Skörp hækkun í FL Group 21. september 2006 09:05 Fjárfestar vænta að Icelandair verði skráð á markað. Hlutabréf í FL Group hafa hækkað yfir fjörutíu prósent á einum mánuði. Mynd/Teitur Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 42 prósent frá því að félagið birti hálfs árs uppgjör um miðjan ágúst. Þetta er meiri hækkun en hjá nokkru öðru Kauphallarfélagi á sama tíma. Á sama tíma hafa fáar fréttir borist frá félaginu nema þær er snúa að kaupum tveggja stærstu hluthafanna, Oddaflugs, félags í eigu forstjórans Hannesar Smárasonar, og Baugs Group. Baugur keypti fyrir hálfan milljarð króna en Hannes fyrir 2,7 milljarða króna. Ætla má að óinnleystur hagnaður Oddaflugs af þessum kaupi nemi ekki undir þrjú hundruð milljónum króna. Gengi FL Group er sérlega næmt fyrir verðþróun á markaði og þannig lækkaði það mest allra félaga þegar Úrvalsvísitalan tók dýfu fyrr árinu. ríðarlegur viðsnúningur á innlendum fjármálamarkaði að undanförnu veldur mikilli hækkun á stærstu eignarhlutum FL á innlendum markaði en verðmæti hlutabréfa félagsins í Glitni og Straumi-Burðarási hefur hækkað um tugmilljarða. Gengisþróun síðustu daga bendir líka til þess að fjárfestar búist við skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands innan skamms, eftir vel heppnuð hlutafjárútboð hjá Existu og Marel, en hætt var við skráningu Icelandair á vordögum þegar markaðurinn var að falla. Í bókum FL er eignarhlutur í Icelandair metinn á 8,2 milljarða króna en ekki þykir óvarlegt að meta markaðsvirði félagsins á 25 milljarða króna. „Erlendir fjölmiðlar hafa haft eftir Hannesi að óinnleystur söluhagnaður af sölu Icelandair gæti numið í kringum 18 ma.kr. en í íslenskum fjölmiðlum er haft eftir honum að söluhagnaðurinn sé umtalsvert meiri,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Þá hefur Almar Örn Hilmarsson, forstjóri norrænna lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er annað rekstrarfélag í eigu FL, greint frá því stefnt sé að hagnaði Sterling á árinu eftir mikinn hallarekstur á liðnum árum. Fréttir af kaupum OMX á Kauphöllinni virðast hafa haft jákvæð áhrif á verð í hlutabréfum stærstu félaganna. Talið er víst að stærstu íslensku félögin fái aukna athygli erlendra fjárfesta í kjölfarið. FL Group er varla undantekning í þeim efnum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 42 prósent frá því að félagið birti hálfs árs uppgjör um miðjan ágúst. Þetta er meiri hækkun en hjá nokkru öðru Kauphallarfélagi á sama tíma. Á sama tíma hafa fáar fréttir borist frá félaginu nema þær er snúa að kaupum tveggja stærstu hluthafanna, Oddaflugs, félags í eigu forstjórans Hannesar Smárasonar, og Baugs Group. Baugur keypti fyrir hálfan milljarð króna en Hannes fyrir 2,7 milljarða króna. Ætla má að óinnleystur hagnaður Oddaflugs af þessum kaupi nemi ekki undir þrjú hundruð milljónum króna. Gengi FL Group er sérlega næmt fyrir verðþróun á markaði og þannig lækkaði það mest allra félaga þegar Úrvalsvísitalan tók dýfu fyrr árinu. ríðarlegur viðsnúningur á innlendum fjármálamarkaði að undanförnu veldur mikilli hækkun á stærstu eignarhlutum FL á innlendum markaði en verðmæti hlutabréfa félagsins í Glitni og Straumi-Burðarási hefur hækkað um tugmilljarða. Gengisþróun síðustu daga bendir líka til þess að fjárfestar búist við skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands innan skamms, eftir vel heppnuð hlutafjárútboð hjá Existu og Marel, en hætt var við skráningu Icelandair á vordögum þegar markaðurinn var að falla. Í bókum FL er eignarhlutur í Icelandair metinn á 8,2 milljarða króna en ekki þykir óvarlegt að meta markaðsvirði félagsins á 25 milljarða króna. „Erlendir fjölmiðlar hafa haft eftir Hannesi að óinnleystur söluhagnaður af sölu Icelandair gæti numið í kringum 18 ma.kr. en í íslenskum fjölmiðlum er haft eftir honum að söluhagnaðurinn sé umtalsvert meiri,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Þá hefur Almar Örn Hilmarsson, forstjóri norrænna lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er annað rekstrarfélag í eigu FL, greint frá því stefnt sé að hagnaði Sterling á árinu eftir mikinn hallarekstur á liðnum árum. Fréttir af kaupum OMX á Kauphöllinni virðast hafa haft jákvæð áhrif á verð í hlutabréfum stærstu félaganna. Talið er víst að stærstu íslensku félögin fái aukna athygli erlendra fjárfesta í kjölfarið. FL Group er varla undantekning í þeim efnum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira