Ótrúleg dramatík þegar KR tryggði annað sætið 24. september 2006 10:15 Fyrrum félagar berjast. Garðar Jóhannsson hjá Val fann sig ágætlega gegn sínum gömlu samherjum í KR í gær og skoraði meðal annars gott mark. Það kom mörgum á óvart að Teitur Þórðarson, þjálfari KR, skyldi hafa fengið ungan og lítt þekktan sóknarmann, Guðmund Pétursson að nafni, að láni frá ÍR rétt áður en lokað var fyrir leikmannaskipti í Landsbankadeildinni í lok júlí sl. Teitur hafði séð einhverja hæfileika í Guðmundi og vildi sjá hvort hann höndlaði gæðin í efstu deild. Hann hefur þó sennilega ekki órað fyrir því að hinn nítján ára gamli Breiðhyltingur ætti eftir að tryggja liði sínu 2. sæti Landsbankadeildarinnar og þar með réttinn til að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Sú varð hins vegar raunin þegar Guðmundur tryggði KR-ingum 2-2 jafntefli gegn Val í Laugardalnum í gær. „Það gerist ekki mikið betra en þetta,“ sagði hetjan Guðmundur við Fréttablaðið eftir leikinn en hann hafði varla undan að taka á móti faðmlögum félaga sinna í KR-liðinu. Guðmundur hafði komið inn á sem varamaður á 78. mínútu og þakkaði fyrir sig með því að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi verið eftirminnilegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Það er bara vonandi að ég nái einhvern tíma að toppa þetta,“ bætti Guðmundur við. Valsmenn voru eðlilega niðurlútir í leikslok eftir að hafa látið 2. sætið ganga sér úr greipum en þeir geta hins vegar engum nema sjálfum sér um kennt. Þeir voru miklu betri aðilinn í leiknum allt þar til Garðar Jóhannsson hafði komið þeim í 2-1 á 61. mínútu leiksins. Þá féll liðið í þá gryfju að detta aftar á völlinn, KR-ingar komust inn í leikinn og refsuðu heimamönnum grimmilega, eins og áður hefur komið fram. Leikurinn í gær var annars hin fínasta skemmtun enda tvö heitustu lið deildarinnar að mætast og sjálfstraustið eftir því. Valsmenn blésu í stórsókn frá fyrstu mínútu og komust verðskuldað yfir með marki Pálma Rafns Pálmasonar á 18. mínútu. Grétar Ólafur Hjartason jafnaði metin á 38. mínútu, úr fyrsta markskoti KR í leiknum, en á þeim tíma hafði Valur hins vegar átt 11 skot að marki. Yfirburðir Vals héldu áfram og skiluðu marki frá Garðari, eins og áður segir, en eftir það gaf liðið eftir. Teitur tók áhættu á lokakaflanum með því að setja aukinn kraft í sókn KR og átti hún eftir að borga sig og vel það. Taplaus hrina Valsmanna í deildinni frá því 5. júní hélt þó áfram en á endanum en segja má að það hafi verið jafnteflin sem reyndust þeim dýrkeypt á endanum. Lokasprettur KR var ekki mikið verri, 17 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjunum skiluðu liðinu 2. sætinu, árangri sem Teitur Þórðarson hefur líklega ekki leyft sér að dreyma um þegar mótið var hálfnað. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að Teitur Þórðarson, þjálfari KR, skyldi hafa fengið ungan og lítt þekktan sóknarmann, Guðmund Pétursson að nafni, að láni frá ÍR rétt áður en lokað var fyrir leikmannaskipti í Landsbankadeildinni í lok júlí sl. Teitur hafði séð einhverja hæfileika í Guðmundi og vildi sjá hvort hann höndlaði gæðin í efstu deild. Hann hefur þó sennilega ekki órað fyrir því að hinn nítján ára gamli Breiðhyltingur ætti eftir að tryggja liði sínu 2. sæti Landsbankadeildarinnar og þar með réttinn til að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Sú varð hins vegar raunin þegar Guðmundur tryggði KR-ingum 2-2 jafntefli gegn Val í Laugardalnum í gær. „Það gerist ekki mikið betra en þetta,“ sagði hetjan Guðmundur við Fréttablaðið eftir leikinn en hann hafði varla undan að taka á móti faðmlögum félaga sinna í KR-liðinu. Guðmundur hafði komið inn á sem varamaður á 78. mínútu og þakkaði fyrir sig með því að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi verið eftirminnilegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Það er bara vonandi að ég nái einhvern tíma að toppa þetta,“ bætti Guðmundur við. Valsmenn voru eðlilega niðurlútir í leikslok eftir að hafa látið 2. sætið ganga sér úr greipum en þeir geta hins vegar engum nema sjálfum sér um kennt. Þeir voru miklu betri aðilinn í leiknum allt þar til Garðar Jóhannsson hafði komið þeim í 2-1 á 61. mínútu leiksins. Þá féll liðið í þá gryfju að detta aftar á völlinn, KR-ingar komust inn í leikinn og refsuðu heimamönnum grimmilega, eins og áður hefur komið fram. Leikurinn í gær var annars hin fínasta skemmtun enda tvö heitustu lið deildarinnar að mætast og sjálfstraustið eftir því. Valsmenn blésu í stórsókn frá fyrstu mínútu og komust verðskuldað yfir með marki Pálma Rafns Pálmasonar á 18. mínútu. Grétar Ólafur Hjartason jafnaði metin á 38. mínútu, úr fyrsta markskoti KR í leiknum, en á þeim tíma hafði Valur hins vegar átt 11 skot að marki. Yfirburðir Vals héldu áfram og skiluðu marki frá Garðari, eins og áður segir, en eftir það gaf liðið eftir. Teitur tók áhættu á lokakaflanum með því að setja aukinn kraft í sókn KR og átti hún eftir að borga sig og vel það. Taplaus hrina Valsmanna í deildinni frá því 5. júní hélt þó áfram en á endanum en segja má að það hafi verið jafnteflin sem reyndust þeim dýrkeypt á endanum. Lokasprettur KR var ekki mikið verri, 17 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjunum skiluðu liðinu 2. sætinu, árangri sem Teitur Þórðarson hefur líklega ekki leyft sér að dreyma um þegar mótið var hálfnað.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn