Vona að FH misstígi sig enn frekar 23. ágúst 2006 12:15 Baldur Sigurðsson Keflvíkingar fögnuðu sigrinum á FH vel og innilega. Hér er hann fyrir miðri mynd. víkurfréttir/þorgils Baldur Sigurðsson er leikmaður 14. umferðar landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-1 sigri á Íslandsmeisturum FH og verið öflugur með liðinu í allt sumar. Baldur Sigurðsson, leikmaður Landsbankadeildarliðs Keflavíkur, er nánast sjálfvalinn leikmaður 14. umferðar deildarinnar en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Keflavíkur á Íslandsmeisturum FH á sunnudag. Þetta var aðeins annað tap FH í sumar en Keflavík náði með sigrinum að saxa á forskot meistaranna niður í átta stig sem verða engu að síður að teljast líklegir sigurvegarar á mótinu í sumar þegar fjórar umferðir eru eftir. "Það var auðvitað mjög gaman af því að vinna FH og ekki síður að skora þessi mörk," sagði Baldur við Fréttablaðið. Hann segir sumarið hafi verið gott, sérstaklega eftir að liðið hafði náð að hrista af sér slenið fyrstu umferðirnar. "Eftir að við komumst á skrið hefur gengið mjög vel hjá okkur. Það var einnig ævintýri að taka þátt í Evrópukeppninni og erum við núna að berjast fyrir því að tryggja okkur þátttökurétt í Evrópukeppninni aftur. Það er skemmtileg viðbót við sumarið og gaman að fara út og reyna sig gegn sterkari liðum." Keflavík hefur ekki tapað í deildinni síðan það mætti Fylki þann 12. júní síðastliðinn og er því ósigrað í sjö leikjum í röð. "Það hefur eitthvað smollið hjá okkur," segir Baldur aðspurður um góða gengi liðsins. "Vörnin hefur verið sterk og miðjan góð. Svo hefur mikil samkeppni ríkt á milli framherjanna um stöður í byrjunarliðinu og keppast þeir við að nota sitt tækifæri vel og skora. Það er hið besta mál og á meðan samkeppni er um stöður í liðinu er gengið gott." Tapið gegn Fylki var þriðja tap liðsins í röð á þeim tíma og segir Baldur að þjálfari liðsins, Kristján Guðmundsson, hafi aldrei misst trúna á sínum mönnum þrátt fyrir að á móti blési. "Hann vissi alltaf hvað í okkur bjó og það var bara spurning um hvenær þetta myndi hrökkva í gang hjá okkur. Það hlaut að koma að því," sagði Baldur. Hann hefur ekki farið varhluta af þeirri miklu útrás íslenskra knattspyrnumanna og verið orðaður við atvinnumennskuna. Hann segist þó minnst vita um það sjálfur. "Ég veit að hinir og þessir hafa verið að fylgjast með leikjunum en hef ekki heyrt nein nöfn á einhverjum liðum. Þetta kemur þá bara í ljós ef eitthvað gerist." En Baldur segir að Keflvíkingar hafi farið í leikinn gegn FH fullir sjálfstraust. "Við ætluðum allan tímann að vinna þennan leik. Við vissum að þeir voru í vandræðum í bakvarðastöðunum og ákváðum að keyra því stíft upp báða kantana. Það tók þó sinn tíma að skora og þegar það gerðist svöruðu þeir strax fyrir sig. En við náðum að skora svo annað mark undir lok leiksins og var það afar ljúft." Keflavík er enn með í bikarkeppninni og mætir Víkingum í næstu umferð. En skyldi Baldur hafa einhverja trú á því að FH gefi það mikið eftir á lokasprettinum að Keflavík eigi möguleika á að hrifsa af þeim titilinn? "Maður hefur nú alltaf trú á því þó svo að líkurnar séu mjög litlar," segir hann í léttum dúr. "En þetta er bara spurning um að við vinnum og þeir tapi. Við verðum bara að hugsa um okkur og vona að þeir hugsi um eitthvað annað en sjálfa sig." eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
Baldur Sigurðsson er leikmaður 14. umferðar landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-1 sigri á Íslandsmeisturum FH og verið öflugur með liðinu í allt sumar. Baldur Sigurðsson, leikmaður Landsbankadeildarliðs Keflavíkur, er nánast sjálfvalinn leikmaður 14. umferðar deildarinnar en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Keflavíkur á Íslandsmeisturum FH á sunnudag. Þetta var aðeins annað tap FH í sumar en Keflavík náði með sigrinum að saxa á forskot meistaranna niður í átta stig sem verða engu að síður að teljast líklegir sigurvegarar á mótinu í sumar þegar fjórar umferðir eru eftir. "Það var auðvitað mjög gaman af því að vinna FH og ekki síður að skora þessi mörk," sagði Baldur við Fréttablaðið. Hann segir sumarið hafi verið gott, sérstaklega eftir að liðið hafði náð að hrista af sér slenið fyrstu umferðirnar. "Eftir að við komumst á skrið hefur gengið mjög vel hjá okkur. Það var einnig ævintýri að taka þátt í Evrópukeppninni og erum við núna að berjast fyrir því að tryggja okkur þátttökurétt í Evrópukeppninni aftur. Það er skemmtileg viðbót við sumarið og gaman að fara út og reyna sig gegn sterkari liðum." Keflavík hefur ekki tapað í deildinni síðan það mætti Fylki þann 12. júní síðastliðinn og er því ósigrað í sjö leikjum í röð. "Það hefur eitthvað smollið hjá okkur," segir Baldur aðspurður um góða gengi liðsins. "Vörnin hefur verið sterk og miðjan góð. Svo hefur mikil samkeppni ríkt á milli framherjanna um stöður í byrjunarliðinu og keppast þeir við að nota sitt tækifæri vel og skora. Það er hið besta mál og á meðan samkeppni er um stöður í liðinu er gengið gott." Tapið gegn Fylki var þriðja tap liðsins í röð á þeim tíma og segir Baldur að þjálfari liðsins, Kristján Guðmundsson, hafi aldrei misst trúna á sínum mönnum þrátt fyrir að á móti blési. "Hann vissi alltaf hvað í okkur bjó og það var bara spurning um hvenær þetta myndi hrökkva í gang hjá okkur. Það hlaut að koma að því," sagði Baldur. Hann hefur ekki farið varhluta af þeirri miklu útrás íslenskra knattspyrnumanna og verið orðaður við atvinnumennskuna. Hann segist þó minnst vita um það sjálfur. "Ég veit að hinir og þessir hafa verið að fylgjast með leikjunum en hef ekki heyrt nein nöfn á einhverjum liðum. Þetta kemur þá bara í ljós ef eitthvað gerist." En Baldur segir að Keflvíkingar hafi farið í leikinn gegn FH fullir sjálfstraust. "Við ætluðum allan tímann að vinna þennan leik. Við vissum að þeir voru í vandræðum í bakvarðastöðunum og ákváðum að keyra því stíft upp báða kantana. Það tók þó sinn tíma að skora og þegar það gerðist svöruðu þeir strax fyrir sig. En við náðum að skora svo annað mark undir lok leiksins og var það afar ljúft." Keflavík er enn með í bikarkeppninni og mætir Víkingum í næstu umferð. En skyldi Baldur hafa einhverja trú á því að FH gefi það mikið eftir á lokasprettinum að Keflavík eigi möguleika á að hrifsa af þeim titilinn? "Maður hefur nú alltaf trú á því þó svo að líkurnar séu mjög litlar," segir hann í léttum dúr. "En þetta er bara spurning um að við vinnum og þeir tapi. Við verðum bara að hugsa um okkur og vona að þeir hugsi um eitthvað annað en sjálfa sig." eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira