Gaf rúman milljarð króna til spítala í Kongó 15. ágúst 2006 14:00 Dikembe Mutombo leikur með Houston Rockets NordicPhotos/GettyImages Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm. Mutombo ólst upp í Kongó ásamt níu systkynum sínum, en flutti til Bandaríkjanna og stundaði nám við Georgetown-háskólann þar sem hann ætlaði sér upphaflega að verða læknir. Þetta átti eftir að breytast eftir að hann hóf að leika körfuknattleik, en knattspyrnan átti hug hans allan fram eftir aldri. Sjúkrahúsið í Kinshasa mun kosta um 2 milljarða króna í byggingu og ekki veitir af, því heilsugæslu er stórlega ábótavant í landinu. Eitt af hverjum fimm börnum sem fæðast í landinu deyja fyrir fimm ára aldur, sjúkdómar eins og Malaría, HIV, Mislingar og Kólera hafa grasserað þar lengi og lífslíkur fólks eru 42 ár fyrir karlmenn og 47 ár fyrir konur. Mutombo sjálfur var mjög hætt kominn árið 1999 þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna eftir heimsókn til Kongó, en þá veiktist hann af Malaríu og hneig niður eftir leik á undirbúningstímabilinu. Hann var færður á spítala í Atlanta, þar sem aðeins tilviljun réði því að læknar fundu út hvað var að honum. Svo ótrúlega vildi til að lærlingur frá Afríku var við störf á sjúkrahúsinu og þekkti einkennin, sem urðu til þess að bjarga lífi Mutombo. Hann hefur alla tíð verið mjög ötull við að gefa fé til góðgerðarmála í heimalandi sínu og er þessi nýjasta og rausnarlegasta gjöf hans eflaust gefin með atburði ársins 1997 í huga, en þá lést móðir hans af veikindum. Á þeim tíma var mikil ólga í Kinshasa og þó sjúkrahúsið væri stutt frá heimili hennar, tókst ekki að koma henni undir læknishendur í tæka tíð, því göturnar voru tepptar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm. Mutombo ólst upp í Kongó ásamt níu systkynum sínum, en flutti til Bandaríkjanna og stundaði nám við Georgetown-háskólann þar sem hann ætlaði sér upphaflega að verða læknir. Þetta átti eftir að breytast eftir að hann hóf að leika körfuknattleik, en knattspyrnan átti hug hans allan fram eftir aldri. Sjúkrahúsið í Kinshasa mun kosta um 2 milljarða króna í byggingu og ekki veitir af, því heilsugæslu er stórlega ábótavant í landinu. Eitt af hverjum fimm börnum sem fæðast í landinu deyja fyrir fimm ára aldur, sjúkdómar eins og Malaría, HIV, Mislingar og Kólera hafa grasserað þar lengi og lífslíkur fólks eru 42 ár fyrir karlmenn og 47 ár fyrir konur. Mutombo sjálfur var mjög hætt kominn árið 1999 þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna eftir heimsókn til Kongó, en þá veiktist hann af Malaríu og hneig niður eftir leik á undirbúningstímabilinu. Hann var færður á spítala í Atlanta, þar sem aðeins tilviljun réði því að læknar fundu út hvað var að honum. Svo ótrúlega vildi til að lærlingur frá Afríku var við störf á sjúkrahúsinu og þekkti einkennin, sem urðu til þess að bjarga lífi Mutombo. Hann hefur alla tíð verið mjög ötull við að gefa fé til góðgerðarmála í heimalandi sínu og er þessi nýjasta og rausnarlegasta gjöf hans eflaust gefin með atburði ársins 1997 í huga, en þá lést móðir hans af veikindum. Á þeim tíma var mikil ólga í Kinshasa og þó sjúkrahúsið væri stutt frá heimili hennar, tókst ekki að koma henni undir læknishendur í tæka tíð, því göturnar voru tepptar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins