September-umferðin Dagur B. Eggertsson skrifar 23. september 2006 05:00 Miklabrautin undirstrikaði mikilvægi sitt í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins í vikunni þegar vörubíll með tengivagn valt og dreifði gleri þvert yfir götuna. Atburðurinn undirstrikar mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og að Öskjuhlíðargöng verði forgangsverkefni frekar en mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Með Sundabraut og Öskjuhlíðargöngum fengi umferðarflæðið þrjá meginása frá austri til vesturs í stað þess að Miklabraut einni sé ætlað það hlutverk. Það er því furðulegt að einu viðbrögð borgarstjóra í málinu hafi verið þau að lögreglan hafi átt að vera fljótari að sópa. Skilaboðin eru einföld: Sundabraut strax og Öskjuhlíðargöng í forgang. Þetta er stefna Samfylkingarinnar. Þetta á ekki að vera erfitt að skilja. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það þó ekki. Það er viðkvæmt að viðurkenna að ofuráhersla meirhlutans á Miklubraut eru mistök. Eftir vel heppnaðar aðgerðir á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar árið 2005 eru þau miklu öruggari og afkasta meiru en áður. Flöskuhálsarnir eru nú miklu frekar á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar annars vegar og hins vegar á Kringlumýrarbraut vegna bíla úr Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ sem myndu nýta sér Öskjuhlíðargöng á leið í og úr miðborginni. Sundabraut, Öskjuhlíðargöng og stokkalausn á Miklubraut við Miklatún eru því allt verkefni sem eiga að koma á undan mislægum gatnamótum á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Slík aðgerð myndi einungis auka vandann við Lönguhlíð og raunar draga enn frekari umferð inn á þetta svæði og búa til flöskuhálsa á öllum næstu gatnamótum. Athuganir Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar sýndu enda fram á það að alls þyrfti mislægar framkvæmdir fyrir á annan tug milljarða á öllum næstu götuhornum ef mislæg gatnamót á Miklubraut-Kringlumýrarbraut ættu að greiða fyrir umferð. Þar með sætum við uppi með eina allsherjar hörmung í hjarta borgarinnar, Houston - Reykjavík, takk fyrir. Og litlu betra umferðarkerfi í ofanálag - aðeins einn meginás frá austri til vesturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Miklabrautin undirstrikaði mikilvægi sitt í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins í vikunni þegar vörubíll með tengivagn valt og dreifði gleri þvert yfir götuna. Atburðurinn undirstrikar mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og að Öskjuhlíðargöng verði forgangsverkefni frekar en mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Með Sundabraut og Öskjuhlíðargöngum fengi umferðarflæðið þrjá meginása frá austri til vesturs í stað þess að Miklabraut einni sé ætlað það hlutverk. Það er því furðulegt að einu viðbrögð borgarstjóra í málinu hafi verið þau að lögreglan hafi átt að vera fljótari að sópa. Skilaboðin eru einföld: Sundabraut strax og Öskjuhlíðargöng í forgang. Þetta er stefna Samfylkingarinnar. Þetta á ekki að vera erfitt að skilja. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það þó ekki. Það er viðkvæmt að viðurkenna að ofuráhersla meirhlutans á Miklubraut eru mistök. Eftir vel heppnaðar aðgerðir á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar árið 2005 eru þau miklu öruggari og afkasta meiru en áður. Flöskuhálsarnir eru nú miklu frekar á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar annars vegar og hins vegar á Kringlumýrarbraut vegna bíla úr Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ sem myndu nýta sér Öskjuhlíðargöng á leið í og úr miðborginni. Sundabraut, Öskjuhlíðargöng og stokkalausn á Miklubraut við Miklatún eru því allt verkefni sem eiga að koma á undan mislægum gatnamótum á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Slík aðgerð myndi einungis auka vandann við Lönguhlíð og raunar draga enn frekari umferð inn á þetta svæði og búa til flöskuhálsa á öllum næstu gatnamótum. Athuganir Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar sýndu enda fram á það að alls þyrfti mislægar framkvæmdir fyrir á annan tug milljarða á öllum næstu götuhornum ef mislæg gatnamót á Miklubraut-Kringlumýrarbraut ættu að greiða fyrir umferð. Þar með sætum við uppi með eina allsherjar hörmung í hjarta borgarinnar, Houston - Reykjavík, takk fyrir. Og litlu betra umferðarkerfi í ofanálag - aðeins einn meginás frá austri til vesturs.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun