Aukinn áhugi á Actavis í kjölfar PLIVA-slagsins 6. september 2006 00:01 Róbert Wessman Forstjóri Actavis heldur tölu á ársfundi félagsins fyrr á árinu. Félagið finnur nú fyrir stórauknum áhuga erlendis og er talið með betur kynntum íslenskum félögum. MYND/Heiða Metaðsókn var á kynningarfund sem Actavis boðaði til í kjölfar endurskoðaðs tilboðs í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Fundurinn var ætlaður erlendum fjárfestum og greiningaraðilum. Um 120 aðilar hringdu inn á fundinn, þar af um hundrað erlendir. Þetta er mesta aðsókn sem við höfum fengið á okkar kynningarfundi en yfirleitt erum við með um fimmtíu erlenda aðila á okkar kynningarfundum á netinu, segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta hjá Actavis og kveður áhugavert að sjá hvernig margir af stærstu fjárfestingarsjóðum heimsins séu farnir að sýna félaginu áhuga, sem og margir af sterkustu erlendu greiningaraðilunum. PLIVA er þó ekki eitt og sér að vekja áhuga manna því Actavis er í dag í hópi fimm stærstu og stefna okkar og árangur hefur vakið mikla athygli. Og þá sérstaklega öflugt stjórnendateymi félagsins. Halldór segir að nú þegar séu nokkrir af stærstu fjárfestingarsjóðum í lyfjaiðnaði farnir að fjárfesta í félaginu, þótt þær fjárfestingar beri enn mark þess að þeir séu að prófa sig áfram og hafi ekki enn tekið stórar stöður. Halldór telur að ekkert annað íslenskt félag sé jafn vel þekkt meðal erlendra fjárfesta og banka, eða hafi markaðssett félagið jafn markvisst gagnvart erlendum fjölmiðlum og fjármálaheiminum. Þá er Actavis fyrsta íslenska félagið sem fær erlenda greiningaraðila til að greina félagið, en tveir til þrír erlendir greiningaraðilar hafa staðfest að nýjar greiningar á félaginu komi út á næstu mánuðum, bætir hann við. Að auki hefur Actavis haft að því frumkvæði að fá inn í Kauphöll Íslands nýjan kauphallaraðila og hafa stjórnendur Kauphallarinnar tekið því vel. Búast má við að því ferli ljúki fljótlega og mun það styrkja mikið markaðssetningu Actavis og annarra félaga í Kauphöllinni gagnvart erlendum fjárfestum, þar sem um er að ræða eitt af stærstu fjármálafyrirtækjum heimsins og það langstærsta sem sýnt hefur íslenska markaðnum áhuga. Við teljum að mikil tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki að markaðssetja sig gagnvart erlendum fjárfestum og við teljum það reyndar nauðsynlegt til að stuðla að frekari vexti markaðarins hér. Þá teljum við að ákveðnar breytingar þurfi að verða á umhverfinu hér til að fjárfestar muni fjárfesta hér í auknum mæli. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að félögin hér fái þekkta erlenda greiningaraðila til að meta rekstur félaganna reglulega, að sterkari kauphallaraðilar komi hér inn á markaðinn og væri sameining kauphalla á Norðurlöndunum jákvætt skref í því samhengi. Þá getur skráning hlutafjár í evrum haft mjög jákvæð áhrif og minnkað áhættu erlendra fjárfesta vegna fjárfestinga hér, auk þess sem íslenskir aðilar gætu þá keypt bréf í evrum og fjármagnað sig í þeim gjaldmiðli, segir Halldór. Viðskipti Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Metaðsókn var á kynningarfund sem Actavis boðaði til í kjölfar endurskoðaðs tilboðs í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Fundurinn var ætlaður erlendum fjárfestum og greiningaraðilum. Um 120 aðilar hringdu inn á fundinn, þar af um hundrað erlendir. Þetta er mesta aðsókn sem við höfum fengið á okkar kynningarfundi en yfirleitt erum við með um fimmtíu erlenda aðila á okkar kynningarfundum á netinu, segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta hjá Actavis og kveður áhugavert að sjá hvernig margir af stærstu fjárfestingarsjóðum heimsins séu farnir að sýna félaginu áhuga, sem og margir af sterkustu erlendu greiningaraðilunum. PLIVA er þó ekki eitt og sér að vekja áhuga manna því Actavis er í dag í hópi fimm stærstu og stefna okkar og árangur hefur vakið mikla athygli. Og þá sérstaklega öflugt stjórnendateymi félagsins. Halldór segir að nú þegar séu nokkrir af stærstu fjárfestingarsjóðum í lyfjaiðnaði farnir að fjárfesta í félaginu, þótt þær fjárfestingar beri enn mark þess að þeir séu að prófa sig áfram og hafi ekki enn tekið stórar stöður. Halldór telur að ekkert annað íslenskt félag sé jafn vel þekkt meðal erlendra fjárfesta og banka, eða hafi markaðssett félagið jafn markvisst gagnvart erlendum fjölmiðlum og fjármálaheiminum. Þá er Actavis fyrsta íslenska félagið sem fær erlenda greiningaraðila til að greina félagið, en tveir til þrír erlendir greiningaraðilar hafa staðfest að nýjar greiningar á félaginu komi út á næstu mánuðum, bætir hann við. Að auki hefur Actavis haft að því frumkvæði að fá inn í Kauphöll Íslands nýjan kauphallaraðila og hafa stjórnendur Kauphallarinnar tekið því vel. Búast má við að því ferli ljúki fljótlega og mun það styrkja mikið markaðssetningu Actavis og annarra félaga í Kauphöllinni gagnvart erlendum fjárfestum, þar sem um er að ræða eitt af stærstu fjármálafyrirtækjum heimsins og það langstærsta sem sýnt hefur íslenska markaðnum áhuga. Við teljum að mikil tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki að markaðssetja sig gagnvart erlendum fjárfestum og við teljum það reyndar nauðsynlegt til að stuðla að frekari vexti markaðarins hér. Þá teljum við að ákveðnar breytingar þurfi að verða á umhverfinu hér til að fjárfestar muni fjárfesta hér í auknum mæli. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að félögin hér fái þekkta erlenda greiningaraðila til að meta rekstur félaganna reglulega, að sterkari kauphallaraðilar komi hér inn á markaðinn og væri sameining kauphalla á Norðurlöndunum jákvætt skref í því samhengi. Þá getur skráning hlutafjár í evrum haft mjög jákvæð áhrif og minnkað áhættu erlendra fjárfesta vegna fjárfestinga hér, auk þess sem íslenskir aðilar gætu þá keypt bréf í evrum og fjármagnað sig í þeim gjaldmiðli, segir Halldór.
Viðskipti Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira