Styðjum Erlu Ósk til formennsku Jóhann Alfreð Kristinsson og Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 21. september 2006 06:00 Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fer fram í dag og hefst kosning til formanns klukkan 15 og stendur yfir til klukkan 19. Tveir frambjóðendur hafa gefið kost á sér til embættis formanns og að baki hvorum frambjóðanda er 11 manna hópur sem býður sig fram til stjórnarsetu. Fyrirkomulag kosninganna er með þeim hætti að formannskjörið sker einnig úr um hvor hópurinn fer inn í stjórn félagsins. Samhentur hópur frambjóðendaJóhanna Margrét Gísladóttir.Erla Ósk Ásgeirsdóttir leiðir Blátt-framboðið í ár sem formannsefni. Erla hefur meðal annars séð um innra starf Sambands ungra sjálfstæðismanna og var kosningastjóri Heimdallar í borgarstjórnarkosningunum í maí sl. Þar að auki gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ veturinn 2004-5 auk fjölda annarra félagsstarfa. Greinarhöfundar eru meðal þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram með Erlu Ósk. Frambjóðendahópurinn er fjölbreyttur og hafa frambjóðendur víðtæka reynslu af félagsstörfum. Skýrar málefnaáherslurMálefnaáherslur framboðsins eru skýrar. Við teljum mikilvægt að Heimdallur sé opið félag og leggi sig fram við að fá ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfinu og láta sig þar með varða samfélagsleg málefni og umræðu um þjóðmál. Við viljum að félagið veiti flokksforystunni öflugt aðhald og sé aflvaki nýrra hugmynda í stjórnmálum. Þá teljum við afar mikilvægt að félagið beiti sér á sem flestum sviðum og viljum meðal annars leggja áherslu á umhverfismál, málefni innflytjenda og mannréttindamál svo eitthvað sé nefnt. Málefnaáherslur framboðsins má finna á heimasíðu okkar, www.blatt.is. Vetur tækifæranna framundanMeð því að greiða Erlu Ósk atkvæði sitt í dag kjósa félagsmenn Heimdallar öflugan formann og í leiðinni samhentan og metnaðarfullan hóp ungs fólks til stjórnarsetu í félaginu. Nú er að renna í garð vetur prófkjöra og þingkosninga og framundan er án efa spennandi tími í íslenskum stjórnmálum. En komandi vetur verður ekki síst vetur tækifæranna fyrir ungt fólk til að tala sínu máli og vekja athygli á áherslumálum framtíðarinnar. Heimdallur á að vera öflugur málsvari ungs fólks og láta sig varða málefni þess hóps. Til þess þurfum við trausta forystu og hvetjum við alla félagsmenn í Heimdalli til að nýta kosningarétt sinn í dag.Höfundar bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fer fram í dag og hefst kosning til formanns klukkan 15 og stendur yfir til klukkan 19. Tveir frambjóðendur hafa gefið kost á sér til embættis formanns og að baki hvorum frambjóðanda er 11 manna hópur sem býður sig fram til stjórnarsetu. Fyrirkomulag kosninganna er með þeim hætti að formannskjörið sker einnig úr um hvor hópurinn fer inn í stjórn félagsins. Samhentur hópur frambjóðendaJóhanna Margrét Gísladóttir.Erla Ósk Ásgeirsdóttir leiðir Blátt-framboðið í ár sem formannsefni. Erla hefur meðal annars séð um innra starf Sambands ungra sjálfstæðismanna og var kosningastjóri Heimdallar í borgarstjórnarkosningunum í maí sl. Þar að auki gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ veturinn 2004-5 auk fjölda annarra félagsstarfa. Greinarhöfundar eru meðal þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram með Erlu Ósk. Frambjóðendahópurinn er fjölbreyttur og hafa frambjóðendur víðtæka reynslu af félagsstörfum. Skýrar málefnaáherslurMálefnaáherslur framboðsins eru skýrar. Við teljum mikilvægt að Heimdallur sé opið félag og leggi sig fram við að fá ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfinu og láta sig þar með varða samfélagsleg málefni og umræðu um þjóðmál. Við viljum að félagið veiti flokksforystunni öflugt aðhald og sé aflvaki nýrra hugmynda í stjórnmálum. Þá teljum við afar mikilvægt að félagið beiti sér á sem flestum sviðum og viljum meðal annars leggja áherslu á umhverfismál, málefni innflytjenda og mannréttindamál svo eitthvað sé nefnt. Málefnaáherslur framboðsins má finna á heimasíðu okkar, www.blatt.is. Vetur tækifæranna framundanMeð því að greiða Erlu Ósk atkvæði sitt í dag kjósa félagsmenn Heimdallar öflugan formann og í leiðinni samhentan og metnaðarfullan hóp ungs fólks til stjórnarsetu í félaginu. Nú er að renna í garð vetur prófkjöra og þingkosninga og framundan er án efa spennandi tími í íslenskum stjórnmálum. En komandi vetur verður ekki síst vetur tækifæranna fyrir ungt fólk til að tala sínu máli og vekja athygli á áherslumálum framtíðarinnar. Heimdallur á að vera öflugur málsvari ungs fólks og láta sig varða málefni þess hóps. Til þess þurfum við trausta forystu og hvetjum við alla félagsmenn í Heimdalli til að nýta kosningarétt sinn í dag.Höfundar bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar