu vilja bresk stjórnvöld reyna að hefta flutning fólks frá Austur-Evrópu til Bretlands. Það er mat mannréttindasamtaka að um fimmtán prósent þeirra sem leiti húsaskjóls í athvörfrum í Lundúnum séu frá þeim Austur-Evrópuríkjum sem nýlega hafa fengið aðild að ESB eða standi við þröskuldinn. Maciej Azerewicz, starfsmaður hjálparsamtak í Bretlandi, segir fólkið oft koma með rútu eða flugvél án þess að hafa trygga vinnu. Þegar til Bretlands komi reki þau sig á vegg þar sem engin vinna bíði og það komi fólkinu í opna skjöldu. Auk þess séu Lundúnir dýr borg og erfitt sé að treyna aurinn ef engin sé vinnan. Fé fólksins endist jafnvel ekki nema í hálfan mánuð til þrjár vikur. Þá endi þetta fólk á götunni. Sérfræðingar í mannréttindamálum segja að vissulega nái fjölmargir flóttamenn frá Austur-Evrópu að fóta sig í Bretlandi en margir verði undir. Óttast er að heimilislausum úr þessum hópi fjölgi á götum Lundúna við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í ESB. Sérfræðingar segja mestu skipta að leggja upp í ferðalag til Bretlands með nægilegt fé og vinnu upp á vasann. Marcel er frá Rúmeníu en býr nú á götum Lundúna. Hann segir auðveldara um að tala en í að komast. Hann segir stöðuna erfiða hjá mörgu. Sér líði nú eins og flækingi. Eignir séu engar en samt þurfi hann, og aðrir í sömu sporum, að reyna að bjarga stöðu sinni. Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Góðgerðarsamtök í Bretlandi segja mikla hættu á því að Búlgarir og Rúmenar, sem leiti betra lífs í Bretlandi, endi á götunni. Löndin tvö ganga í Evrópusambandið í janúar á næsta ári. Heimilislausum í Bretlandi, úr hópi Austur-Evrópubúa, hefur fjölgað um tæp fjögur þúsund það sem af er þessu ári. Bresk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi þegar löndin tvö ganga í ESB. Með þessu vilja bresk stjórnvöld reyna að hefta flutning fólks frá Austur-Evrópu til Bretlands. Það er mat mannréttindasamtaka að um fimmtán prósent þeirra sem leiti húsaskjóls í athvörfrum í Lundúnum séu frá þeim Austur-Evrópuríkjum sem nýlega hafa fengið aðild að ESB eða standi við þröskuldinn. Maciej Azerewicz, starfsmaður hjálparsamtak í Bretlandi, segir fólkið oft koma með rútu eða flugvél án þess að hafa trygga vinnu. Þegar til Bretlands komi reki þau sig á vegg þar sem engin vinna bíði og það komi fólkinu í opna skjöldu. Auk þess séu Lundúnir dýr borg og erfitt sé að treyna aurinn ef engin sé vinnan. Fé fólksins endist jafnvel ekki nema í hálfan mánuð til þrjár vikur. Þá endi þetta fólk á götunni. Sérfræðingar í mannréttindamálum segja að vissulega nái fjölmargir flóttamenn frá Austur-Evrópu að fóta sig í Bretlandi en margir verði undir. Óttast er að heimilislausum úr þessum hópi fjölgi á götum Lundúna við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í ESB. Sérfræðingar segja mestu skipta að leggja upp í ferðalag til Bretlands með nægilegt fé og vinnu upp á vasann. Marcel er frá Rúmeníu en býr nú á götum Lundúna. Hann segir auðveldara um að tala en í að komast. Hann segir stöðuna erfiða hjá mörgu. Sér líði nú eins og flækingi. Eignir séu engar en samt þurfi hann, og aðrir í sömu sporum, að reyna að bjarga stöðu sinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira