Barnleysi getur verið sársaukafullt vandamál 11. október 2006 05:15 Heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga er eitt af þeim "kerfum" sem sérhver landsmaður nýtir sér einhvern tímann á ævinni með einum eða öðrum hætti. Þjónusta þess þarf því að vera á eins breiðum grunni og framast er unnt. Þjóðin er einnig afar lánsöm að eiga þess kost að þiggja þjónustuna úr höndum færustu sérfræðinga og vel þjálfaðs starfsfólks. Þeir einstaklingar/pör sem eiga við ófrjósemi að stríða eru meðal þeirra sem þiggja þjónustu frá heilbrigðiskerfinu. Skilgreining á ófrjósemi er þegar par hefur reynt að eignast barn í eitt ár án árangurs. Talið er að 15-20% para á barneignaraldri glími við ófrjósemi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ófrjósemi er fyrst og fremst líffræðilegt vandamál enda þótt sálrænir þættir hafi svo sannarlega áhrif. Tilvera, samtök gegn ófrjósemi, voru stofnuð 1989. Hlutverk Tilveru er m.a. að standa við bakið á sjúklingum sem þarfnast tæknifrjóvgunarmeðferðar. Aðeins þeir sem hafa verið og eru í þeirri stöðu að eiga við ófrjósemi að stríða og reynt hafa að eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar vita hversu mikið álag og áhrif það hefur á tilfinninga- og líkamlega líðan. Ef meðferðin skilar ekki árangri eykst álagið oft enn frekar þegar tilfinningar eins og sorg, vonleysi og kvíði gera vart við sig. Hversu mikið erum við sem samfélag tilbúin til að hjálpa þessum hópi og í hverju gæti hjálpin einna helst falist? Fyrir rúmum tveimur árum var tæknifrjóvgunardeildinni á LSH lokað og gerður var samningur við ART Medica um að annast þessa þjónustu. Enda þótt aðilar hafi vafalaust viljað gera góðan samning koma oft veikleikar slíks samkomulags ekki í ljós fyrr en á reynir. Sem dæmi sýndi það sig að í fyrsta samningnum sem gerður var milli ART Medica, LSH og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis var samið um færri glasa/smásjárfrjóvganir en eftirspurn var eftir. Sú hjálp sem mun helst nýtast þeim sem eiga við ófrjósemi að stríða hlýtur fyrst og fremst að lúta að þjónustunni sem þeim stendur til boða eða á að standa til boða. Tæknifrjóvganir eru dýrar og oft er fleiri en einnar meðferðar þörf. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu greiða fyrir glasafrjóvgun á bilinu 137.000 til 256.000 krónur eftir því hversu margar meðferðir parið hefur farið í. Kostnaður miðast einnig við hvort parið á eitt eða fleiri börn saman. Heildarkostnaður án niðurgreiðslu er 307.000 krónur. Í lögum um tæknifrjóvgun, 1996 nr. 55, 29. maí, kemur fram í 2. málsgrein 2. greinar að "Heilbrigðisstofnun sem fær leyfi skv. 1. mgr. er skylt að bjóða pörum sem sækja um tæknifrjóvgunarmeðferð faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga". Þessu er ekki sinnt í dag sem skyldi. Ófrjósemi virðist vera vaxandi vandamál. Ástæða þess að um er að ræða vaxandi vandamál er varla hvorki einhlít né einföld. Mörgum finnst auðvelt að setja sig í spor þeirra sem eiga við þennan vanda að stríða jafnvel þótt þeir hafi ekki sjálfir persónulega reynslu af honum. Ég er þeirrar skoðunar að hlúa þurfi betur að þessum einstaklingum. Málefni þeirra eru mér hugleikin og myndi ég gjarnan vilja fá tækifæri til að taka þátt í að finna leiðir sem gætu komið til góða. Hér myndu margir vilja spyrja hvar taka eigi fjármagn til að styðja við bakið á þessum hópi. Í ljósi þess fjárhagsvanda sem heilbrigðiskerfið hefur átt við að glíma má flestum vera ljóst að engin einföld svör blasa við. Áframhaldandi vinna í átt að enn frekari hagræðingar bíður sem fyrr svo þessir sem og aðrir áþekkir munu geta notið góðs af. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga er eitt af þeim "kerfum" sem sérhver landsmaður nýtir sér einhvern tímann á ævinni með einum eða öðrum hætti. Þjónusta þess þarf því að vera á eins breiðum grunni og framast er unnt. Þjóðin er einnig afar lánsöm að eiga þess kost að þiggja þjónustuna úr höndum færustu sérfræðinga og vel þjálfaðs starfsfólks. Þeir einstaklingar/pör sem eiga við ófrjósemi að stríða eru meðal þeirra sem þiggja þjónustu frá heilbrigðiskerfinu. Skilgreining á ófrjósemi er þegar par hefur reynt að eignast barn í eitt ár án árangurs. Talið er að 15-20% para á barneignaraldri glími við ófrjósemi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ófrjósemi er fyrst og fremst líffræðilegt vandamál enda þótt sálrænir þættir hafi svo sannarlega áhrif. Tilvera, samtök gegn ófrjósemi, voru stofnuð 1989. Hlutverk Tilveru er m.a. að standa við bakið á sjúklingum sem þarfnast tæknifrjóvgunarmeðferðar. Aðeins þeir sem hafa verið og eru í þeirri stöðu að eiga við ófrjósemi að stríða og reynt hafa að eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar vita hversu mikið álag og áhrif það hefur á tilfinninga- og líkamlega líðan. Ef meðferðin skilar ekki árangri eykst álagið oft enn frekar þegar tilfinningar eins og sorg, vonleysi og kvíði gera vart við sig. Hversu mikið erum við sem samfélag tilbúin til að hjálpa þessum hópi og í hverju gæti hjálpin einna helst falist? Fyrir rúmum tveimur árum var tæknifrjóvgunardeildinni á LSH lokað og gerður var samningur við ART Medica um að annast þessa þjónustu. Enda þótt aðilar hafi vafalaust viljað gera góðan samning koma oft veikleikar slíks samkomulags ekki í ljós fyrr en á reynir. Sem dæmi sýndi það sig að í fyrsta samningnum sem gerður var milli ART Medica, LSH og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis var samið um færri glasa/smásjárfrjóvganir en eftirspurn var eftir. Sú hjálp sem mun helst nýtast þeim sem eiga við ófrjósemi að stríða hlýtur fyrst og fremst að lúta að þjónustunni sem þeim stendur til boða eða á að standa til boða. Tæknifrjóvganir eru dýrar og oft er fleiri en einnar meðferðar þörf. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu greiða fyrir glasafrjóvgun á bilinu 137.000 til 256.000 krónur eftir því hversu margar meðferðir parið hefur farið í. Kostnaður miðast einnig við hvort parið á eitt eða fleiri börn saman. Heildarkostnaður án niðurgreiðslu er 307.000 krónur. Í lögum um tæknifrjóvgun, 1996 nr. 55, 29. maí, kemur fram í 2. málsgrein 2. greinar að "Heilbrigðisstofnun sem fær leyfi skv. 1. mgr. er skylt að bjóða pörum sem sækja um tæknifrjóvgunarmeðferð faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga". Þessu er ekki sinnt í dag sem skyldi. Ófrjósemi virðist vera vaxandi vandamál. Ástæða þess að um er að ræða vaxandi vandamál er varla hvorki einhlít né einföld. Mörgum finnst auðvelt að setja sig í spor þeirra sem eiga við þennan vanda að stríða jafnvel þótt þeir hafi ekki sjálfir persónulega reynslu af honum. Ég er þeirrar skoðunar að hlúa þurfi betur að þessum einstaklingum. Málefni þeirra eru mér hugleikin og myndi ég gjarnan vilja fá tækifæri til að taka þátt í að finna leiðir sem gætu komið til góða. Hér myndu margir vilja spyrja hvar taka eigi fjármagn til að styðja við bakið á þessum hópi. Í ljósi þess fjárhagsvanda sem heilbrigðiskerfið hefur átt við að glíma má flestum vera ljóst að engin einföld svör blasa við. Áframhaldandi vinna í átt að enn frekari hagræðingar bíður sem fyrr svo þessir sem og aðrir áþekkir munu geta notið góðs af. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun