Liverpool yfirspilað á Old Trafford 23. október 2006 12:45 scoholes og garcia Paul Scholes átti mjög góðan leik fyrir United í gær og skoraði fyrra mark leiksins. Luis Garcia lék hins vegar langt undir getu. MYND/nordicphotos/getty Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leik Manchester United og Liverpool sem fram fór á Old Trafford í gær enda um að ræða eina stærstu viðureign tímabilsins. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum með frammistöðu sinna manna því liðið lék hreint út sagt illa og tapaði verðskuldað 2-0. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Manchester United í leiknum en með þessum sigri er liðið komið aftur í efsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Chelsea en betri markatölu. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hélt uppteknum hætti og breytti byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Sérstaklega vakti athygli að sóknarmaðurinn Peter Crouch var settur á bekkinn þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark liðsins í Evrópuleik í síðustu viku. Dirk Kuyt var einn í fremstu víglínu og virkaði hann mjög einmana, hann fékk þó besta færi Liverpool í leiknum en skalli hans var ekki nógu góður og auðveldlega varinn. Skömmu eftir það færi komust heimamenn yfir. Paul Scholes var að spila sinn fimm hundraðasta leik í búningi United og hélt upp á það með því að skora á 39. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Louis Saha var sprækur í leiknum og var óheppinn að ná ekki að auka forskot heimamanna fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik hélt United áfram að hafa undirtökin og skoraði annað mark verðskuldað á 66. mínútu. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand sem skoraði sigurmarkið í viðureign þessara liða á Old Trafford í fyrra skoraði aftur gegn Liverpool en markið var sérlega fallegt. Manchester United var ekki að spila sinn besta leik en liðið átti samt sem áður ekki í erfiðleikum með Liverpool og munar nú ellefu stigum á liðunum. Áhorfendamet var sett á leiknum en 75.828 áhorfendur voru á Old Trafford. Fátt kom á óvart í uppstillingu United nema kannski það að Cristiano Ronaldo var á bekknum en Darren Fletcher byrjaði á hægri vængnum. „Liverpool spilaði varnarsinnað í leiknum og við áttum í erfiðleikum með að brjótast í gegn. Ég einbeiti mér að því að halda okkar marki hreinu en það er altlaf skemmtilegur bónus að ná að skora,“ sagði Rio Ferdinand eftir leikinn. „Ég fagnaði markinu með því að hlaupa að stúkunni þar sem sonur minn sat. Þetta var í fyrsta sinn sem hann mætir á leik og vonandi kemur hann í hverri viku héðan í frá!“ sagði Ferdinand sem hrósaði einnig Paul Scholes. „Hann hefur verið frábær það sem af er þessu tímabili og undirstrikað það hversu sárt hans var saknað á því síðasta.“ Annað hljóð var í Benítez. „Þessi úrslit eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir okkur. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en þeir skoruðu fyrst og það gerði útslagið. Við vorum að keppa á móti frábæru liði og gekk erfiðlega að skapa okkur færi. Það er alveg ljóst að við þurfum að leggja harðar að okkur.“ Íþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leik Manchester United og Liverpool sem fram fór á Old Trafford í gær enda um að ræða eina stærstu viðureign tímabilsins. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum með frammistöðu sinna manna því liðið lék hreint út sagt illa og tapaði verðskuldað 2-0. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Manchester United í leiknum en með þessum sigri er liðið komið aftur í efsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Chelsea en betri markatölu. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hélt uppteknum hætti og breytti byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Sérstaklega vakti athygli að sóknarmaðurinn Peter Crouch var settur á bekkinn þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark liðsins í Evrópuleik í síðustu viku. Dirk Kuyt var einn í fremstu víglínu og virkaði hann mjög einmana, hann fékk þó besta færi Liverpool í leiknum en skalli hans var ekki nógu góður og auðveldlega varinn. Skömmu eftir það færi komust heimamenn yfir. Paul Scholes var að spila sinn fimm hundraðasta leik í búningi United og hélt upp á það með því að skora á 39. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Louis Saha var sprækur í leiknum og var óheppinn að ná ekki að auka forskot heimamanna fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik hélt United áfram að hafa undirtökin og skoraði annað mark verðskuldað á 66. mínútu. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand sem skoraði sigurmarkið í viðureign þessara liða á Old Trafford í fyrra skoraði aftur gegn Liverpool en markið var sérlega fallegt. Manchester United var ekki að spila sinn besta leik en liðið átti samt sem áður ekki í erfiðleikum með Liverpool og munar nú ellefu stigum á liðunum. Áhorfendamet var sett á leiknum en 75.828 áhorfendur voru á Old Trafford. Fátt kom á óvart í uppstillingu United nema kannski það að Cristiano Ronaldo var á bekknum en Darren Fletcher byrjaði á hægri vængnum. „Liverpool spilaði varnarsinnað í leiknum og við áttum í erfiðleikum með að brjótast í gegn. Ég einbeiti mér að því að halda okkar marki hreinu en það er altlaf skemmtilegur bónus að ná að skora,“ sagði Rio Ferdinand eftir leikinn. „Ég fagnaði markinu með því að hlaupa að stúkunni þar sem sonur minn sat. Þetta var í fyrsta sinn sem hann mætir á leik og vonandi kemur hann í hverri viku héðan í frá!“ sagði Ferdinand sem hrósaði einnig Paul Scholes. „Hann hefur verið frábær það sem af er þessu tímabili og undirstrikað það hversu sárt hans var saknað á því síðasta.“ Annað hljóð var í Benítez. „Þessi úrslit eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir okkur. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en þeir skoruðu fyrst og það gerði útslagið. Við vorum að keppa á móti frábæru liði og gekk erfiðlega að skapa okkur færi. Það er alveg ljóst að við þurfum að leggja harðar að okkur.“
Íþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira