Lazio og Fiorentina áfram í A-deild - AC Milan í meistaradeild 25. júlí 2006 19:09 Juventus verður áfram í B-deildinni, en ekki verða jafn mörg stig dregin af liðinu og upphaflega stóð til Lazio og Fiorentina halda sæti sínu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu, en Juventus verður áfram í B-deildinni. Þetta var úrskurður áfrýjunardómstóls á Ítalíu sem tilkynnti þessa niðurstöðu í kvöld. Juventus fær þó örlítið mildari refsingu en á dögunum, því dregin verða 17 stig af liðinu í upphafi leiktíðar í stað 30. Stig verða einnig dregin af Lazio og Fiorentina í A-deildinni. Lazio byrjar leiktíðina með 11 stig í mínus og Fiorentina hefur leik með 19 stig í mínus. AC Milan, fjórða liðið sem viðriðið var málið, fær stigafrádrátt sinn minnkaðan úr 15 stigum í 8 og það sem meira er - endurheimtir liðið sæti sitt í meistaradeild Evrópu. Juventus og Fiorentina þurfa að spila fyrstu þrjá heimaleiki sína á næstu leiktíð fyrir luktum dyrum, Lazio fyrstu tvo og AC Milan fyrsta leik sinn. Ákvörðunin um að svipta Juventus tveimur síðustu meistaratitlum sínum stendur og hafa forráðamenn félagsins gefið það út að þeir muni áfrýja þessari nýjustu niðurstöðu enn frekar. Það er því ljóst að Inter Milan, Roma, Chievo og AC Milan verða fulltrúar Ítala í meistaradeildinni á næstu leiktíð og lið Palermo, Livorno og Parma taka þátt í Evrópukeppni félagsliða. Segja má að Lecce og Treviso séu þau lið sem tapa mest á niðurstöðu áfrýjunardómstólsins í kvöld. Þessi lið enduðu í tveimur neðstu sætum A-deildarinnar í vor og áttu að fá sæti Fiorentina og Lazio. Þriðja neðsta liðið í vor, Messina, heldur því sæti sínu í A-deildinni, þrátt fyrir að hafa í raun fallið í vor, en liðið tekur sæti Juventus. Það er þó enn ekki öruggt í ljósi þess að Juventus hefur ekki sagt sitt síðasta í málinu. Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Lazio og Fiorentina halda sæti sínu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu, en Juventus verður áfram í B-deildinni. Þetta var úrskurður áfrýjunardómstóls á Ítalíu sem tilkynnti þessa niðurstöðu í kvöld. Juventus fær þó örlítið mildari refsingu en á dögunum, því dregin verða 17 stig af liðinu í upphafi leiktíðar í stað 30. Stig verða einnig dregin af Lazio og Fiorentina í A-deildinni. Lazio byrjar leiktíðina með 11 stig í mínus og Fiorentina hefur leik með 19 stig í mínus. AC Milan, fjórða liðið sem viðriðið var málið, fær stigafrádrátt sinn minnkaðan úr 15 stigum í 8 og það sem meira er - endurheimtir liðið sæti sitt í meistaradeild Evrópu. Juventus og Fiorentina þurfa að spila fyrstu þrjá heimaleiki sína á næstu leiktíð fyrir luktum dyrum, Lazio fyrstu tvo og AC Milan fyrsta leik sinn. Ákvörðunin um að svipta Juventus tveimur síðustu meistaratitlum sínum stendur og hafa forráðamenn félagsins gefið það út að þeir muni áfrýja þessari nýjustu niðurstöðu enn frekar. Það er því ljóst að Inter Milan, Roma, Chievo og AC Milan verða fulltrúar Ítala í meistaradeildinni á næstu leiktíð og lið Palermo, Livorno og Parma taka þátt í Evrópukeppni félagsliða. Segja má að Lecce og Treviso séu þau lið sem tapa mest á niðurstöðu áfrýjunardómstólsins í kvöld. Þessi lið enduðu í tveimur neðstu sætum A-deildarinnar í vor og áttu að fá sæti Fiorentina og Lazio. Þriðja neðsta liðið í vor, Messina, heldur því sæti sínu í A-deildinni, þrátt fyrir að hafa í raun fallið í vor, en liðið tekur sæti Juventus. Það er þó enn ekki öruggt í ljósi þess að Juventus hefur ekki sagt sitt síðasta í málinu.
Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn