Endurkoma Schwarzeneggers 29. október 2006 13:54 Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu. Tapaði illaFyrir ári veðjaði Schwarzenegger vinsældum sínum og tapaði illa. Hann leitaði beint til kjósenda í stað þess að leita málamiðlana á fylkisþinginu. Schwarzenegger vildi auka vald ríkisstjóra við fjárlagagerð, takmarka möguleika verkalýðsfélaga til pólitískra afskipta, færa vald til að breyta skipan kjördæma frá fylkisþinginu og auðvelda uppsagnir kennara. Kjósendur höfnuðu því öllu og sáu eftir kostnaðnum við að halda aukakosningarnar. Tortímandinn sjálfur var hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og taldist samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælli en Bush forseti sem segir töluvert í hinni frjálslyndu Kaliforníu. Demókratar töldu sig eiga greiða leið að ríkisstjóraembættinu. Þeir gerðu ekki ráð fyrir því að Arnold Schwarzenegger kæmi fram, viðurkenndi mistök sín og bæði kjósendur afsökunar. Tók upp baráttumál demókrataÞá vanmátu demókratar sigurvilja Schwarzeneggers. Í viðtali við Wall Street Journal í sumar segist hann alltaf stefna á sigur og ekki binda sig við ákveðna hugmyndafræði. Eftir ósigurinn í fyrra má segja að Schwarzenegger hafi slegið öll vopn úr höndum demókrata með því að taka upp þeirra helstu baráttumál. Hann jók verulega fjárframlög til menntunarmála, hækkaði lágmarkslaun og lækkaði lyfjakostnað ótryggðra einstaklinga. Einnig gerðist Schwarzenegger framsækinn umhverfisverndarsinni þegar hann skrifaði undir lög sem takmarka verulega losun gróðurhúsalofttegunda. Hann er nú með verulegt forskot í öllum skoðanakönnunum.Leikarinn og fylkisstjórinnPhil Angelides frambjóðandi demókrata virðist eiga í vonlausri baráttu þegar kemur að athygli fjölmiðla sem hafa meiri áhuga á kvikmyndastjörnu en fyrrverandi fjármálaráðherra fylkisins. Hann kvartaði formlega þegar Schwarzenegger var boðið til Jay Leno og fór fram á jafnan tíma í helsta fjölmiðlum. Lengi vel voru einu sjónvarpsauglýsingarnar úr herbúðum Angelides brot af kosningafundi Bush fyrir tveimur árum þar sem Schwarzenegger er í aðalhlutverki. Hjá Jay Leno sagði Schwarzenegger álíka gáfulegt að bendla sig við Bush og Óskarsverðlaun. Angelides virðist hins vegar hafa meiri trú á leikarahæfileikum austurríska vöðvatröllsins og segir hann sýna snilldartakta í að herma eftir demókrata. Verðlaunaafhendingin verður væntanlega eftir tíu daga. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu. Tapaði illaFyrir ári veðjaði Schwarzenegger vinsældum sínum og tapaði illa. Hann leitaði beint til kjósenda í stað þess að leita málamiðlana á fylkisþinginu. Schwarzenegger vildi auka vald ríkisstjóra við fjárlagagerð, takmarka möguleika verkalýðsfélaga til pólitískra afskipta, færa vald til að breyta skipan kjördæma frá fylkisþinginu og auðvelda uppsagnir kennara. Kjósendur höfnuðu því öllu og sáu eftir kostnaðnum við að halda aukakosningarnar. Tortímandinn sjálfur var hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og taldist samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælli en Bush forseti sem segir töluvert í hinni frjálslyndu Kaliforníu. Demókratar töldu sig eiga greiða leið að ríkisstjóraembættinu. Þeir gerðu ekki ráð fyrir því að Arnold Schwarzenegger kæmi fram, viðurkenndi mistök sín og bæði kjósendur afsökunar. Tók upp baráttumál demókrataÞá vanmátu demókratar sigurvilja Schwarzeneggers. Í viðtali við Wall Street Journal í sumar segist hann alltaf stefna á sigur og ekki binda sig við ákveðna hugmyndafræði. Eftir ósigurinn í fyrra má segja að Schwarzenegger hafi slegið öll vopn úr höndum demókrata með því að taka upp þeirra helstu baráttumál. Hann jók verulega fjárframlög til menntunarmála, hækkaði lágmarkslaun og lækkaði lyfjakostnað ótryggðra einstaklinga. Einnig gerðist Schwarzenegger framsækinn umhverfisverndarsinni þegar hann skrifaði undir lög sem takmarka verulega losun gróðurhúsalofttegunda. Hann er nú með verulegt forskot í öllum skoðanakönnunum.Leikarinn og fylkisstjórinnPhil Angelides frambjóðandi demókrata virðist eiga í vonlausri baráttu þegar kemur að athygli fjölmiðla sem hafa meiri áhuga á kvikmyndastjörnu en fyrrverandi fjármálaráðherra fylkisins. Hann kvartaði formlega þegar Schwarzenegger var boðið til Jay Leno og fór fram á jafnan tíma í helsta fjölmiðlum. Lengi vel voru einu sjónvarpsauglýsingarnar úr herbúðum Angelides brot af kosningafundi Bush fyrir tveimur árum þar sem Schwarzenegger er í aðalhlutverki. Hjá Jay Leno sagði Schwarzenegger álíka gáfulegt að bendla sig við Bush og Óskarsverðlaun. Angelides virðist hins vegar hafa meiri trú á leikarahæfileikum austurríska vöðvatröllsins og segir hann sýna snilldartakta í að herma eftir demókrata. Verðlaunaafhendingin verður væntanlega eftir tíu daga.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira