Ágætt að það sé skap í mönnum 3. nóvember 2006 00:01 Hannes Sigurðsson missti af æfingunni þegar slagsmálin áttu sér stað, vegna meiðsla. fréttablaðið/daníel Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slagsmálum á æfingu liðsins á miðvikudaginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru varnarmennirnir Thomas Rytter og Adam Eckersley en þeir eru báðir byrjunarliðsmenn hjá félaginu. Fréttablaðið náði tali af Hannesi og spurði hann um málið. „Það voru smá átök á milli leikmanna. Þetta er bara eins og gengur og gerist, það sýður stundum upp úr. Það er þó ágætt að það sé eitthvert skap í mönnum. Það má auðvitað ekki fara út í svona vitleysu, að menn séu að slást, en það voru allir vinir eftir æfinguna." Bröndby er einn af stærstu klúbbum Danmerkur og gengi liðsins hingað til hefur því valdið miklum vonbrigðum. „Auðvitað hlýtur það að sitja í mönnum þegar gengi liðsins er svona slæmt en við verðum bara að gera eitthvað í því en ekki að vera með einhver læti inni á vellinum. Blöðin hérna úti leika sér líka svolítið að því að gera meira úr þessu en efni stóðu til. Þegar illa gengur finnst blöðunum gaman að velta upp öllum neikvæðu hlutunum í kringum félagið. Við verðum bara að leyfa þeim að gera það," bætti Hannes við. Hannes missti af æfingunni vegna meiðsla. „Ég tognaði smávegis aftan í læri í síðasta leik. Ætli ég verði ekki frá í tvær eða þrjár vikur en ég reikna ekki með að það verði lengur en það." Það er því ljóst að Hannes missir af stórleik tímabilsins í dönsku deildinni því á sunnudaginn heimsækir Bröndby erkifjendurna í FC Kaupmannahöfn, en þeir síðarnefndu báru sigurorð á Manchester United á miðvikudaginn. - dsd Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slagsmálum á æfingu liðsins á miðvikudaginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru varnarmennirnir Thomas Rytter og Adam Eckersley en þeir eru báðir byrjunarliðsmenn hjá félaginu. Fréttablaðið náði tali af Hannesi og spurði hann um málið. „Það voru smá átök á milli leikmanna. Þetta er bara eins og gengur og gerist, það sýður stundum upp úr. Það er þó ágætt að það sé eitthvert skap í mönnum. Það má auðvitað ekki fara út í svona vitleysu, að menn séu að slást, en það voru allir vinir eftir æfinguna." Bröndby er einn af stærstu klúbbum Danmerkur og gengi liðsins hingað til hefur því valdið miklum vonbrigðum. „Auðvitað hlýtur það að sitja í mönnum þegar gengi liðsins er svona slæmt en við verðum bara að gera eitthvað í því en ekki að vera með einhver læti inni á vellinum. Blöðin hérna úti leika sér líka svolítið að því að gera meira úr þessu en efni stóðu til. Þegar illa gengur finnst blöðunum gaman að velta upp öllum neikvæðu hlutunum í kringum félagið. Við verðum bara að leyfa þeim að gera það," bætti Hannes við. Hannes missti af æfingunni vegna meiðsla. „Ég tognaði smávegis aftan í læri í síðasta leik. Ætli ég verði ekki frá í tvær eða þrjár vikur en ég reikna ekki með að það verði lengur en það." Það er því ljóst að Hannes missir af stórleik tímabilsins í dönsku deildinni því á sunnudaginn heimsækir Bröndby erkifjendurna í FC Kaupmannahöfn, en þeir síðarnefndu báru sigurorð á Manchester United á miðvikudaginn. - dsd
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira