Ekki horfið frá fyrra mati á varnarþörf 28. nóvember 2006 06:30 F-15-þota varnarliðsins Bandarísku þoturnar fóru frá Keflavík fyrir fullt og allt í sumar, en íslensk stjórnvöld hafa ekki horfið formlega frá því mati að viðvera orrustuþotna hér sé „lágmarksvarnarviðbúnaður“. MYND/Heiða Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu. Þau hafa þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn og aðra bandamenn í NATO um hugsanlega aukna aðkomu þeirra að því að tryggja þessar þarfir eftir brottför bandaríska varnarliðsins héðan. Þetta segir Jón Egill Egilsson, yfirmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Við höfum grundvallarforsendurnar fyrir þörf á vörnum Íslands. Við teljum hins vegar að þetta sé ekki aðgreinanlegt frá vörnum Atlantshafsbandalagsins í heild sinni og bandamanna okkar. Þetta komi fleirum við en okkur einum,“ sagði Jón Egill er Fréttablaðið bar undir hann ummæli sem norski varnarmálaráðherrann Anne-Grete Strøm-Erichsen lætur falla í viðtali við blaðið í dag, þess efnis að eigið mat Íslendinga á þörfinni á varnarviðbúnaði hérlendis sé forsenda fyrir viðræðum um eflt varnarsamstarf. „Þessi mál þurfum við að reka í góðu samstarfi bæði við bandalagið sem slíkt, og einnig við þá bandamenn sem hlut eiga að máli, ekki bara Norðmenn, og þá fyrst og fremst Bandaríkin þar sem fyrir liggur að vinna skuli úr þeirri niðurstöðu sem náðist í viðræðunum um framhald varnarsamstarfsins,“ áréttar Jón Egill. Hann segir þessi ummæli norska ráðherrans mjög í samræmi við það sem áður hefur komið fram, að Norðmenn séu reiðubúnir til viðræðna við Íslendinga um þessi mál, en frumkvæðið verði að koma frá Íslendingum. „Þeir hafa lengi sagt að þeir séu til reiðu ef við viljum tala við þá. Það sem þeir vilja forðast er að það líti út fyrir að þeir séu að þrönga sér upp á okkur,“ útskýrir Jón Egill. Norðmenn séu hvorki að þröngva sér upp á Íslendinga, né láti þeir í það skína að „þeir þurfi að kenna okkur stafrófið,“ það er Íslendingar séu fullfærir um það sjálfir að skilgreina sínar varnarþarfir. Eins og kunnugt er var það lengi mat íslenskra stjórnvalda að föst viðvera fjögurra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli væri lágmarksviðbúnaður til að tryggja varnir landsins. Spurður hvort horfið hafi verið frá því mati eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að kalla allt sitt lið héðan, segir Jón Egill að svo sé í raun ekki. „Það hefur aldrei verið sagt að við höfum horfið frá því mati. Við höfum ítrekað sagt að við hljótum að falla innan þess heildarmats sem NATO og allir okkar bandamenn byggja á. Þar er í gildi grundvallarstefna og við hljótum að hafa hana sem einn útgangspunktinn þegar við metum okkar varnarþarfir,“ segir Jón Egill. Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu. Þau hafa þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn og aðra bandamenn í NATO um hugsanlega aukna aðkomu þeirra að því að tryggja þessar þarfir eftir brottför bandaríska varnarliðsins héðan. Þetta segir Jón Egill Egilsson, yfirmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Við höfum grundvallarforsendurnar fyrir þörf á vörnum Íslands. Við teljum hins vegar að þetta sé ekki aðgreinanlegt frá vörnum Atlantshafsbandalagsins í heild sinni og bandamanna okkar. Þetta komi fleirum við en okkur einum,“ sagði Jón Egill er Fréttablaðið bar undir hann ummæli sem norski varnarmálaráðherrann Anne-Grete Strøm-Erichsen lætur falla í viðtali við blaðið í dag, þess efnis að eigið mat Íslendinga á þörfinni á varnarviðbúnaði hérlendis sé forsenda fyrir viðræðum um eflt varnarsamstarf. „Þessi mál þurfum við að reka í góðu samstarfi bæði við bandalagið sem slíkt, og einnig við þá bandamenn sem hlut eiga að máli, ekki bara Norðmenn, og þá fyrst og fremst Bandaríkin þar sem fyrir liggur að vinna skuli úr þeirri niðurstöðu sem náðist í viðræðunum um framhald varnarsamstarfsins,“ áréttar Jón Egill. Hann segir þessi ummæli norska ráðherrans mjög í samræmi við það sem áður hefur komið fram, að Norðmenn séu reiðubúnir til viðræðna við Íslendinga um þessi mál, en frumkvæðið verði að koma frá Íslendingum. „Þeir hafa lengi sagt að þeir séu til reiðu ef við viljum tala við þá. Það sem þeir vilja forðast er að það líti út fyrir að þeir séu að þrönga sér upp á okkur,“ útskýrir Jón Egill. Norðmenn séu hvorki að þröngva sér upp á Íslendinga, né láti þeir í það skína að „þeir þurfi að kenna okkur stafrófið,“ það er Íslendingar séu fullfærir um það sjálfir að skilgreina sínar varnarþarfir. Eins og kunnugt er var það lengi mat íslenskra stjórnvalda að föst viðvera fjögurra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli væri lágmarksviðbúnaður til að tryggja varnir landsins. Spurður hvort horfið hafi verið frá því mati eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að kalla allt sitt lið héðan, segir Jón Egill að svo sé í raun ekki. „Það hefur aldrei verið sagt að við höfum horfið frá því mati. Við höfum ítrekað sagt að við hljótum að falla innan þess heildarmats sem NATO og allir okkar bandamenn byggja á. Þar er í gildi grundvallarstefna og við hljótum að hafa hana sem einn útgangspunktinn þegar við metum okkar varnarþarfir,“ segir Jón Egill.
Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent