Dagsbrún skipt upp í tvö rekstrarfélög 13. september 2006 00:01 Af kynningarfundi Dagsbrúnar. Rekstri Dagsbrúnar hefur verið skipt í tvennt. Teymi og hlutafélagið 365 verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember. MYND/GVA Stjórn Dagsbrúnar mun leggja þá tillögu fyrir hluthafafund að félaginu verði skipt í tvö aðskilin rekstrarfélög, Teymi og 365, sem bæði verða skráð í Kauphöll Íslands. Teymi verður stofnað utan um fjarskiptahluta rekstursins og hlutafélagið 365 utan um fjölmiðla- og afþreyingarhlutann. Félögin verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember næstkomandi. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir félagið hafa stækkað mikið undanfarin misseri og mánuði. Félögin tvö, Teymi og 365, séu nú hvort um sig stærri en Dagsbrún var í upphafi árs "Við teljum möguleika þessara tveggja félaga meiri sitt í hvoru lagi en saman." Þriðja félagið, K2, verður stofnað utan um þau fyrirtæki sem ekki falla að kjarnastarfsemi hinna tveggja. Teymi og 365 munu þó hvort um sig eiga þrjátíu og fimm prósenta hlut í K2 en aðrir fjárfestar afganginn. Loks hyggst Dagsbrún selja fasteignir í eigu félagsins. Áætlað er að þessar aðgerðir skili sér í lægri skuldastöðu sem nemur samtals þrettán til fjórtán milljörðum króna. Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Og Vodafone, verður forstjóri Teymis. Dótturfélög Teymis verða meðal annars símafélögin Og Vodafone og Sko, færeyska fjarskiptafélagið Kall, Securitas, Kögun, Skýrr og EJS. Undir hlutafélagið 365 heyra meðal annars 365 fjölmiðlar, Sena, D3, Sagafilm og breska prentsmiðjan Wyndeham. Þá á félagið tuttugu prósenta hlut í Dagsbrun Media Fund, sem stendur að útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen. Rekstur fjölmiðla á Íslandi hefur óneitanlega verið brokkgengur. Ari Edwald, forstjóri 365, telur þó að félagið eigi fullt erindi á markað. "Það má vel vera að það taki tvo til þrjá ársfjórðunga að skapa okkur einhverja sögu. 365 hf. verður gagnsærra sem sjálfstætt félag á markaði og ég geri ráð fyrir að enn skýrari kröfur verði gerðar um rekstrarárangur en áður." Ari segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um tilteknar breytingar á rekstri 365. Viðskipti Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Stjórn Dagsbrúnar mun leggja þá tillögu fyrir hluthafafund að félaginu verði skipt í tvö aðskilin rekstrarfélög, Teymi og 365, sem bæði verða skráð í Kauphöll Íslands. Teymi verður stofnað utan um fjarskiptahluta rekstursins og hlutafélagið 365 utan um fjölmiðla- og afþreyingarhlutann. Félögin verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember næstkomandi. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir félagið hafa stækkað mikið undanfarin misseri og mánuði. Félögin tvö, Teymi og 365, séu nú hvort um sig stærri en Dagsbrún var í upphafi árs "Við teljum möguleika þessara tveggja félaga meiri sitt í hvoru lagi en saman." Þriðja félagið, K2, verður stofnað utan um þau fyrirtæki sem ekki falla að kjarnastarfsemi hinna tveggja. Teymi og 365 munu þó hvort um sig eiga þrjátíu og fimm prósenta hlut í K2 en aðrir fjárfestar afganginn. Loks hyggst Dagsbrún selja fasteignir í eigu félagsins. Áætlað er að þessar aðgerðir skili sér í lægri skuldastöðu sem nemur samtals þrettán til fjórtán milljörðum króna. Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Og Vodafone, verður forstjóri Teymis. Dótturfélög Teymis verða meðal annars símafélögin Og Vodafone og Sko, færeyska fjarskiptafélagið Kall, Securitas, Kögun, Skýrr og EJS. Undir hlutafélagið 365 heyra meðal annars 365 fjölmiðlar, Sena, D3, Sagafilm og breska prentsmiðjan Wyndeham. Þá á félagið tuttugu prósenta hlut í Dagsbrun Media Fund, sem stendur að útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen. Rekstur fjölmiðla á Íslandi hefur óneitanlega verið brokkgengur. Ari Edwald, forstjóri 365, telur þó að félagið eigi fullt erindi á markað. "Það má vel vera að það taki tvo til þrjá ársfjórðunga að skapa okkur einhverja sögu. 365 hf. verður gagnsærra sem sjálfstætt félag á markaði og ég geri ráð fyrir að enn skýrari kröfur verði gerðar um rekstrarárangur en áður." Ari segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um tilteknar breytingar á rekstri 365.
Viðskipti Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira