Gagnrýna kaupin á svæði Gusts harðlega 10. maí 2006 17:34 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að greiða eigendum hesthúsalóða 27 þúsund krónur fyrir fermetrann á hesthúsasvæði Gusts. Á sama tíma hefur bærinn vísað deilu um lóðaverð á Vatnsendasvæðinu til dómstóla, þar sem hann telur 4.500 krónur fyrir fermetrann vera allt of hátt verð.Mikill órói skapaðist um hesthúsabyggð Gusts í Glaðheimum síðasta haust þegar fjárfestingafélagið KGR tók til við að kaupa upp hesthús. KGR tókst að kaupa fjörutíu prósent hesthúsa sem standa á um fimmtán prósentum hesthúsabyggðarinnar.Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að kaupa hesthúsin og lóðirnar og nemur kostnaður við það um þremur milljörðum króna. Svæðið er í eigu Kópavogsbæjar en Gustur hafði afnotarétt af því til ársins 2038. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar greiðir bærinn um þrjá milljarða fyrir svæðið núna.Samfylkingarmenn í bæjarstjórn eru afar ósáttir við þetta. "Þetta er mjög vondur samningur fyrir Kópavogsbæ," segir Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar. "Bærinn ætlar þarna að borga ákveðnum aðilum, uppkaupsmönnum, 68 þúsund krónur á fermetrann fyrir land sem Kópavogsbær á. Það er verið að gera samning um að eyða þremur milljörðum af fé bæjarbúa, og það var samþykkt að taka fyrir því sérstakt lán í gær, til að bjarga einhverjum fasteignabröskurum."Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðismanna, gefur lítið fyrir ummæli Flosa og segir Samfylkinguna hafa skipt um skoðun í málinu trekk í trekk. Hann segir Gustsmenn hafa óskað eftir aðkomu bæjaryfirvalda. "Við oddvitanir fórum yfir það mál eins og okkur var falið af bæjarráði," segir Gunnar. "Við komumst að því að þetta var mjög hagfellt mál til að leysa málefni Gusts til framtíðar, með því að flytja félagið á Kjóavelli, og hins vegar er þetta verulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsjóð og skattgreiðendur í Kópavogi."Gunnar segir að svæðinu verði úthlutað undir íbúðabyggð í nokkrum áföngum vegna þess hversu stórt það sé. Hann á von á að þegar á þessu ári verði búið að fá tvo milljarða króna upp í þriggja milljarða króna kaupverðið.Samfylkingin lagði til að í stað þess að kaupa upp Gustssvæðið yrði gengið til samninga við félagið um að öllum hesthúsaeigendum yrði tryggð ný og góð hesthús á Kjóavöllum fyrir sanngjarnt verð. Gunnar gefur lítið fyrir þetta og segir að tillagan myndi leiða til þess að Gustur klofnaði þar sem einungis þeim sem nú eiga hesthús væri boðið hesthús á nýja staðnum. Þeir sem væru búnir að selja væru skildir útundan. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að greiða eigendum hesthúsalóða 27 þúsund krónur fyrir fermetrann á hesthúsasvæði Gusts. Á sama tíma hefur bærinn vísað deilu um lóðaverð á Vatnsendasvæðinu til dómstóla, þar sem hann telur 4.500 krónur fyrir fermetrann vera allt of hátt verð.Mikill órói skapaðist um hesthúsabyggð Gusts í Glaðheimum síðasta haust þegar fjárfestingafélagið KGR tók til við að kaupa upp hesthús. KGR tókst að kaupa fjörutíu prósent hesthúsa sem standa á um fimmtán prósentum hesthúsabyggðarinnar.Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að kaupa hesthúsin og lóðirnar og nemur kostnaður við það um þremur milljörðum króna. Svæðið er í eigu Kópavogsbæjar en Gustur hafði afnotarétt af því til ársins 2038. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar greiðir bærinn um þrjá milljarða fyrir svæðið núna.Samfylkingarmenn í bæjarstjórn eru afar ósáttir við þetta. "Þetta er mjög vondur samningur fyrir Kópavogsbæ," segir Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar. "Bærinn ætlar þarna að borga ákveðnum aðilum, uppkaupsmönnum, 68 þúsund krónur á fermetrann fyrir land sem Kópavogsbær á. Það er verið að gera samning um að eyða þremur milljörðum af fé bæjarbúa, og það var samþykkt að taka fyrir því sérstakt lán í gær, til að bjarga einhverjum fasteignabröskurum."Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðismanna, gefur lítið fyrir ummæli Flosa og segir Samfylkinguna hafa skipt um skoðun í málinu trekk í trekk. Hann segir Gustsmenn hafa óskað eftir aðkomu bæjaryfirvalda. "Við oddvitanir fórum yfir það mál eins og okkur var falið af bæjarráði," segir Gunnar. "Við komumst að því að þetta var mjög hagfellt mál til að leysa málefni Gusts til framtíðar, með því að flytja félagið á Kjóavelli, og hins vegar er þetta verulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsjóð og skattgreiðendur í Kópavogi."Gunnar segir að svæðinu verði úthlutað undir íbúðabyggð í nokkrum áföngum vegna þess hversu stórt það sé. Hann á von á að þegar á þessu ári verði búið að fá tvo milljarða króna upp í þriggja milljarða króna kaupverðið.Samfylkingin lagði til að í stað þess að kaupa upp Gustssvæðið yrði gengið til samninga við félagið um að öllum hesthúsaeigendum yrði tryggð ný og góð hesthús á Kjóavöllum fyrir sanngjarnt verð. Gunnar gefur lítið fyrir þetta og segir að tillagan myndi leiða til þess að Gustur klofnaði þar sem einungis þeim sem nú eiga hesthús væri boðið hesthús á nýja staðnum. Þeir sem væru búnir að selja væru skildir útundan.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira