Stokkhólmsslagurinn leystist upp 30. ágúst 2006 00:01 Áhorfendur hlupu margir inn á völlinn eins og þessi. Flauta varð leikinn af vegna þessa. fréttablaðið/scanpix Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. Á þeim tímapunkti voru þrír Íslendingar inni á vellinum; þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson leikmenn Hammarby og Sölvi Geir Ottesen leikmaður Djurgården. Félagi þess síðastnefnda, Kári Árnason, var á varamannabekk liðsins. "Þetta var ekta bæjarslagur sem hefur oft verið skrautlegur í gegnum árin," sagði Pétur við Fréttablaðið í gær. "Forsagan var sú að við höfðum verið á toppi deildarinnar lengi en tapað síðustu tveimur leikjum. Djurgården var ekki búið að standa sig eins vel á tímabilinu og búist hafði verið við og þeir ætluðu sér sjálfir. Það var því mikið í húfi í gær." Pétur segir því næst að hann hafi fundið í upphafi leiks að stemningin á leiknum hafi verið óvenju harkaleg. "Svo strax í fyrri hálfleik var annar aðstoðardómarinn grýttur niður, sem og einn öryggisvörður. Þetta gerðist fyrir framan stæði stuðningsmanna Djurgården. Við lendum svo 3-0 undir og það verður allt brjálað hjá okkar stuðningsmönnum. Þegar við svo komum út eftir hálfleikinn byrja menn að skjóta blysum og flugeldum bæði inn á völlinn sem og á þann hluta stúkunnar þar sem fjölskyldufólk er. Svo tekst einhverjum 15-20 manns að ryðjast inn á völlinn en aðrir voru stöðvaðir strax." Dómarar og leikmenn flúðu flestir völlinn umsvifalaust en Pétur var einn fárra sem urðu eftir og reyndu að róa mannskapinn. "Maður var ekkert að hugsa rökrétt. Það er vitanlega eðlilegt að flýja því maður veit aldrei hvað þessir kallar eru með innan á sér. Það fyrsta sem flaug mér í huga var að maður ætti að róa menn niður. Ég tók í einn náunga sem hafði sloppið í gegn og reyndi svo að ræða við áhorfendur. Það voru ansi margir sem róuðust en það er varla hægt að tjónka við verstu bullunum. Ég heyrði svo í dag að bæði ítalskar og þýskar fótboltabullur voru á vellinum þar sem þeim hafði verið boðið til "veislu" af sænsku bullunum. Þetta var því skipulagt í þaula og er þessum mönnum ekki bjargandi." Hann segir að fótboltabullur hafi lengi verið vandamál í sænskri knattspyrnu en þær haldi þó slagsmálunum að mestu leyti utan leikvanganna. "Það eru margar klíkur í gangi, okkar heitir til að mynda því frumlega nafni KGB. Oft ákveða klíkurnar að hittast einhvers staðar þar sem menn slást." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikur er í uppnámi vegna þessa og fyrir tveimur árum var leikur flautaður af í 45 mínútur vegna óláta áhorfenda en þá var Pétur einnig inni á vellinum. Þá mættust Hammarby og AIK. Staðan í leiknum þegar hann var flautaður af í fyrradag var 3-0 og verða þau úrslit væntanlega látin standa. "Svo verður væntanlega ákveðið í vikunni hvort við þurfum að spila einhverja leiki án áhorfenda og hvort félagið verður sektað eða jafnvel dregið stig af því." Í gær sögðust forráðamenn Hammarby ætla að kæra þá sem réðust inn á völlinn og krefja þá um skaðabætur. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. Á þeim tímapunkti voru þrír Íslendingar inni á vellinum; þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson leikmenn Hammarby og Sölvi Geir Ottesen leikmaður Djurgården. Félagi þess síðastnefnda, Kári Árnason, var á varamannabekk liðsins. "Þetta var ekta bæjarslagur sem hefur oft verið skrautlegur í gegnum árin," sagði Pétur við Fréttablaðið í gær. "Forsagan var sú að við höfðum verið á toppi deildarinnar lengi en tapað síðustu tveimur leikjum. Djurgården var ekki búið að standa sig eins vel á tímabilinu og búist hafði verið við og þeir ætluðu sér sjálfir. Það var því mikið í húfi í gær." Pétur segir því næst að hann hafi fundið í upphafi leiks að stemningin á leiknum hafi verið óvenju harkaleg. "Svo strax í fyrri hálfleik var annar aðstoðardómarinn grýttur niður, sem og einn öryggisvörður. Þetta gerðist fyrir framan stæði stuðningsmanna Djurgården. Við lendum svo 3-0 undir og það verður allt brjálað hjá okkar stuðningsmönnum. Þegar við svo komum út eftir hálfleikinn byrja menn að skjóta blysum og flugeldum bæði inn á völlinn sem og á þann hluta stúkunnar þar sem fjölskyldufólk er. Svo tekst einhverjum 15-20 manns að ryðjast inn á völlinn en aðrir voru stöðvaðir strax." Dómarar og leikmenn flúðu flestir völlinn umsvifalaust en Pétur var einn fárra sem urðu eftir og reyndu að róa mannskapinn. "Maður var ekkert að hugsa rökrétt. Það er vitanlega eðlilegt að flýja því maður veit aldrei hvað þessir kallar eru með innan á sér. Það fyrsta sem flaug mér í huga var að maður ætti að róa menn niður. Ég tók í einn náunga sem hafði sloppið í gegn og reyndi svo að ræða við áhorfendur. Það voru ansi margir sem róuðust en það er varla hægt að tjónka við verstu bullunum. Ég heyrði svo í dag að bæði ítalskar og þýskar fótboltabullur voru á vellinum þar sem þeim hafði verið boðið til "veislu" af sænsku bullunum. Þetta var því skipulagt í þaula og er þessum mönnum ekki bjargandi." Hann segir að fótboltabullur hafi lengi verið vandamál í sænskri knattspyrnu en þær haldi þó slagsmálunum að mestu leyti utan leikvanganna. "Það eru margar klíkur í gangi, okkar heitir til að mynda því frumlega nafni KGB. Oft ákveða klíkurnar að hittast einhvers staðar þar sem menn slást." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikur er í uppnámi vegna þessa og fyrir tveimur árum var leikur flautaður af í 45 mínútur vegna óláta áhorfenda en þá var Pétur einnig inni á vellinum. Þá mættust Hammarby og AIK. Staðan í leiknum þegar hann var flautaður af í fyrradag var 3-0 og verða þau úrslit væntanlega látin standa. "Svo verður væntanlega ákveðið í vikunni hvort við þurfum að spila einhverja leiki án áhorfenda og hvort félagið verður sektað eða jafnvel dregið stig af því." Í gær sögðust forráðamenn Hammarby ætla að kæra þá sem réðust inn á völlinn og krefja þá um skaðabætur. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira