Engin óvænt úrslit 23. apríl 2006 12:12 Leikmaður gærkvöldsins, Lebron James. Getty Úrslittakeppnin fór vel af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum sem allir unnust á heimavelli. Lebron James átti stórleik í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni og var með þrefalda tvennu og leiddi Cleveland örugglega til sigurs. San Antonio hófu titilvörnina með sannfærandi 34 stiga sigri á Sacramento. Lebron James lék allar 48 mínúturnar fyrir Cavs gegn Washington Wizards og skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Sannarlega stórkostleg frammistaða hjá þessum kornunga leikmanni. Gilbert Arenas reyndi að draga vagninn fyrir Wizards en 26 stig frá honum dugðu skammt og var sigur Cleveland öruggari en tölurnar, 97-84, gefa til kynna. Meistararnir í San Antonio Spurs tóku Sacramento Kings í kennslustund í körfubolta og var sigurinn aldrei í hættu. Spurs sýndu hversu mikla breidd þeir hafa og sjö leikmenn skoruðu 10 stig eða meira og yfir 50 stig komu frá leikmönnum sem sátu á bekknum í byrjun leiks. Franski leikstjórnandinn Tony Parker skoraði mest, 25 stig. Athygli vekur að enginn leikmanna Spurs lék meira en 25 mínútur í gærkvöldi og kemur það eflaust til með að hjálpa þeim mikið þegar líður á úrslitakeppnina. Hjá Sacramento var Mike Bibby með 17 stig og Ron Artest með 16 í tilþrifalitlum leik hjá Kings. Lokatölur 122-88 fyrir Spurs. Miami Heat nutu reynslunnar úr úrslitakeppninni í fyrra í naumum 111-106 sigri á Chicago Bulls. Dwayne Wade skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar og tröllið Shaquille O'neal setti 27 stig og tók 16 fráköst. Hjá Chicago var Ben Gordon allt í öllu í sóknarleiknum og setti 35 stig. Þessi sería gæti vel orðið spennandi enda Chicago með baráttuglatt lið. Wade og Shaq ættu hinsvegar að hafa getu og reynslu til að fara langt í úrslitakeppninni. Í fjórða leik gærkvöldsins áttust LA Clippers og Denver Nuggets við og þar lék Elton Brand sinn fyrsta leik í úrslitakeppni eftir að hafa leikið yfir 500 deildarleiki. Leikurinn var jafn og spennandi og litlu munaði að Nuggets tækist að stela sigrinum með góðum leik í síðasta leikhlutanum. Hjá Nuggets sáu þeir Carmelo Anthony og Andre Miller nánast einir um stigaskor en þeir settu 25 stig hvor. Hjá Clippers voru hinsvegar fleiri sem virtust geta skorað og skildi það á milli liðanna. Elton Brand var stigahæstur með 21 stig og gamli refurinn Sam Cassell sýndi að reynslan er gulls ígildi og setti 19 stig og gaf 7 fráköst. Cassell vill eflaust reyna að komast sem lengst með þetta Clipperslið en hann á tvo meistarahringa í safninu sem þó gæti aðeins verið farið að falla á, en þá vann hann með Houston Rockets 94 og 95. Í kvöld eru svo aftur fjórir leikir; Phoenix Suns með Steve Nash í broddi fylkingar eiga við Kobe og félaga í LA Lakers, Dallas Mavericks mæta Memphis Grizzlies, besta lið vetrarins Detroit Pistons eru sigurstranglegir gegn Milwaukee Bucks og New Jersey Nets leika við Indiana Pacers. Leikur Suns og Lakers verður í beinni á Sýn og hefst útsending kl. 22 í kvöld. NBA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Úrslittakeppnin fór vel af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum sem allir unnust á heimavelli. Lebron James átti stórleik í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni og var með þrefalda tvennu og leiddi Cleveland örugglega til sigurs. San Antonio hófu titilvörnina með sannfærandi 34 stiga sigri á Sacramento. Lebron James lék allar 48 mínúturnar fyrir Cavs gegn Washington Wizards og skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Sannarlega stórkostleg frammistaða hjá þessum kornunga leikmanni. Gilbert Arenas reyndi að draga vagninn fyrir Wizards en 26 stig frá honum dugðu skammt og var sigur Cleveland öruggari en tölurnar, 97-84, gefa til kynna. Meistararnir í San Antonio Spurs tóku Sacramento Kings í kennslustund í körfubolta og var sigurinn aldrei í hættu. Spurs sýndu hversu mikla breidd þeir hafa og sjö leikmenn skoruðu 10 stig eða meira og yfir 50 stig komu frá leikmönnum sem sátu á bekknum í byrjun leiks. Franski leikstjórnandinn Tony Parker skoraði mest, 25 stig. Athygli vekur að enginn leikmanna Spurs lék meira en 25 mínútur í gærkvöldi og kemur það eflaust til með að hjálpa þeim mikið þegar líður á úrslitakeppnina. Hjá Sacramento var Mike Bibby með 17 stig og Ron Artest með 16 í tilþrifalitlum leik hjá Kings. Lokatölur 122-88 fyrir Spurs. Miami Heat nutu reynslunnar úr úrslitakeppninni í fyrra í naumum 111-106 sigri á Chicago Bulls. Dwayne Wade skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar og tröllið Shaquille O'neal setti 27 stig og tók 16 fráköst. Hjá Chicago var Ben Gordon allt í öllu í sóknarleiknum og setti 35 stig. Þessi sería gæti vel orðið spennandi enda Chicago með baráttuglatt lið. Wade og Shaq ættu hinsvegar að hafa getu og reynslu til að fara langt í úrslitakeppninni. Í fjórða leik gærkvöldsins áttust LA Clippers og Denver Nuggets við og þar lék Elton Brand sinn fyrsta leik í úrslitakeppni eftir að hafa leikið yfir 500 deildarleiki. Leikurinn var jafn og spennandi og litlu munaði að Nuggets tækist að stela sigrinum með góðum leik í síðasta leikhlutanum. Hjá Nuggets sáu þeir Carmelo Anthony og Andre Miller nánast einir um stigaskor en þeir settu 25 stig hvor. Hjá Clippers voru hinsvegar fleiri sem virtust geta skorað og skildi það á milli liðanna. Elton Brand var stigahæstur með 21 stig og gamli refurinn Sam Cassell sýndi að reynslan er gulls ígildi og setti 19 stig og gaf 7 fráköst. Cassell vill eflaust reyna að komast sem lengst með þetta Clipperslið en hann á tvo meistarahringa í safninu sem þó gæti aðeins verið farið að falla á, en þá vann hann með Houston Rockets 94 og 95. Í kvöld eru svo aftur fjórir leikir; Phoenix Suns með Steve Nash í broddi fylkingar eiga við Kobe og félaga í LA Lakers, Dallas Mavericks mæta Memphis Grizzlies, besta lið vetrarins Detroit Pistons eru sigurstranglegir gegn Milwaukee Bucks og New Jersey Nets leika við Indiana Pacers. Leikur Suns og Lakers verður í beinni á Sýn og hefst útsending kl. 22 í kvöld.
NBA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira