Gengi Sony lækkar 16. ágúst 2006 11:19 Gengi hlutabréfa í japanska hátæknifyrirtækinu Sony lækkaði um 2 prósentustig á markaði í gær og í fyrradag í kjölfar þess að bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að innkalla rúmlega fjórar milljónir rafhlaða fyrir fartölvur á heimsvísu. Um varúðarráðstöfun var að ræða en í sex tilvikum höfðu rafhlöður tölvanna ofhitnað og kviknað í þeim. Rafhlöðurnar, sem Sony framleiddi, voru allar seldar í fartölvum Dell á tímabilinu frá apríl árið 2004 til júlí á þessu ári. Flestar rafhlöðurnar voru seldar í Bandaríkjunum en talið er að um ein milljón rafhlaða hafi verð seld í öðrum löndum. Að sögn talsmanna Sony er ekki vitað hversu mikið innköllunin mun kosta fyrirtækið en sérfræðingar telja að ef fyrirtækið þurfi að greiða kostnað við hverja einustu rafhlöðu af þeim gerðum sem talið er að galla sé að finna gæti hann numið 50 milljörðum jena, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt upplýsingum frá EJS, sem hefur umboð fyrir Dell tölvur á Íslandi, geta fartölvueigendur farið á vefsíðu fyrirtækisins og kannað hvort rafhlaða fartölvu þeirra sé ein þeirra sem geti verið gölluð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í japanska hátæknifyrirtækinu Sony lækkaði um 2 prósentustig á markaði í gær og í fyrradag í kjölfar þess að bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að innkalla rúmlega fjórar milljónir rafhlaða fyrir fartölvur á heimsvísu. Um varúðarráðstöfun var að ræða en í sex tilvikum höfðu rafhlöður tölvanna ofhitnað og kviknað í þeim. Rafhlöðurnar, sem Sony framleiddi, voru allar seldar í fartölvum Dell á tímabilinu frá apríl árið 2004 til júlí á þessu ári. Flestar rafhlöðurnar voru seldar í Bandaríkjunum en talið er að um ein milljón rafhlaða hafi verð seld í öðrum löndum. Að sögn talsmanna Sony er ekki vitað hversu mikið innköllunin mun kosta fyrirtækið en sérfræðingar telja að ef fyrirtækið þurfi að greiða kostnað við hverja einustu rafhlöðu af þeim gerðum sem talið er að galla sé að finna gæti hann numið 50 milljörðum jena, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt upplýsingum frá EJS, sem hefur umboð fyrir Dell tölvur á Íslandi, geta fartölvueigendur farið á vefsíðu fyrirtækisins og kannað hvort rafhlaða fartölvu þeirra sé ein þeirra sem geti verið gölluð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira