Hvað svo? 8. nóvember 2006 11:38 Claire McCaskill, nýkjörinn öldungadeildarþingmaður demókrata í Missouri var ein þeirra sem steypti repúblikana úr stóli. MYND/AP Demókratar eru komnir með sannfærandi meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins og þó ekki sé enn útséð með öldungadeildina er staðan verulega bætt þar. Eftir áratug af gremju út í stjórn Bush og repúblikana gefst nú tækifæri til hefnda en ýmislegt bendir til að fyrirskipun dagsins sé önnur. Slagurinn fyrir forsetakosningarnar 2008 er formlega hafinn. Vinna traust Nancy Pelosi verður næsti forseti þingsins, fyrst kvenna. Miðað við þá einstöku stöðu fór óvenjulítið fyrir henni í fjölmiðlum í gær enda neitaði hún öllum viðtölum. Hún lét sér nægja að halda sigurræðu. Við erum reiðubúin að taka við stjórninni sagði hún þá og lofaði að vinna með repúblikönum og sýna skoðunum annarra virðingu. Þessi kona sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en þverpólitíska samvinnu hefur ákveðið að reka slyðruorðið af demókrötum og sanna fyrir kjósendum að þeim sé treystandi fyrir stjórn landsins. Útréttar hendur Á sama hátt boðar George W. Bush forseti breytta tíma. Fyrstu viðbrögð forsetans komu frá talsmanni Hvíta hússins sem sagði hann vonsvikinn með niðurstöðu kosninganna en um leið ákveðinn í að vinna með báðum flokkum að framgangi mikilvægra mála í þinginu. Bæði Bush og Pelosi hafa boðað blaðamannafundi í eftirmiðdaginn og má þá búast við frekari útréttingu handa. Írak og Bush Kosningarnar snerust að miklu leyti um afstöðu kjósenda til stríðsins í Írak og Bush forseta og má því með nokkru sanni frekar kalla niðurstöðu þeirra ósigur repúblikana heldur en sigur demókrata. Kannanir á afstöðu kjósenda á kjörstað sýna samkvæmt The New York Times að 60% voru á móti stríðinu og 40% sögðust hafa greitt atkvæði gegn Bush. Pelosi lýsti því yfir í sigurræðunni að næsta skref væri að segja forsetanum að nóg væri komið í Írak og bjóðast til að vinna með honum að lausn vandans. Þótt demókratar stjórni nú fulltrúadeildinni og mögulega báðum deildum þingsins eru ákvarðanir um framhaldið í stríðinu enn á valdi Bush. Reynir á Pelosi Eftir tveggja ára stjórnun þingsins geta demókratar samt ekki borið við ábyrgðarleysi á óvinsælum málum og þá er ómögulegt að segja hvert óánægjuatkvæðin fara. Þetta vita forystumenn flokksins sem hrinda nú leikáætlun sinni um sigur í næstu forsetakosningum í gang. Grunnurinn er góður því auk sigra í þingkosningunum náði flokkurinn frábærum árangri í stjórnun einstakra mikilvægra fylkja. Tvö ár eru hins vegar eilífð í pólítík og mun reyna verulega á styrk fimm barna móðurinnar Nancy Pelosi að halda þingflokknum við efnið. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Demókratar eru komnir með sannfærandi meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins og þó ekki sé enn útséð með öldungadeildina er staðan verulega bætt þar. Eftir áratug af gremju út í stjórn Bush og repúblikana gefst nú tækifæri til hefnda en ýmislegt bendir til að fyrirskipun dagsins sé önnur. Slagurinn fyrir forsetakosningarnar 2008 er formlega hafinn. Vinna traust Nancy Pelosi verður næsti forseti þingsins, fyrst kvenna. Miðað við þá einstöku stöðu fór óvenjulítið fyrir henni í fjölmiðlum í gær enda neitaði hún öllum viðtölum. Hún lét sér nægja að halda sigurræðu. Við erum reiðubúin að taka við stjórninni sagði hún þá og lofaði að vinna með repúblikönum og sýna skoðunum annarra virðingu. Þessi kona sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en þverpólitíska samvinnu hefur ákveðið að reka slyðruorðið af demókrötum og sanna fyrir kjósendum að þeim sé treystandi fyrir stjórn landsins. Útréttar hendur Á sama hátt boðar George W. Bush forseti breytta tíma. Fyrstu viðbrögð forsetans komu frá talsmanni Hvíta hússins sem sagði hann vonsvikinn með niðurstöðu kosninganna en um leið ákveðinn í að vinna með báðum flokkum að framgangi mikilvægra mála í þinginu. Bæði Bush og Pelosi hafa boðað blaðamannafundi í eftirmiðdaginn og má þá búast við frekari útréttingu handa. Írak og Bush Kosningarnar snerust að miklu leyti um afstöðu kjósenda til stríðsins í Írak og Bush forseta og má því með nokkru sanni frekar kalla niðurstöðu þeirra ósigur repúblikana heldur en sigur demókrata. Kannanir á afstöðu kjósenda á kjörstað sýna samkvæmt The New York Times að 60% voru á móti stríðinu og 40% sögðust hafa greitt atkvæði gegn Bush. Pelosi lýsti því yfir í sigurræðunni að næsta skref væri að segja forsetanum að nóg væri komið í Írak og bjóðast til að vinna með honum að lausn vandans. Þótt demókratar stjórni nú fulltrúadeildinni og mögulega báðum deildum þingsins eru ákvarðanir um framhaldið í stríðinu enn á valdi Bush. Reynir á Pelosi Eftir tveggja ára stjórnun þingsins geta demókratar samt ekki borið við ábyrgðarleysi á óvinsælum málum og þá er ómögulegt að segja hvert óánægjuatkvæðin fara. Þetta vita forystumenn flokksins sem hrinda nú leikáætlun sinni um sigur í næstu forsetakosningum í gang. Grunnurinn er góður því auk sigra í þingkosningunum náði flokkurinn frábærum árangri í stjórnun einstakra mikilvægra fylkja. Tvö ár eru hins vegar eilífð í pólítík og mun reyna verulega á styrk fimm barna móðurinnar Nancy Pelosi að halda þingflokknum við efnið.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira