Kaup Íslandspósts á Samskiptum umdeild 3. nóvember 2006 05:30 Eiríkur Víkingsson, fyrrverandi eigandi Samskipta, og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, sjást hér takast í hendur er gengið var frá kaupum á Samskiptum. MYND/Írisrut Fyrirtækjakaup Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins, festi á dögunum kaup á prentfyrirtækinu Samskiptum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kaupin vanhugsuð og til þess fallin að þenja út starfsemi íslenska ríkisins að óþörfu. „Íslandspóstur starfar í skjóli einkaleyfis og ætti að einbeita sér að starfsemi sem fellur undir eiginlegt hlutverk fyrirtækisins. Íslandspóstur ætti því fyrst og fremst að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á grundvelli yfirlýsts hlutverks, en ekki á kaupum á einkafyrirtækjum sem þar að auki eru með starfsemi á allt öðrum sviðum.“ Gengið var frá kaupunum 30. október síðastliðinn en kaupverð fæst ekki uppgefið, á grundvelli samkomulags sem fyrrverandi eigandi Samskipta, Eiríkur Víkingsson, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum um kaupverðið á grundvelli upplýsingalaga, þar sem Íslandspóstur er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin á Samskiptum vera hluta af hugmyndum um eflingu fyrirtækisins til framtíðar litið. „Kaupin á Samskiptum eru liður í framþróun Íslandspósts. Til framtíðar litið, ætlum við okkur að nútímavæða starfsemi með þarfir neytenda í huga sem taka sífelldum breytingum. Íslandspóstur er með einkaleyfi á hluta starfseminnar og við þurfum að undirbúa fyrirtækið fyrir þá breytingu þegar einkaleyfið fellur úr gildi, en stefnt er að því að það gerist árið 2009.“ Samkvæmt opinberum upplýsingum hefur Íslandspóstur fyrst og fremst það „hlutverk að veita almenna sérhæfða bréfa-, pakka- og sendingaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ eins og segir orðrétt í umfjöllun Íslandspósts um hlutverk og stefnu fyrirtækisins. Ingimundur segir starfsemi Samskipta falla vel að framtíðarhugmynd stjórnar Íslandspósts um hlutverk þess. „Vettvangur félagsins er býsna rúmt skilgreindur, samkvæmt samþykktum félagsins. Fyrirtækið er rekið eins og hvert annað hlutafélag og við, sem erum í forsvari fyrir fyrirtækið, verðum því alltaf að vera opin fyrir nýjungum á sviðum sem tengst geta okkar starfssviði.“ Hjá Samskiptum er 31 starfsmaður en velta fyrirtækisins á síðasta ári var tæpar 300 milljónir króna. Í stjórn Íslandspósts sitja Björn Viðar Arnviðarson stjórnarformaður, Ellert Kristinsson, Elías Jónatansson, Guðmundur Oddsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólafur Sigurðsson. Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Fyrirtækjakaup Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins, festi á dögunum kaup á prentfyrirtækinu Samskiptum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kaupin vanhugsuð og til þess fallin að þenja út starfsemi íslenska ríkisins að óþörfu. „Íslandspóstur starfar í skjóli einkaleyfis og ætti að einbeita sér að starfsemi sem fellur undir eiginlegt hlutverk fyrirtækisins. Íslandspóstur ætti því fyrst og fremst að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á grundvelli yfirlýsts hlutverks, en ekki á kaupum á einkafyrirtækjum sem þar að auki eru með starfsemi á allt öðrum sviðum.“ Gengið var frá kaupunum 30. október síðastliðinn en kaupverð fæst ekki uppgefið, á grundvelli samkomulags sem fyrrverandi eigandi Samskipta, Eiríkur Víkingsson, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum um kaupverðið á grundvelli upplýsingalaga, þar sem Íslandspóstur er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin á Samskiptum vera hluta af hugmyndum um eflingu fyrirtækisins til framtíðar litið. „Kaupin á Samskiptum eru liður í framþróun Íslandspósts. Til framtíðar litið, ætlum við okkur að nútímavæða starfsemi með þarfir neytenda í huga sem taka sífelldum breytingum. Íslandspóstur er með einkaleyfi á hluta starfseminnar og við þurfum að undirbúa fyrirtækið fyrir þá breytingu þegar einkaleyfið fellur úr gildi, en stefnt er að því að það gerist árið 2009.“ Samkvæmt opinberum upplýsingum hefur Íslandspóstur fyrst og fremst það „hlutverk að veita almenna sérhæfða bréfa-, pakka- og sendingaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ eins og segir orðrétt í umfjöllun Íslandspósts um hlutverk og stefnu fyrirtækisins. Ingimundur segir starfsemi Samskipta falla vel að framtíðarhugmynd stjórnar Íslandspósts um hlutverk þess. „Vettvangur félagsins er býsna rúmt skilgreindur, samkvæmt samþykktum félagsins. Fyrirtækið er rekið eins og hvert annað hlutafélag og við, sem erum í forsvari fyrir fyrirtækið, verðum því alltaf að vera opin fyrir nýjungum á sviðum sem tengst geta okkar starfssviði.“ Hjá Samskiptum er 31 starfsmaður en velta fyrirtækisins á síðasta ári var tæpar 300 milljónir króna. Í stjórn Íslandspósts sitja Björn Viðar Arnviðarson stjórnarformaður, Ellert Kristinsson, Elías Jónatansson, Guðmundur Oddsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólafur Sigurðsson.
Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent