Fyrirtæki sem ríkisborgari? 15. desember 2006 05:00 Ef litið væri á fyrirtæki sem ríkisborgara gætum við heimfært þá samfélagsábyrgð, sem við teljum einstaklinga hafa yfir á fyrirtæki, og þannig vænst þess að það taki sömu siðferðislegu, félagslegu og umhverfislegu ábyrgð og skyldur sem krafist er af öllum eða flestum þjóðfélagsþegnum. En hvernig getur fyrirtæki axlað slíka ábyrgð? Mikilvægt er að fyrirtæki setji sér siðareglur og geri samfélagsábyrgð að hluta af þeim fyrirtækisstefnum sem það ætlar sér að fylgja. Mjög mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækis fylgist náið með að slíkum stefnum sé framfylgt og komi þannig í veg fyrir hvers konar brot á þeim. Slíkt gagnsæi og upplýsingaflæði tengist beint áhættustjórnun, sem hvert fyrirtæki ætti að hafa á takteinum. Það skiptir sköpum fyrir fyrirtæki að tileinka sér sterkt viðskiptasiðferði. Þannig er hægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra innan fyrirtækis og langtímamarkmið vega þá þyngra en skammtímamarkmið. Sem dæmi, ef fyrirtæki stundar kaup og sölu, að eiga ekki viðskipti við þann aðila sem framleiðir vörur sínar undir annarlegum kringumstæðum þó það sé besta verðið þá stundina, og taka þar af leiðandi þá áhættu að skaða ímynd fyrirtækisins og mögulega framtíðarviðskipti, sem og auka óánægju starfsfólks. Fyrirtæki getur tekið félagslega ábyrgð með því að ráða ekki til sín einsleitan hóp einstaklinga, heldur ráði meðvitað til sín fólk af báðum kynjum og ólíkum bakgrunni, sérstaklega er kemur að stjórnunarstörfum, og skapar starfsaðstæður sem tekur tillit til ólíkra þarfa einstaklinga/hópa. Slíkt eykur jákvæð viðhorf til fyrirtækisins og minnkar líkurnar á því að einn eða fleiri hópar þjóðfélagsins líti fyrirtækið hornauga. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Fyrirtæki geta stuðlað að slíkri þróun með því að nota umhverfisvæna tækni og minnka losun úrgans og mengunar. Fyrirtækið stuðlar þannig að sjálfbærri þróun þess samfélags sem það starfar í, og heldur frekar í við hina hraðbreytilegu tækni. Það er í hag fyrirtækis að mynda sér heildstæða stefnu í þessum málaflokki og fylgi henni sterkt eftir. Fyrirtæki gæti t.d. styrkt háskóla eða námskeið sem viðkoma þeirra rekstri og þannig stuðlað að því að fá til sín hæft fólk, og á sama tíma styrkt sína viðskiptagrein. Eða byggt upp eigin sjóði og veitt styrki til vissra málaflokka. Þannig verður almenningur var við stefnu og störf fyrirtækisins og af því hlýtur fyrirtækið góða umsögn og jákvæð viðhorf í samfélaginu. Það mun ekki einungis auka aðdráttarafl þess og laða til sín starfsfólk, heldur einnig haldast betur á eigin fólki. Umhverfisvæn starfsemi býr einnig til betra starfsumhverfi ekki bara fyrir starfsfólk heldur fyrirtækið og reksturinn í heild. Kröfur almennings til einkageirans fara vaxandi og sífellt fleiri horfa til þess þegar keyptar eru vörur eða þjónusta, hvers konar fyrirtæki það er að eiga viðskipti við. Fjölbreytni meðal stjórnenda eykur skilning á þessum þáttum. Bættir viðskiptahættir þýðir bætt viðskipti og aukinn hagnaður. Stjórnendur ættu ekki að þurfa að hugsa sig tvisvar um. Það er mun ábatasamara að útfæra slíka fyrirtækjastefnu en að gera það ekki. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ef litið væri á fyrirtæki sem ríkisborgara gætum við heimfært þá samfélagsábyrgð, sem við teljum einstaklinga hafa yfir á fyrirtæki, og þannig vænst þess að það taki sömu siðferðislegu, félagslegu og umhverfislegu ábyrgð og skyldur sem krafist er af öllum eða flestum þjóðfélagsþegnum. En hvernig getur fyrirtæki axlað slíka ábyrgð? Mikilvægt er að fyrirtæki setji sér siðareglur og geri samfélagsábyrgð að hluta af þeim fyrirtækisstefnum sem það ætlar sér að fylgja. Mjög mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækis fylgist náið með að slíkum stefnum sé framfylgt og komi þannig í veg fyrir hvers konar brot á þeim. Slíkt gagnsæi og upplýsingaflæði tengist beint áhættustjórnun, sem hvert fyrirtæki ætti að hafa á takteinum. Það skiptir sköpum fyrir fyrirtæki að tileinka sér sterkt viðskiptasiðferði. Þannig er hægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra innan fyrirtækis og langtímamarkmið vega þá þyngra en skammtímamarkmið. Sem dæmi, ef fyrirtæki stundar kaup og sölu, að eiga ekki viðskipti við þann aðila sem framleiðir vörur sínar undir annarlegum kringumstæðum þó það sé besta verðið þá stundina, og taka þar af leiðandi þá áhættu að skaða ímynd fyrirtækisins og mögulega framtíðarviðskipti, sem og auka óánægju starfsfólks. Fyrirtæki getur tekið félagslega ábyrgð með því að ráða ekki til sín einsleitan hóp einstaklinga, heldur ráði meðvitað til sín fólk af báðum kynjum og ólíkum bakgrunni, sérstaklega er kemur að stjórnunarstörfum, og skapar starfsaðstæður sem tekur tillit til ólíkra þarfa einstaklinga/hópa. Slíkt eykur jákvæð viðhorf til fyrirtækisins og minnkar líkurnar á því að einn eða fleiri hópar þjóðfélagsins líti fyrirtækið hornauga. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Fyrirtæki geta stuðlað að slíkri þróun með því að nota umhverfisvæna tækni og minnka losun úrgans og mengunar. Fyrirtækið stuðlar þannig að sjálfbærri þróun þess samfélags sem það starfar í, og heldur frekar í við hina hraðbreytilegu tækni. Það er í hag fyrirtækis að mynda sér heildstæða stefnu í þessum málaflokki og fylgi henni sterkt eftir. Fyrirtæki gæti t.d. styrkt háskóla eða námskeið sem viðkoma þeirra rekstri og þannig stuðlað að því að fá til sín hæft fólk, og á sama tíma styrkt sína viðskiptagrein. Eða byggt upp eigin sjóði og veitt styrki til vissra málaflokka. Þannig verður almenningur var við stefnu og störf fyrirtækisins og af því hlýtur fyrirtækið góða umsögn og jákvæð viðhorf í samfélaginu. Það mun ekki einungis auka aðdráttarafl þess og laða til sín starfsfólk, heldur einnig haldast betur á eigin fólki. Umhverfisvæn starfsemi býr einnig til betra starfsumhverfi ekki bara fyrir starfsfólk heldur fyrirtækið og reksturinn í heild. Kröfur almennings til einkageirans fara vaxandi og sífellt fleiri horfa til þess þegar keyptar eru vörur eða þjónusta, hvers konar fyrirtæki það er að eiga viðskipti við. Fjölbreytni meðal stjórnenda eykur skilning á þessum þáttum. Bættir viðskiptahættir þýðir bætt viðskipti og aukinn hagnaður. Stjórnendur ættu ekki að þurfa að hugsa sig tvisvar um. Það er mun ábatasamara að útfæra slíka fyrirtækjastefnu en að gera það ekki. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun