Mikill missir vegna lítils penings 2. mars 2006 12:30 Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið.Þingmenn furðuðu sig á því að kjaradeila ljósmæðra við heilbrigðisráðuneytið hefði gengið svo langt, sérstaklega í ljósi þess hversu lítið bæri í milli."Ef farið væri eftir ítrustu kröfum ljósmæðra myndi það valda fimmtán milljóna króna viðbótarkostnaði á ári fyrir ríkissjóð," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þetta er ekki neitt, neitt til að bregðast við."Heilbrigðisráðherra sagði að samkvæmt sínum upplýsingum hefði heldur þokast í samkomulagsátt. "Hér er ekki um að ræða neinar tiltakanlega háar upphæðir," sagði hann. "Þetta er ekki stór hópur en við erum að ræða prósentuhækkanir og viðmiðanir við viðmiðunarstéttir. Það er það sem stendur á í þessu máli."Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að við samningagerð mættu stjórnvöld hafa í huga að talsverður sparnaður hefði þegar skilað sér í heilbrigðiskerfið og ríkissjóð vegna heimaþjónustunnar. "Það er búið að nýta þetta húsnæði og mannskap í aðra starfsemi þannig að ríkið er að spara óhemju fé á þessu."Fleiri þingmenn höfðu áhyggjur af stöðu mála. "Hvernig má það vera, frú forseti, að það er teflt á tæpasta vað í þessari þjónustu," spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir. "Hvernig má það vera að hún er látin niður falla sólarhringum saman og að sé í raun ekki ljóst hvenær hún verður tekin upp aftur." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið.Þingmenn furðuðu sig á því að kjaradeila ljósmæðra við heilbrigðisráðuneytið hefði gengið svo langt, sérstaklega í ljósi þess hversu lítið bæri í milli."Ef farið væri eftir ítrustu kröfum ljósmæðra myndi það valda fimmtán milljóna króna viðbótarkostnaði á ári fyrir ríkissjóð," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þetta er ekki neitt, neitt til að bregðast við."Heilbrigðisráðherra sagði að samkvæmt sínum upplýsingum hefði heldur þokast í samkomulagsátt. "Hér er ekki um að ræða neinar tiltakanlega háar upphæðir," sagði hann. "Þetta er ekki stór hópur en við erum að ræða prósentuhækkanir og viðmiðanir við viðmiðunarstéttir. Það er það sem stendur á í þessu máli."Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að við samningagerð mættu stjórnvöld hafa í huga að talsverður sparnaður hefði þegar skilað sér í heilbrigðiskerfið og ríkissjóð vegna heimaþjónustunnar. "Það er búið að nýta þetta húsnæði og mannskap í aðra starfsemi þannig að ríkið er að spara óhemju fé á þessu."Fleiri þingmenn höfðu áhyggjur af stöðu mála. "Hvernig má það vera, frú forseti, að það er teflt á tæpasta vað í þessari þjónustu," spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir. "Hvernig má það vera að hún er látin niður falla sólarhringum saman og að sé í raun ekki ljóst hvenær hún verður tekin upp aftur."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira