Klístri snýr aftur annað kvöld 24. október 2006 22:30 Alan "Klístri" Smith ætlar að vinna sér sæti í byrjunarliðinu á ný NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Alan Smith spilar væntanlega sinn fyrsta leik í níu mánuði í byrjunarliði Manchester United annað kvöld þegar liðið sækir Crewe heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Smith fót- og ökklabrotnaði illa í leik gegn Liverpool á síðustu leiktíð og hefur aðeins komið inn sem varamaður í leikjum United, sem vann einmitt sigur á Crewe á sama stigi þessarar keppni fyrir tveimur árum. Meiðsli Smith forðum voru ansi ljót en liðið vann enska deildarbikarinn átta dögum eftir að hann meiddist á síðustu leiktíð og eftir sigurinn í úrslitaleiknum klæddust allir leikmenn United bolum sem á stóð "Við elskum þig, Klístri" - en það var sérstök batakveðja til Smith sem gengur undir þessu skemmtilega viðurnefni fyrir hárgreiðslur sínar. Smith segist ekki hugsa um meiðsli sín þegar hann gengur inn á völlinn í dag og er ákveðinn í að sanna sig. "Það er enginn sálfræðiþröskuldur fyrir mig að yfirstíga, því ég meiddi mig ekki í tæklingu eða neinu slíku," sagði Smith og bætti við að hann og félagar hans tækju bikarkeppnina alvarlega. "Hér leggja menn alltaf fullt kapp á að vinna alla bikara sem eru í boði og því munum við sannarlega gera allt til að vinna deildarbikarinn. Við unnum þessa keppni í fyrra og viljum gera það aftur. Það eru líka leikmenn að koma úr meiðslum eins og ég og þeir vilja líka ná að vinna sér sæti í byrjunarliðinu og því hlökkum við mikið til leiksins," sagði Smith í samtali við heimasíðu United. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Framherjinn Alan Smith spilar væntanlega sinn fyrsta leik í níu mánuði í byrjunarliði Manchester United annað kvöld þegar liðið sækir Crewe heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Smith fót- og ökklabrotnaði illa í leik gegn Liverpool á síðustu leiktíð og hefur aðeins komið inn sem varamaður í leikjum United, sem vann einmitt sigur á Crewe á sama stigi þessarar keppni fyrir tveimur árum. Meiðsli Smith forðum voru ansi ljót en liðið vann enska deildarbikarinn átta dögum eftir að hann meiddist á síðustu leiktíð og eftir sigurinn í úrslitaleiknum klæddust allir leikmenn United bolum sem á stóð "Við elskum þig, Klístri" - en það var sérstök batakveðja til Smith sem gengur undir þessu skemmtilega viðurnefni fyrir hárgreiðslur sínar. Smith segist ekki hugsa um meiðsli sín þegar hann gengur inn á völlinn í dag og er ákveðinn í að sanna sig. "Það er enginn sálfræðiþröskuldur fyrir mig að yfirstíga, því ég meiddi mig ekki í tæklingu eða neinu slíku," sagði Smith og bætti við að hann og félagar hans tækju bikarkeppnina alvarlega. "Hér leggja menn alltaf fullt kapp á að vinna alla bikara sem eru í boði og því munum við sannarlega gera allt til að vinna deildarbikarinn. Við unnum þessa keppni í fyrra og viljum gera það aftur. Það eru líka leikmenn að koma úr meiðslum eins og ég og þeir vilja líka ná að vinna sér sæti í byrjunarliðinu og því hlökkum við mikið til leiksins," sagði Smith í samtali við heimasíðu United.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira