Árangurinn kom Ásthildi á óvart 22. janúar 2006 12:14 Ásthildur Helgadóttir segir árangurinn hafa komið sér á óvart. MYND/E.Ól. Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kom sá og sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún kom til landsins á föstudag fyrir rúmri viku skömmu eftir að hafa lokið prófum í Svíþjóð þar sem hún er í námi, setti stefnuna á fjórða sæti listans og hreppti það. Síðdegis í dag heldur hún svo aftur út til að ljúka ritgerð við skólann. Ásthildur segir árangur sinn hafa komið sér á óvart. Mikil barátta hafi verið um annað sætið og því hafi hún frekar átt von á því að lenda í fimmta sæti en því fjórða og hefði orðið ánægð með þann árangur. Ásthildur er að klára nám sitt og segist flytjast heim í næsta mánuði. Það ríkti mikil eftirvænting í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gærkvöldi þegar úrslitin voru kynnt. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sóttist einn eftir að leiða listann og fékk sjötíu prósent atkvæða í fyrsta sætið. Baráttan stóð hins vegar um annað sætið sem fjórir frambjóðendur höfðu sett stefnuna á að ná. Þar stóð Gunnsteinn Sigurðsson uppi sem sigurvegari en Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar varð í þriðja sæti. Nýliðinn Ásthildur Helgadóttir hreppti sem fyrr segir fjórða sæti listans, bæjarfulltrúinn Sigurrós Þorgrímsdóttir endaði í því fimmta og næstar komu Margrét Björnsdóttir og Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir. Athygli vekur að tvö þeirra fjögurra sem stefndu á annað sætið sátu uppi í tíunda og ellefta sæti, það eru þau Jóhanna Thorsteinsson og Bragi Michaelsson. Úrslit prófkjörsins 1. Gunnar Ingi Birgisson 2. Gunnsteinn Sigurðsson 3. Ármann Kr. Ólafsson. 4. Ásthildur Helgadóttir 5. Sigurrós Þorgrímsdóttir 6. Margrét Björnsdóttir 7. Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir 8. Gróa Ásgeirsdóttir 9. Lovísa Ólafsdóttir 10. Jóhanna Thorsteinson 11. Bragi Michaelsson 12. Gísli Rúnar Gíslason 13. Hallgrímur Viðar Arnarson 14. Pétur Magnús Birgisson 15. Ingimundur Kristinn Magnússon Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kom sá og sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún kom til landsins á föstudag fyrir rúmri viku skömmu eftir að hafa lokið prófum í Svíþjóð þar sem hún er í námi, setti stefnuna á fjórða sæti listans og hreppti það. Síðdegis í dag heldur hún svo aftur út til að ljúka ritgerð við skólann. Ásthildur segir árangur sinn hafa komið sér á óvart. Mikil barátta hafi verið um annað sætið og því hafi hún frekar átt von á því að lenda í fimmta sæti en því fjórða og hefði orðið ánægð með þann árangur. Ásthildur er að klára nám sitt og segist flytjast heim í næsta mánuði. Það ríkti mikil eftirvænting í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gærkvöldi þegar úrslitin voru kynnt. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sóttist einn eftir að leiða listann og fékk sjötíu prósent atkvæða í fyrsta sætið. Baráttan stóð hins vegar um annað sætið sem fjórir frambjóðendur höfðu sett stefnuna á að ná. Þar stóð Gunnsteinn Sigurðsson uppi sem sigurvegari en Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar varð í þriðja sæti. Nýliðinn Ásthildur Helgadóttir hreppti sem fyrr segir fjórða sæti listans, bæjarfulltrúinn Sigurrós Þorgrímsdóttir endaði í því fimmta og næstar komu Margrét Björnsdóttir og Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir. Athygli vekur að tvö þeirra fjögurra sem stefndu á annað sætið sátu uppi í tíunda og ellefta sæti, það eru þau Jóhanna Thorsteinsson og Bragi Michaelsson. Úrslit prófkjörsins 1. Gunnar Ingi Birgisson 2. Gunnsteinn Sigurðsson 3. Ármann Kr. Ólafsson. 4. Ásthildur Helgadóttir 5. Sigurrós Þorgrímsdóttir 6. Margrét Björnsdóttir 7. Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir 8. Gróa Ásgeirsdóttir 9. Lovísa Ólafsdóttir 10. Jóhanna Thorsteinson 11. Bragi Michaelsson 12. Gísli Rúnar Gíslason 13. Hallgrímur Viðar Arnarson 14. Pétur Magnús Birgisson 15. Ingimundur Kristinn Magnússon
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira