Afkoma Bakkavarar yfir væntingum 26. október 2006 09:45 Mynd/Haraldur Jónasson Bakkavör Group hf. skilaði 4,6 milljarða króna eða 34,9 milljóna punda hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 68 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins 2 milljörðum króna eða 15 milljón pundum á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er 70 prósenta aukning á milli ára. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi er 3 milljón pundum meira en greiningardeild KB banka hafði spáð. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að hagnaður Bakkavarar nam 6 milljörðum króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins og 2,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Sala félagsins fyrstu níu mánuði ársins nam 116,7 milljörðum króna og 43,6 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður nam 10,9 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum og 4,2 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam 14,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum og jókst um 88 prósent milli tímabila. Þá nam EBITDA á þriðja ársfjórðungi 5,3 milljörðum króna, sem er 49 prósenta aukning. Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti nam 16,2 milljörðum króna og frjálst fjárflæði frá rekstri var 9,1 milljarður króna. Hagnaður á hlut var 1,8 pens á fyrstu níu mánuðum ársins og jókst um 44 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þá nam eigið fé Bakkavarar Group 27,2 milljörðum króna í lok september samanborið við 16,7 milljarða króna í lok síðasta árs. Haft er eftir Ágústí Guðmundssyni, forstjóra Bakkavarar Group, að afkoman endurspegli velgengni félagsins en tímabilið einkenndist af stöðugum vexti og áframhaldandi hagnaði. Afkoma félagsins í Kína er í takt við væntingar stjórnenda og við höldum áfram að leita áhugaverðra tækifæra í Asíu. Í dag kynnum við nýtt merki félagsins og um leið sameinast öll starfsemi okkar undir einu nafni, Bakkavör Group. Þetta endurspeglar styrk og einingu félagsins sem hefur aldrei verið betur í stakk búið til áframhaldandi vaxtar," segir Ágúst. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Bakkavör Group hf. skilaði 4,6 milljarða króna eða 34,9 milljóna punda hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 68 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins 2 milljörðum króna eða 15 milljón pundum á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er 70 prósenta aukning á milli ára. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi er 3 milljón pundum meira en greiningardeild KB banka hafði spáð. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að hagnaður Bakkavarar nam 6 milljörðum króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins og 2,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Sala félagsins fyrstu níu mánuði ársins nam 116,7 milljörðum króna og 43,6 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður nam 10,9 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum og 4,2 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam 14,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum og jókst um 88 prósent milli tímabila. Þá nam EBITDA á þriðja ársfjórðungi 5,3 milljörðum króna, sem er 49 prósenta aukning. Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti nam 16,2 milljörðum króna og frjálst fjárflæði frá rekstri var 9,1 milljarður króna. Hagnaður á hlut var 1,8 pens á fyrstu níu mánuðum ársins og jókst um 44 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þá nam eigið fé Bakkavarar Group 27,2 milljörðum króna í lok september samanborið við 16,7 milljarða króna í lok síðasta árs. Haft er eftir Ágústí Guðmundssyni, forstjóra Bakkavarar Group, að afkoman endurspegli velgengni félagsins en tímabilið einkenndist af stöðugum vexti og áframhaldandi hagnaði. Afkoma félagsins í Kína er í takt við væntingar stjórnenda og við höldum áfram að leita áhugaverðra tækifæra í Asíu. Í dag kynnum við nýtt merki félagsins og um leið sameinast öll starfsemi okkar undir einu nafni, Bakkavör Group. Þetta endurspeglar styrk og einingu félagsins sem hefur aldrei verið betur í stakk búið til áframhaldandi vaxtar," segir Ágúst.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira