Efnahagslífið enn berskjaldað fyrir höggum 7. nóvember 2006 12:12 Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótar enn meiri vaxtahækkunum í desember og segir bæði verðbólgu og spennu ennþá mjög mikla. Á fundi hjá Viðskiptaráði Íslands í morgun sagði Davíð íslenskt efnahagslíf enn þá berskjaldað fyrir höggum.„Verðbólgan hefur vissulega minnkað en hún er ennþá mikil og verður áfram og lengi enn ósamrýmanleg verðbólgumarkmiðum bankans og því verkefni sem honum er fyrirlagt að hafa fremst á sinni dagskrá. Spenna er ennþá mjög mikil í íslensku efnahags- og atvinnulífi og er nánast sama hvert litið er. Vinnumarkaðurinn er enn mjög þaninn og eftirspurn þar gríðarleg. Henni hefur á hinn bóginn verið mætt með miklum innflutningi vinnuafls og má hafa efasemdir um að sá hraði innflutningur sé endilega til góðs eða hollur landinu þegar til lengri tíma er horft, þótt hann auðveldi mönnum slaginn við verðbólguna í augnablikinu," sagði Davíð.Þá sagði hann útlánaaukningu bankakerfisins enn þá mjög mikla þótt vissulega hefði dregið úr mesta hraðanum, aukningin væri meiri en staðist fengi til lengri tíma og hætta væri á að nú, þegar bankakerfinu hefði tekist góðu heilli að fjármagna sig til næstu missera og ára, drægi úr aga þar á bæ og slakað yrði á klónni. Ýmis merki væru um það, til að mynda að fasteignamarkaður virtist vera að taka við sér á ný og væntingar einstaklinga og fyrirtækja væru ennþá mjög hátt stefndar.„Loks búum við nú við viðskiptahalla sem er meiri en þekktur er annars staðar á byggðu bóli. Og þótt spár standi vissulega til þess að úr þeim halla dragi á næsta ári, þá verður hann áfram mikill og kemur að skuldadögum. Hinn uppsafnaða halla þarf að fjármagna, sem verður til þess að þjóðarbúið verður mjög háð fjárfestum og lánveitendum á markaði og ekkert má út af bera. Íslenskt efnahagslíf er því berskjaldað fyrir höggum, sem snúið kann að vera að fást við," sagði Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótar enn meiri vaxtahækkunum í desember og segir bæði verðbólgu og spennu ennþá mjög mikla. Á fundi hjá Viðskiptaráði Íslands í morgun sagði Davíð íslenskt efnahagslíf enn þá berskjaldað fyrir höggum.„Verðbólgan hefur vissulega minnkað en hún er ennþá mikil og verður áfram og lengi enn ósamrýmanleg verðbólgumarkmiðum bankans og því verkefni sem honum er fyrirlagt að hafa fremst á sinni dagskrá. Spenna er ennþá mjög mikil í íslensku efnahags- og atvinnulífi og er nánast sama hvert litið er. Vinnumarkaðurinn er enn mjög þaninn og eftirspurn þar gríðarleg. Henni hefur á hinn bóginn verið mætt með miklum innflutningi vinnuafls og má hafa efasemdir um að sá hraði innflutningur sé endilega til góðs eða hollur landinu þegar til lengri tíma er horft, þótt hann auðveldi mönnum slaginn við verðbólguna í augnablikinu," sagði Davíð.Þá sagði hann útlánaaukningu bankakerfisins enn þá mjög mikla þótt vissulega hefði dregið úr mesta hraðanum, aukningin væri meiri en staðist fengi til lengri tíma og hætta væri á að nú, þegar bankakerfinu hefði tekist góðu heilli að fjármagna sig til næstu missera og ára, drægi úr aga þar á bæ og slakað yrði á klónni. Ýmis merki væru um það, til að mynda að fasteignamarkaður virtist vera að taka við sér á ný og væntingar einstaklinga og fyrirtækja væru ennþá mjög hátt stefndar.„Loks búum við nú við viðskiptahalla sem er meiri en þekktur er annars staðar á byggðu bóli. Og þótt spár standi vissulega til þess að úr þeim halla dragi á næsta ári, þá verður hann áfram mikill og kemur að skuldadögum. Hinn uppsafnaða halla þarf að fjármagna, sem verður til þess að þjóðarbúið verður mjög háð fjárfestum og lánveitendum á markaði og ekkert má út af bera. Íslenskt efnahagslíf er því berskjaldað fyrir höggum, sem snúið kann að vera að fást við," sagði Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira