Einstök menntasókn – Ranghugmyndir menntamálaráðherra. 20. nóvember 2006 05:00 Garðar Stefánsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ, svarar grein Þorgaerðar Katrínar. Í Fréttablaðinu hinn 29. október birtist grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-40 ára sem stunda háskólanám. Þar hrósaði hún ítrekað þeim árangri sem íslensk stjórnvöld hafa náð í framlagi til menntamála, samanborið við hin Norðurlöndin. Ég vitna í grein Þorgerðar: „Þegar norrænu hagtölurnar eru skoðaðar sést einnig að hlutfallslega margir Íslendingar stunda nám utan heimalandsins og íslensku námslánin eru hærri en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum." Þorgerður Katrín bendir réttilega á að námslán íslenskra námsmanna eru hærri en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Aftur á móti hafa „lánasjóðir" Norðurlandanna blandað tilfærslukerfi, þ.e. styrkja- og lánakerfi. Á Norðurlöndunum vega því námslán aðeins 1/3 af tilfærslum stjórnvalda og 2/3 er styrkur, sem námsmenn þurfa ekki að greiða til baka. Íslenskir námsmenn fá 87.400 krónur á mánuði, miðað við einstakling í leiguhúsnæði. Það má einnig benda á að námslánin skerðast um 12% af tekjum ársins á undan. Ef við berum saman Danmörku og Ísland fá námsmenn þar í landi u.þ.b. 29.000 krónur á mánuði í námslán og styrk upp á 57.000 krónur. Samtals 86.000 krónur á mánuði. Svipað náms- og styrkjakerfi er til staðar á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt þessu, eins og menntamálaráðherra benti á, veita Íslendingar hæstu námslánin á Norðurlöndunum enda vega styrkirnir þar mun meira.Verðlagsástand og verðbólgaVerðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnun 9. og 10.maí síðastliðinn á vöruverði undirstöðumatvara í höfuðborgum Norðurlandanna. Í matarkörfunni voru vörur á borð við smjör, ost, og aðrar mjólkurvörur, kjöt, brauð, grænmeti, ávexti og egg. Við Íslendingar erum þar Norðurlandameistarar í háu verði á matvöru og kostar matarkarfan hér ríflega 4.787 krónur, Noregur fylgir fast á eftir með 4.613 krónur og í endann fylgja Danmörk, Finnland og Svíþjóð með matarkörfu á bilinu 2.500-3.100 krónur.Samkvæmt bæklingi Hagstofunnar „Ísland í tölum 2005-2006" vegur kostnaður vegna matar og húsnæðis hæst af neysluútgjöldum heimilanna, eða um 40%. Ég tek það þó fram að námsmenn eru ekki flokkaðir sem heimili og þurfa því að standa straum af hærri kostnaði vegna sömu útgjaldaliða.Íslendingar eru ekki aðeins Norðurlandameistarar í matvöruverði heldur erum við heimsmeistarar. Við erum einnig eina landið í heiminum sem státar af því að hafa verðtryggð námslán.Námslán á Íslandi bera 1% vexti sem eru í rauninni 8,2% vextir miðað við núverandi verðbólgustig, lánskerfið á Norðurlöndum býður upp á óverðtryggð námslán með 2,5%-3,5% raunvöxtum.Því miður eru framfærslulánin og lánskjörin ekki nógu góð ef tekið er tillit til verðlagsástands og borið saman við sambærileg láns- og styrkjakerfi á Norðurlöndunum. Námslánin eru því ekki á viðunandi kjörum fyrir námsmenn.Á Íslandi er raunveruleg framfærsla námsmanna ekki mæld og hefur kröfum námsmannahreyfinganna um að slík vinna verði hafin verið tafin af fulltrúum stjórnvalda í stjórn LÍN. Miðað við framfærslugrunn LÍN duga námslánin ekki fyrir raunverulegri framfærslu námsmanna. Námslánin eru okkar laun fyrir okkar vinnu. Er nám ekki annars 100% vinna? Ég hvet menntamálaráðherra til þess að beita sér í framfærslumálum námsmanna, og styðja þannig við menntun Íslendinga, grunnstoð þekkingarþjóðfélagsins.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Garðar Stefánsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ, svarar grein Þorgaerðar Katrínar. Í Fréttablaðinu hinn 29. október birtist grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-40 ára sem stunda háskólanám. Þar hrósaði hún ítrekað þeim árangri sem íslensk stjórnvöld hafa náð í framlagi til menntamála, samanborið við hin Norðurlöndin. Ég vitna í grein Þorgerðar: „Þegar norrænu hagtölurnar eru skoðaðar sést einnig að hlutfallslega margir Íslendingar stunda nám utan heimalandsins og íslensku námslánin eru hærri en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum." Þorgerður Katrín bendir réttilega á að námslán íslenskra námsmanna eru hærri en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Aftur á móti hafa „lánasjóðir" Norðurlandanna blandað tilfærslukerfi, þ.e. styrkja- og lánakerfi. Á Norðurlöndunum vega því námslán aðeins 1/3 af tilfærslum stjórnvalda og 2/3 er styrkur, sem námsmenn þurfa ekki að greiða til baka. Íslenskir námsmenn fá 87.400 krónur á mánuði, miðað við einstakling í leiguhúsnæði. Það má einnig benda á að námslánin skerðast um 12% af tekjum ársins á undan. Ef við berum saman Danmörku og Ísland fá námsmenn þar í landi u.þ.b. 29.000 krónur á mánuði í námslán og styrk upp á 57.000 krónur. Samtals 86.000 krónur á mánuði. Svipað náms- og styrkjakerfi er til staðar á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt þessu, eins og menntamálaráðherra benti á, veita Íslendingar hæstu námslánin á Norðurlöndunum enda vega styrkirnir þar mun meira.Verðlagsástand og verðbólgaVerðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnun 9. og 10.maí síðastliðinn á vöruverði undirstöðumatvara í höfuðborgum Norðurlandanna. Í matarkörfunni voru vörur á borð við smjör, ost, og aðrar mjólkurvörur, kjöt, brauð, grænmeti, ávexti og egg. Við Íslendingar erum þar Norðurlandameistarar í háu verði á matvöru og kostar matarkarfan hér ríflega 4.787 krónur, Noregur fylgir fast á eftir með 4.613 krónur og í endann fylgja Danmörk, Finnland og Svíþjóð með matarkörfu á bilinu 2.500-3.100 krónur.Samkvæmt bæklingi Hagstofunnar „Ísland í tölum 2005-2006" vegur kostnaður vegna matar og húsnæðis hæst af neysluútgjöldum heimilanna, eða um 40%. Ég tek það þó fram að námsmenn eru ekki flokkaðir sem heimili og þurfa því að standa straum af hærri kostnaði vegna sömu útgjaldaliða.Íslendingar eru ekki aðeins Norðurlandameistarar í matvöruverði heldur erum við heimsmeistarar. Við erum einnig eina landið í heiminum sem státar af því að hafa verðtryggð námslán.Námslán á Íslandi bera 1% vexti sem eru í rauninni 8,2% vextir miðað við núverandi verðbólgustig, lánskerfið á Norðurlöndum býður upp á óverðtryggð námslán með 2,5%-3,5% raunvöxtum.Því miður eru framfærslulánin og lánskjörin ekki nógu góð ef tekið er tillit til verðlagsástands og borið saman við sambærileg láns- og styrkjakerfi á Norðurlöndunum. Námslánin eru því ekki á viðunandi kjörum fyrir námsmenn.Á Íslandi er raunveruleg framfærsla námsmanna ekki mæld og hefur kröfum námsmannahreyfinganna um að slík vinna verði hafin verið tafin af fulltrúum stjórnvalda í stjórn LÍN. Miðað við framfærslugrunn LÍN duga námslánin ekki fyrir raunverulegri framfærslu námsmanna. Námslánin eru okkar laun fyrir okkar vinnu. Er nám ekki annars 100% vinna? Ég hvet menntamálaráðherra til þess að beita sér í framfærslumálum námsmanna, og styðja þannig við menntun Íslendinga, grunnstoð þekkingarþjóðfélagsins.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun