Gott orðspor í viðskiptum borgar sig 27. september 2006 00:01 Stjórnarformaður Íslands 2006 tekur við verðlaunum Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, tekur við verðlaununum úr hendi Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Nordica hóteli fyrir helgi. Markaðurinn/Anton Brink Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands á fimmtudag. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi tilnefning fer fram en hún er að frumkvæði fyrirtækisins BoardNews sem hér hélt ráðstefnu um orðspor í viðskiptum. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti verðlaunin. Tilgangurinn með verðlaununum er sagður vera að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa, um leið og stuðlað sé að bættu viðskiptasiðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við fulltrúa háskóla og atvinnnulífsins. Gunnar Eckbo, ritstjóri Board News í Noregi, er sagður aðalhvatamaður að veitingu verðlaunanna hér, en hann hefur haft veg og vanda af vali á stjórnarformanni ársins í Noregi. Stjórnarformaður ársins var valinn samkvæmt könnun sem var gerð meðal framkvæmdastjóra og stjórnarmanna á Íslandi. Hlaut Gunnlaugur Sævar flest stig í könnuninni en hann hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Tryggingamiðstöðinni (TM) í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hagnaður félagsins aukist jafnt og þétt og starfsemi erlendis hefur verið aukin. "Ég er mjög þakklátur fyrir þessi verðlaun, þótt ég verði líka að viðurkenna að þegar haft var samband við mig út af þessu kom það mér gjörsamlega í opna skjöldu," sagði Gunnlaugur þegar hann tók við verðlaununum. Á það er bent að í tíð Gunnlaugs Sævars sem stjórnarformanns hafi Tryggingamiðstöðin sýnt góðan fjárhagslegan árangur, velta hafi aukist um 50 prósent og hagnaður þrefaldast. Gunnlaugur og samstarfsfólk hans í stjórn TM hafa aukið við starfsemina erlendis og með yfirtökunni á Norway Energy and Marine Insurance (NEMI) hefur TM aukið tekjur sínar um nær 100 prósent. TM hefur einnig keypt 5 prósenta hlut í Invik & co AB sem er sænskt trygginga- og fjármálafyrirtæki. Í ræðu sinni fyrir verðlaunaafhendinguna lagði Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áherslu á mikilvægi góðs orðspors og kvað okkur Íslendinga ekki síst hafa fundið fyrir mikilvægi þess í erfiðri umræðu um bankana og íslenska hagkerfið fyrr á árinu. "Gott orðspor fyrir góða dómgreind og heiðarleika er þáttur sem flýtt getur fyrir í viðskiptum," segir hann og bætir við: "Gott orðspor borgar sig, bæði beint og óbeint." Viðskipti Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands á fimmtudag. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi tilnefning fer fram en hún er að frumkvæði fyrirtækisins BoardNews sem hér hélt ráðstefnu um orðspor í viðskiptum. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti verðlaunin. Tilgangurinn með verðlaununum er sagður vera að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa, um leið og stuðlað sé að bættu viðskiptasiðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við fulltrúa háskóla og atvinnnulífsins. Gunnar Eckbo, ritstjóri Board News í Noregi, er sagður aðalhvatamaður að veitingu verðlaunanna hér, en hann hefur haft veg og vanda af vali á stjórnarformanni ársins í Noregi. Stjórnarformaður ársins var valinn samkvæmt könnun sem var gerð meðal framkvæmdastjóra og stjórnarmanna á Íslandi. Hlaut Gunnlaugur Sævar flest stig í könnuninni en hann hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Tryggingamiðstöðinni (TM) í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hagnaður félagsins aukist jafnt og þétt og starfsemi erlendis hefur verið aukin. "Ég er mjög þakklátur fyrir þessi verðlaun, þótt ég verði líka að viðurkenna að þegar haft var samband við mig út af þessu kom það mér gjörsamlega í opna skjöldu," sagði Gunnlaugur þegar hann tók við verðlaununum. Á það er bent að í tíð Gunnlaugs Sævars sem stjórnarformanns hafi Tryggingamiðstöðin sýnt góðan fjárhagslegan árangur, velta hafi aukist um 50 prósent og hagnaður þrefaldast. Gunnlaugur og samstarfsfólk hans í stjórn TM hafa aukið við starfsemina erlendis og með yfirtökunni á Norway Energy and Marine Insurance (NEMI) hefur TM aukið tekjur sínar um nær 100 prósent. TM hefur einnig keypt 5 prósenta hlut í Invik & co AB sem er sænskt trygginga- og fjármálafyrirtæki. Í ræðu sinni fyrir verðlaunaafhendinguna lagði Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áherslu á mikilvægi góðs orðspors og kvað okkur Íslendinga ekki síst hafa fundið fyrir mikilvægi þess í erfiðri umræðu um bankana og íslenska hagkerfið fyrr á árinu. "Gott orðspor fyrir góða dómgreind og heiðarleika er þáttur sem flýtt getur fyrir í viðskiptum," segir hann og bætir við: "Gott orðspor borgar sig, bæði beint og óbeint."
Viðskipti Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira