Skoða breytt landslag 27. september 2006 00:01 Sparisjóðabankinn við Rauðarárstíg Eignarhlutur sparisjóða í Sparisjóðabankanum hækkar í virði við skráningu Existu á markað. Verðmætari hlutur getur leitt til lækkunar eiginfjárhlutfalla sparisjóðanna. Markaðurinn/E.Ól. Eftir skráningu Existu á hlutabréfamarkað blasir nýr heimur við sparisjóðunum 24. Allt stefnir í að methagnaður verði á rekstri þeirra á þessu ári vegna hinnar miklu verðmætaaukningar sem varð við skráninguna. Einkum munu þeir sparisjóðir, sem eiga beint hlutabréf í Existu, sýna mikinn hagnað á þessu ári og gefur það þeim kraft til að styrkja sig frekar. En þetta mun einnig hafa önnur áhrif á efnahag sparisjóðanna, nefnilega eiginfjárhlutföll þeirra. Eignarhlutir banka og sparisjóða í öðrum fjármálafyrirtækjum dragast frá eiginfjárgrunni og þar sem hlutabréf sparisjóða í Existu eru verðmætari verður frádrátturinn við eiginfjárútreikninga meiri. Lægri eiginfjárhlutföll (CAD) geta leitt til þess að slagkraftur til frekari sóknar og þar með útlánageta takmarkast. Einnig er ljóst að þar sem eignarhluturinn ber nú markaðsáhættu verður afkoma Existu-sparisjóðanna mun háðari sveiflum á hlutabréfamarkaði. Frá klassískum bankasjónarmiðum þykir það ekki góð regla að hafa stóran hluta eigin fjár bundinn í einni eign. Exista-sparisjóðirnir sjálfir eru misvel búnir undir þessa verðmætaaukningu, til dæmis er ósennilegt að SPRON hreyfi við hlut sínum en smærri sparisjóðir eru varla í annarri stöðu en að selja þegar nær dregur áramótum, þá í samráði við aðra eigendur Existu. Það eru ekki einungis Exista-sparisjóðir skoða rækilega þessi áhrif. Allir sparisjóðir taka hlutdeild í hagnaði Sparisjóðabankans sem á 4,6 prósenta hlut í Existu en hlutur bankans hefur sennilega aukist um fimm milljarða að virði frá því í lok júní. Eignarhlutur í bankanum verður því enn verðmætari í bókum sparisjóða. Eignarhlutur Sparisjóðabankans í Existu nemur sennilega um 80 prósentum af eigin fé bankans um mitt ár þannig að hluturinn gæti reynst farartálmi á boðaðri leið bankans til útrásar og er ekki ósennilegt að bankinn létti á sinni stöðu. Þá geta sparisjóðir styrkt eiginfjárstöðu með útgáfu nýs stofnfjár eða víkjandi lána. En af samtölum við sparisjóðamenn segjast fáir myndu gráta ef óumflýjanlegt reynist að selja hluti í Existu. Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Eftir skráningu Existu á hlutabréfamarkað blasir nýr heimur við sparisjóðunum 24. Allt stefnir í að methagnaður verði á rekstri þeirra á þessu ári vegna hinnar miklu verðmætaaukningar sem varð við skráninguna. Einkum munu þeir sparisjóðir, sem eiga beint hlutabréf í Existu, sýna mikinn hagnað á þessu ári og gefur það þeim kraft til að styrkja sig frekar. En þetta mun einnig hafa önnur áhrif á efnahag sparisjóðanna, nefnilega eiginfjárhlutföll þeirra. Eignarhlutir banka og sparisjóða í öðrum fjármálafyrirtækjum dragast frá eiginfjárgrunni og þar sem hlutabréf sparisjóða í Existu eru verðmætari verður frádrátturinn við eiginfjárútreikninga meiri. Lægri eiginfjárhlutföll (CAD) geta leitt til þess að slagkraftur til frekari sóknar og þar með útlánageta takmarkast. Einnig er ljóst að þar sem eignarhluturinn ber nú markaðsáhættu verður afkoma Existu-sparisjóðanna mun háðari sveiflum á hlutabréfamarkaði. Frá klassískum bankasjónarmiðum þykir það ekki góð regla að hafa stóran hluta eigin fjár bundinn í einni eign. Exista-sparisjóðirnir sjálfir eru misvel búnir undir þessa verðmætaaukningu, til dæmis er ósennilegt að SPRON hreyfi við hlut sínum en smærri sparisjóðir eru varla í annarri stöðu en að selja þegar nær dregur áramótum, þá í samráði við aðra eigendur Existu. Það eru ekki einungis Exista-sparisjóðir skoða rækilega þessi áhrif. Allir sparisjóðir taka hlutdeild í hagnaði Sparisjóðabankans sem á 4,6 prósenta hlut í Existu en hlutur bankans hefur sennilega aukist um fimm milljarða að virði frá því í lok júní. Eignarhlutur í bankanum verður því enn verðmætari í bókum sparisjóða. Eignarhlutur Sparisjóðabankans í Existu nemur sennilega um 80 prósentum af eigin fé bankans um mitt ár þannig að hluturinn gæti reynst farartálmi á boðaðri leið bankans til útrásar og er ekki ósennilegt að bankinn létti á sinni stöðu. Þá geta sparisjóðir styrkt eiginfjárstöðu með útgáfu nýs stofnfjár eða víkjandi lána. En af samtölum við sparisjóðamenn segjast fáir myndu gráta ef óumflýjanlegt reynist að selja hluti í Existu.
Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira