Fimmbræðrasaga og meistari Voltaire 19. október 2006 16:30 Voltaire Umsaminn á íslensku af presti í Hvalfirði. Fjórar gamlar en nýjar íslenskrar skáldsögur frá nítjándu öld eru loksins komnar á prent. Nútíma Íslendingum er oft talin trú um að hér á landi hafi fyrr á öldum ríkt fátækleg bókmennt. Jón Oddsson Hjaltalín (1749-1835) var lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var afkastamikill rithöfundur, sálmaskáld og þýðandi, en aðeins sálmar hans birtust á prenti meðan hann lifði. Eftir Jón liggja einnig í handritum kvæði hans af trúarlegum toga, rímur, tækifærisvísur og annars konar veraldlegur kveðskapur, auk frumsamdra og þýddra sagna. Nú eru komnar út á bók fjórar sögur frá hendi sr. Jóns, úrval sagnaritunar hans og varpar ljósi á skáldsagnagerð þessa tímabils í íslenskri bókmenntasögu; engin þeirra hefur áður verið prentuð. Marrons saga og Fimmbræðra saga, sem birtar eru í bókinni, voru frumsamdar af séra Jóni í hefðbundnum stíl riddara- og lygisagna, en Sagan af Zadig er þýðing hans úr dönsku á skáldsögunni Zadig ou la Destinée eftir franska skáldið Voltaire sem birtist fyrst á frummálinu árið 1747, tólf árum á undan Birtingi (Candide), en í báðum þessum sögum veltir Voltaire fyrir sér vonsku og þjáningu heimsins. Fjórða sagan, Ágrip af Heiðarvíga sögu, er sérstök gerð Heiðarvíga sögu sem séra Jón setti saman á grundvelli endursagnar Jóns Ólafssonar af þeim hluta sögunnar sem glataðist í Kaupmannahafnarbrunanum 1728 og eftirrits Hannesar Finnssonar af því broti sögunnar sem enn er varðveitt í Stokkhólmi í handriti frá miðöldum; við þetta jók séra Jón ýmsu efni, m.a. úr munnlegri geymd. Sögunum er fylgt úr hlaði með ítarlegum inngangi útgefandans Matthew J. Driscoll, sérfræðings við Árnasafn í Kaupmannahöfn. Háskólaútgáfan dreifir bókinni. Menning Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Nútíma Íslendingum er oft talin trú um að hér á landi hafi fyrr á öldum ríkt fátækleg bókmennt. Jón Oddsson Hjaltalín (1749-1835) var lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var afkastamikill rithöfundur, sálmaskáld og þýðandi, en aðeins sálmar hans birtust á prenti meðan hann lifði. Eftir Jón liggja einnig í handritum kvæði hans af trúarlegum toga, rímur, tækifærisvísur og annars konar veraldlegur kveðskapur, auk frumsamdra og þýddra sagna. Nú eru komnar út á bók fjórar sögur frá hendi sr. Jóns, úrval sagnaritunar hans og varpar ljósi á skáldsagnagerð þessa tímabils í íslenskri bókmenntasögu; engin þeirra hefur áður verið prentuð. Marrons saga og Fimmbræðra saga, sem birtar eru í bókinni, voru frumsamdar af séra Jóni í hefðbundnum stíl riddara- og lygisagna, en Sagan af Zadig er þýðing hans úr dönsku á skáldsögunni Zadig ou la Destinée eftir franska skáldið Voltaire sem birtist fyrst á frummálinu árið 1747, tólf árum á undan Birtingi (Candide), en í báðum þessum sögum veltir Voltaire fyrir sér vonsku og þjáningu heimsins. Fjórða sagan, Ágrip af Heiðarvíga sögu, er sérstök gerð Heiðarvíga sögu sem séra Jón setti saman á grundvelli endursagnar Jóns Ólafssonar af þeim hluta sögunnar sem glataðist í Kaupmannahafnarbrunanum 1728 og eftirrits Hannesar Finnssonar af því broti sögunnar sem enn er varðveitt í Stokkhólmi í handriti frá miðöldum; við þetta jók séra Jón ýmsu efni, m.a. úr munnlegri geymd. Sögunum er fylgt úr hlaði með ítarlegum inngangi útgefandans Matthew J. Driscoll, sérfræðings við Árnasafn í Kaupmannahöfn. Háskólaútgáfan dreifir bókinni.
Menning Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira