Best að sitja sem fastast 25. janúar 2006 17:03 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. MYND/Vilhelm Kristinn H. Gunnarsson segist ekki á þeim buxunum að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir harða gagnrýni Gunnars Braga Sveinssonar, sveitarstjórnarmanns og miðstjórnarmanns í Framsóknarflokknum, sem segir réttast að Kristinn láti af þingmennsku. Gunnar Bragi Sveinsson, sem sæti á í miðstjórn Framsóknarflokksins og er sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, fer hörðum orðum um Kristinn H. Gunnarsson, þingmann Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Gunnar segir Kristinn hvítþvo sig af erfiðum málum en koma fram með geislabaug þegar eitthvað vinsælt sé í gangi. "Þetta skaðar flokkinn, þetta skaðar kjördæmið og við höfum ekkert við slíka þingmenn að gera." Kristinn segir Gunnar Braga löngum hafa gagnrýnt sig og því komi gagnrýnin ekki á óvart. En á hann samleið með Framsóknarflokknum? "Í þeim málum sem hefur skorist í odda hefur nú afstaða kjósenda og stuðningsmanna Framsóknarflokksins undantekningalaust verið sú sama og ég hef haft," segir Kristinn. Þessu er Gunnar Bragi ekki sammála. Hann segir málflutning Kristins vera þann sama nú og þegar Kristinn var þingmaður Alþýðubandalagsins, þetta megi auðveldlega sjá með því að bera saman greinar sem Kristinn hefur skrifað í gegnum tíðina og megi nálgast á vef Kristins. "Ég mótmæli því sem hann heldur fram að allir Framsóknarmenn séu sammála hans stefnu og skoðun, það er langt, langt frá því," segir Gunnar Bragi. Það er þó ólíklegt að Gunnari Braga verði að ósk sinni um að Kristinn láti af þingmennsku. "Ég held að besta svarið við svona kveðjum sé að sitja sem fastast," segir Kristinn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson segist ekki á þeim buxunum að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir harða gagnrýni Gunnars Braga Sveinssonar, sveitarstjórnarmanns og miðstjórnarmanns í Framsóknarflokknum, sem segir réttast að Kristinn láti af þingmennsku. Gunnar Bragi Sveinsson, sem sæti á í miðstjórn Framsóknarflokksins og er sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, fer hörðum orðum um Kristinn H. Gunnarsson, þingmann Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Gunnar segir Kristinn hvítþvo sig af erfiðum málum en koma fram með geislabaug þegar eitthvað vinsælt sé í gangi. "Þetta skaðar flokkinn, þetta skaðar kjördæmið og við höfum ekkert við slíka þingmenn að gera." Kristinn segir Gunnar Braga löngum hafa gagnrýnt sig og því komi gagnrýnin ekki á óvart. En á hann samleið með Framsóknarflokknum? "Í þeim málum sem hefur skorist í odda hefur nú afstaða kjósenda og stuðningsmanna Framsóknarflokksins undantekningalaust verið sú sama og ég hef haft," segir Kristinn. Þessu er Gunnar Bragi ekki sammála. Hann segir málflutning Kristins vera þann sama nú og þegar Kristinn var þingmaður Alþýðubandalagsins, þetta megi auðveldlega sjá með því að bera saman greinar sem Kristinn hefur skrifað í gegnum tíðina og megi nálgast á vef Kristins. "Ég mótmæli því sem hann heldur fram að allir Framsóknarmenn séu sammála hans stefnu og skoðun, það er langt, langt frá því," segir Gunnar Bragi. Það er þó ólíklegt að Gunnari Braga verði að ósk sinni um að Kristinn láti af þingmennsku. "Ég held að besta svarið við svona kveðjum sé að sitja sem fastast," segir Kristinn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira