Alcoa kærir fjórtán mótmælendur 16. ágúst 2006 17:32 Vinna lá niðri hjá fjórtán hundruð manns hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði í morgun. Lögregla klifraði upp í krana til að ná mótmælendum niður. Alcoa Fjarðaál hefur kært fjórtán einstaklinga til lögreglunnar á Eskifirði og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir þetta ekki verða liðið. Um sexleytið í morgun fóru þrettán einstaklingar inn á byggingarsvæði álversins í Reyðarfirði. Lögreglan á Eskifirði var kölluð til og handsamaði flesta þeirra innan stundar. Nokkrir höfðu komið sér fyrir í háum byggingarkrönum eða uppi á húsþökum svo lögreglan átti erfitt með að komast til þeirra. Alls stöðvaðist vinna að einhverju leyti í um átta klukkustundir. Einn mótmælandanna, Erasmus Talbott, sagðist vona að aðgerðir þeirra í dag bæru árangur. Vonandi myndi þetta vekja athygli fólks á málstað mótmælendanna. Alcoa Fjarðarál hefur kært mótmælendurna þrettán og einn að auki sem flutti þá á svæðið og aðstoðaði við innbrotið. Allir nema einn eru erlendir ríkisborgarar. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir kærurnar koma til fyrst og fremst vegna öryggissjónarmiða. Ekki verði liðið að fólk stofni sér og öðrum í lífshættu. Einnig hafi hlotist fjárhagslegt tjón af vinnustöðvun sem hlaupi á tugum milljóna króna. Mótmælendurnir héldu því fram að bygging álversins væri ólögleg og vísuðu í dóm hæstaréttar því til stuðnings. Að sögn Ernu kallar sá dómur hins vegar eftir nýju umhverfismati, sem verið er að ljúka nú, en segir ekkert um lögmæti framkvæmdanna. Aðgerðir mótmælendanna séu ólöglegar og muni ekki verða liðnar verður ekki liðið Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Vinna lá niðri hjá fjórtán hundruð manns hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði í morgun. Lögregla klifraði upp í krana til að ná mótmælendum niður. Alcoa Fjarðaál hefur kært fjórtán einstaklinga til lögreglunnar á Eskifirði og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir þetta ekki verða liðið. Um sexleytið í morgun fóru þrettán einstaklingar inn á byggingarsvæði álversins í Reyðarfirði. Lögreglan á Eskifirði var kölluð til og handsamaði flesta þeirra innan stundar. Nokkrir höfðu komið sér fyrir í háum byggingarkrönum eða uppi á húsþökum svo lögreglan átti erfitt með að komast til þeirra. Alls stöðvaðist vinna að einhverju leyti í um átta klukkustundir. Einn mótmælandanna, Erasmus Talbott, sagðist vona að aðgerðir þeirra í dag bæru árangur. Vonandi myndi þetta vekja athygli fólks á málstað mótmælendanna. Alcoa Fjarðarál hefur kært mótmælendurna þrettán og einn að auki sem flutti þá á svæðið og aðstoðaði við innbrotið. Allir nema einn eru erlendir ríkisborgarar. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir kærurnar koma til fyrst og fremst vegna öryggissjónarmiða. Ekki verði liðið að fólk stofni sér og öðrum í lífshættu. Einnig hafi hlotist fjárhagslegt tjón af vinnustöðvun sem hlaupi á tugum milljóna króna. Mótmælendurnir héldu því fram að bygging álversins væri ólögleg og vísuðu í dóm hæstaréttar því til stuðnings. Að sögn Ernu kallar sá dómur hins vegar eftir nýju umhverfismati, sem verið er að ljúka nú, en segir ekkert um lögmæti framkvæmdanna. Aðgerðir mótmælendanna séu ólöglegar og muni ekki verða liðnar verður ekki liðið
Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira