Þrennt í varðhaldi fyrir kókaínsmygl 25. ágúst 2006 07:30 Gæsluvarðhald rennur út í dag yfir mönnunum sem reyndu að smygla 25 kílóum af fíkniefnum inn í bensíntanki bifreiðar. Myndin var tekin þegar einn þeirra var leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Tveir karlmenn og ein kona sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekin með um hálft kíló af örvandi efnum við komuna á Keflavíkurflugvöll á mánudag. Fólkið var að koma frá Amsterdam og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er talið að efnið sem þau höfðu í fórum sínum sé kókaín. Það hefur þó ekki fengist staðfest og lögregla verst allra fregna af málinu þar sem rannsókn þess er á frumstigi. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einum karli sem reyndu að smygla til landsins tæplega tveimur kílóum af kókaíni 9. ágúst. Karlmaðurinn og önnur konan, sem grunuð er um að hafa átt þátt í að skipuleggja smyglið, voru úrskurðuð í sex vikna varðhald til viðbótar. Hin konan, sem kókaínið fannst hjá, var úrskurðuð í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur. Tveir karlmenn til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Einn þessarra fimmmenninga er undir tvítugu en hin fjögur eru rúmlega tvítug. Alls sitja nú 22 í gæsluvarðhaldi hér á landi. Sautján þeirra eru í svokallaðri lausagæslu, en fimm manns eru í einangrun. Það eru þremenningarnir sem teknir voru í vikunni með fíkniefnin og tveir Litháar sem reyndu að smygla um 12,5 kílóum af amfetamíni með Norrænu til Seyðisfjarðar 6. júlí. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur út í dag. Einnig rennur út í dag gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem smygluðu 25 kílóum af fíkniefnum hingað til lands í bensíntanki notaðrar BMW-bifreiðar. Þrír þeirra voru handteknir að kvöldi skírdags þar sem þeir voru að bauka við að losa 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af hassi úr tankinum. Sá fjórði var handtekinn síðar. Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun segir að þeir sem eru í lausagæslu séu vistaðir í almennum fangaplássum. Einangrunarplássin í fangelsum landsins séu 11 talsins. Fangelsin eru smekkfull, en á síðustu dögum hefur ekki þurft að hafna kröfu um gæsluvarðhald vegna plássleysis, segir Erlendur. Það er alltaf hreyfing, því menn eru að losna, fara á meðferðarstofnanir, á áfangaheimili og þess háttar. En mönnum hefur ekki verið sleppt út til að búa til pláss. Ef fangelsin eru full, þá eru þau full. Innlent Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Tveir karlmenn og ein kona sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekin með um hálft kíló af örvandi efnum við komuna á Keflavíkurflugvöll á mánudag. Fólkið var að koma frá Amsterdam og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er talið að efnið sem þau höfðu í fórum sínum sé kókaín. Það hefur þó ekki fengist staðfest og lögregla verst allra fregna af málinu þar sem rannsókn þess er á frumstigi. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einum karli sem reyndu að smygla til landsins tæplega tveimur kílóum af kókaíni 9. ágúst. Karlmaðurinn og önnur konan, sem grunuð er um að hafa átt þátt í að skipuleggja smyglið, voru úrskurðuð í sex vikna varðhald til viðbótar. Hin konan, sem kókaínið fannst hjá, var úrskurðuð í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur. Tveir karlmenn til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Einn þessarra fimmmenninga er undir tvítugu en hin fjögur eru rúmlega tvítug. Alls sitja nú 22 í gæsluvarðhaldi hér á landi. Sautján þeirra eru í svokallaðri lausagæslu, en fimm manns eru í einangrun. Það eru þremenningarnir sem teknir voru í vikunni með fíkniefnin og tveir Litháar sem reyndu að smygla um 12,5 kílóum af amfetamíni með Norrænu til Seyðisfjarðar 6. júlí. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur út í dag. Einnig rennur út í dag gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem smygluðu 25 kílóum af fíkniefnum hingað til lands í bensíntanki notaðrar BMW-bifreiðar. Þrír þeirra voru handteknir að kvöldi skírdags þar sem þeir voru að bauka við að losa 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af hassi úr tankinum. Sá fjórði var handtekinn síðar. Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun segir að þeir sem eru í lausagæslu séu vistaðir í almennum fangaplássum. Einangrunarplássin í fangelsum landsins séu 11 talsins. Fangelsin eru smekkfull, en á síðustu dögum hefur ekki þurft að hafna kröfu um gæsluvarðhald vegna plássleysis, segir Erlendur. Það er alltaf hreyfing, því menn eru að losna, fara á meðferðarstofnanir, á áfangaheimili og þess háttar. En mönnum hefur ekki verið sleppt út til að búa til pláss. Ef fangelsin eru full, þá eru þau full.
Innlent Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent