Um 90% félaga skiluðu ekki inn reikningi á réttum tíma 1. nóvember 2006 09:17 Aðeins 8,69 prósent íslenskra fyrirtækja skiluðu ársreikningi sínum fyrir reikningsárið 2004 fyrir 1. september árið 2005, sem var síðasti skiladagur ársreikninga. Í lok október 2006, fjórtán mánuðum eftir lok skilatíma, höfðu 22 prósent hlutafélaga ekki enn skilað inn ársreikningi til yfirvalda vegna reikningsársins 2004. Þetta kemur fram í tölum sem Lánstraust tók saman. Í síðustu viku greindi Markaðurinn frá því að innan fjármálaráðuneytis er í smíðum frumvarp um breytingar á lögum um ársreikninga, þar sem RSK verði veitt heimild til að sekta þau fyrirtæki sem draga að skila inn ársreikningum umfram tímamörk. Úrræði stjórnvalda við innheimtu ársreikninga eru talin of tímafrek og ómarkviss. Eitt helsta úrræði Ríkisskattstjóra (RSK) í dag er að senda út ítrekunarbréf á skilaskyld félög sem venjulega fer í póst eftir áramót nýliðins skilaárs. Tölur Lánstrausts sýna að þá höfðu rúmlega 29 prósent félaga skilað inn ársreikningi fyrir reikningsárið 2004. Lánstraust hefur einnig kannað hvernig heimtur eru á ársreikningum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð miðað við tímamörk þarlendis. Þar kemur í ljós að skilin eru alls staðar yfir níutíu prósent, um 99,8 prósent í Danmörku og 94 prósent í Svíþjóð. Könnun Lánstrausts bendir til þess að fylgni sé á milli hárrar skilaprósentu og viðurlaga er varða skiladagsetningu, því alls staðar nema á Íslandi er beitt sérstökum sektum ef ársreikningi er skilað of seint. Getur upphæðin legið á bilinu sex þúsund til 194 þúsund króna. Lánstraust reiknar á hverju ári út líkurnar á ógjaldfærni fyrirtækja, það er líkur á því að fyrirtæki lendi í gjaldþroti eða árangurslausu fjárnámi. Niðurstöður sýna að 19,89 prósent af þeim fyrirtækjum, sem skila ekki inn ársreikningum, verða ógjaldfær árið eftir. Ógjaldfærnihlutfallið er hins vegar 2,78 prósent hjá þeim fyrirtækjum sem hafa skilað inn ársreikningi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
Aðeins 8,69 prósent íslenskra fyrirtækja skiluðu ársreikningi sínum fyrir reikningsárið 2004 fyrir 1. september árið 2005, sem var síðasti skiladagur ársreikninga. Í lok október 2006, fjórtán mánuðum eftir lok skilatíma, höfðu 22 prósent hlutafélaga ekki enn skilað inn ársreikningi til yfirvalda vegna reikningsársins 2004. Þetta kemur fram í tölum sem Lánstraust tók saman. Í síðustu viku greindi Markaðurinn frá því að innan fjármálaráðuneytis er í smíðum frumvarp um breytingar á lögum um ársreikninga, þar sem RSK verði veitt heimild til að sekta þau fyrirtæki sem draga að skila inn ársreikningum umfram tímamörk. Úrræði stjórnvalda við innheimtu ársreikninga eru talin of tímafrek og ómarkviss. Eitt helsta úrræði Ríkisskattstjóra (RSK) í dag er að senda út ítrekunarbréf á skilaskyld félög sem venjulega fer í póst eftir áramót nýliðins skilaárs. Tölur Lánstrausts sýna að þá höfðu rúmlega 29 prósent félaga skilað inn ársreikningi fyrir reikningsárið 2004. Lánstraust hefur einnig kannað hvernig heimtur eru á ársreikningum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð miðað við tímamörk þarlendis. Þar kemur í ljós að skilin eru alls staðar yfir níutíu prósent, um 99,8 prósent í Danmörku og 94 prósent í Svíþjóð. Könnun Lánstrausts bendir til þess að fylgni sé á milli hárrar skilaprósentu og viðurlaga er varða skiladagsetningu, því alls staðar nema á Íslandi er beitt sérstökum sektum ef ársreikningi er skilað of seint. Getur upphæðin legið á bilinu sex þúsund til 194 þúsund króna. Lánstraust reiknar á hverju ári út líkurnar á ógjaldfærni fyrirtækja, það er líkur á því að fyrirtæki lendi í gjaldþroti eða árangurslausu fjárnámi. Niðurstöður sýna að 19,89 prósent af þeim fyrirtækjum, sem skila ekki inn ársreikningum, verða ógjaldfær árið eftir. Ógjaldfærnihlutfallið er hins vegar 2,78 prósent hjá þeim fyrirtækjum sem hafa skilað inn ársreikningi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira