Leikmenn Miami fá sektir og leikbönn 29. apríl 2006 20:40 Stutt er síðan Shaquille O´Neal þurfti að punga út annari eins upphæð fyrir að gagnrýna dómara, en honum og félögum hans í Miami væri hollara að fara að einbeita sér að liði Chicago, sem er til alls líklegt í næsta leik NordicPhotos/GettyImages Leikmenn Miami Heat hafa verið meira áberandi fyrir agabrot og kveinstafi en að spila góðan körfubolta það sem af er úrslitakeppninni í ár. Udonis Haslem hefur þegar setið af sér bann fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur og nú þarf Shaquille O´Neal að opna budduna og greiða háa sekt, á meðan James Posey verður í banni í næsta leik fyrir agabrot í þriðja leik liðsins við Chicago í fyrrinótt. Shaquille O´Neal hefur verið sektaður um 25.000 dollara fyrir að gagnrýna dómarana harðlega eftir tapleikinn gegn Chicago í fyrrakvöld. O´Neal átti þar líklega einhvern lélegasta leik sinn á ferlinum og var í villuvandræðum allan leikinn. Hann skoraði aðeins 8 stig og tapaði 7 boltum í leiknum. O´Neal misbauð svo dómgæslan í leiknum að hann sagði að dómararnir hefðu niðurlægt sig með dómum sínum í leiknum og þarf nú að greiða himinháa sekt fyrir. Þess ber til gamans að geta að þó gagnrýni tröllsins á dómarana hafi vissulega farið yfir strikið - hafði hann mjög mikið til síns máls því margar ákvarðanir þeirra gráklæddu í leiknum voru vægast sagt undarlegar. James Posey verður í leikbanni í fjórða leik liðanna eftir að aganefnd fór yfir atvik sem átti sér stað undir lok þriðja leiksins þegar Posey setti öxlina í Kirk Hinrich hjá Chicago í hraðaupphlaupi og braut á honum í hreinum ásetningi. Brotið átti sér einmitt stað beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem var á meðal áhorfenda á leiknum, en Jackson er sá sem hefur mest að gera með úrskurði aganefndarinnar í deildinni. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Leikmenn Miami Heat hafa verið meira áberandi fyrir agabrot og kveinstafi en að spila góðan körfubolta það sem af er úrslitakeppninni í ár. Udonis Haslem hefur þegar setið af sér bann fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur og nú þarf Shaquille O´Neal að opna budduna og greiða háa sekt, á meðan James Posey verður í banni í næsta leik fyrir agabrot í þriðja leik liðsins við Chicago í fyrrinótt. Shaquille O´Neal hefur verið sektaður um 25.000 dollara fyrir að gagnrýna dómarana harðlega eftir tapleikinn gegn Chicago í fyrrakvöld. O´Neal átti þar líklega einhvern lélegasta leik sinn á ferlinum og var í villuvandræðum allan leikinn. Hann skoraði aðeins 8 stig og tapaði 7 boltum í leiknum. O´Neal misbauð svo dómgæslan í leiknum að hann sagði að dómararnir hefðu niðurlægt sig með dómum sínum í leiknum og þarf nú að greiða himinháa sekt fyrir. Þess ber til gamans að geta að þó gagnrýni tröllsins á dómarana hafi vissulega farið yfir strikið - hafði hann mjög mikið til síns máls því margar ákvarðanir þeirra gráklæddu í leiknum voru vægast sagt undarlegar. James Posey verður í leikbanni í fjórða leik liðanna eftir að aganefnd fór yfir atvik sem átti sér stað undir lok þriðja leiksins þegar Posey setti öxlina í Kirk Hinrich hjá Chicago í hraðaupphlaupi og braut á honum í hreinum ásetningi. Brotið átti sér einmitt stað beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem var á meðal áhorfenda á leiknum, en Jackson er sá sem hefur mest að gera með úrskurði aganefndarinnar í deildinni.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira