Fer líklega til Reading 10. ágúst 2006 13:00 Viktor Unnar Illugason Er á leið til Englands í haust. MYND/Vilhelm Fótbolti Viktor Unnar Illugason hefur vakið verðskuldaða athygli með liði Breiðabliks í Landsbankadeildinni í sumar en hann er yngsti leikmaður deildarinnar, varð sextán ára fyrr á þessu ári. Laugardaginn 20. maí síðastliðinn lék hann sinn fyrsta leik í efstu deild þegar hann kom inn sem varamaður á lokamínútunni í leik gegn ÍBV á Kópavogsvellinum. Viktor var aðeins búinn að vera á vellinum í tvær mínútur þegar hann náði að skora sitt fyrsta mark. "Það var mjög ljúf tilfinning og gaman að ná að skora þetta mark, ég slapp bara einn í gegn og renndi boltanum framhjá markverðinum," sagði Viktor Unnar. Síðan Ólafur Kristjánsson tók við Breiðabliksliðinu hefur Viktor alltaf verið í byrjunarliðinu en hann getur spilað í fremstu víglínu og einnig á kantinum. "Ég get ekki verið annað en mjög ánægður með þau tækifæri sem ég hef fengið." Viktor er nýkominn heim frá Færeyjum, þar sem hann spilaði lykilhlutverk með U17 landsliði Íslands á Norðurlandamótinu. Strákunum gekk ekki vel, þeir höfnuðu í fimmta sæti, en Viktor skoraði tvö mörk á mótinu. Hann hefur farið þónokkrum sinnum erlendis til reynslu. "Ég hef farið til reynslu hjá Feyenoord í Hollandi og Reading og Ipswich á Englandi. Ég fékk tilboð frá báðum ensku liðunum en hef tekið þá ákvörðun að fara til Reading eftir að tímabilinu hér heima lýkur," sagði Viktor en enn á þó eftir að ganga frá örfáum lausum endum. "Það er að skapast hefð fyrir íslenskum leikmönnum hjá Reading og þá er mjög jákvætt að ég fæ að klára tímabilið hérna heima. Ég hlakka mikið til," sagði Viktor, en aðallið Reading vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Með félaginu leika íslensku landsliðsmennirnir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson og þá er hjá liðinu annar íslenskur unglingalandsliðsmaður, Gylfi Þór Sigurðsson. "Ég hafði nánast ekkert séð til Viktors þegar ég tók við en hann er með mjög góðan vinstri fót og er nokkuð sterkur líkamlega miðað við aldur. Þá hefur hann fína tækni og er með nef fyrir markinu og hefur verið að skapa sér færi. Hann getur þó bætt sig mikið því hann er líkamlega sterkur frá náttúrunnar hendi en er nokkuð óþjálfaður og ýmislegt sem hann getur bætt. Þá á hann það til að detta út úr leikjum en það er eðlilegt miðað við að þetta er hans fyrsta tímabil með meistaraflokki," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Ólafur er þó ekki fullviss um að það væri rétt skref fyrir Viktor að fara út strax. "Að spila með unglingaliði Reading er nokkuð langt frá því að vera fullorðinsfótbolti en þetta er hans val. Ég þekki ekki vel til unglingastarfs Reading en almennt séð skil ég oft á tíðum ekki hvað ungum leikmönnum liggur á að komast út." Íþróttir Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
Fótbolti Viktor Unnar Illugason hefur vakið verðskuldaða athygli með liði Breiðabliks í Landsbankadeildinni í sumar en hann er yngsti leikmaður deildarinnar, varð sextán ára fyrr á þessu ári. Laugardaginn 20. maí síðastliðinn lék hann sinn fyrsta leik í efstu deild þegar hann kom inn sem varamaður á lokamínútunni í leik gegn ÍBV á Kópavogsvellinum. Viktor var aðeins búinn að vera á vellinum í tvær mínútur þegar hann náði að skora sitt fyrsta mark. "Það var mjög ljúf tilfinning og gaman að ná að skora þetta mark, ég slapp bara einn í gegn og renndi boltanum framhjá markverðinum," sagði Viktor Unnar. Síðan Ólafur Kristjánsson tók við Breiðabliksliðinu hefur Viktor alltaf verið í byrjunarliðinu en hann getur spilað í fremstu víglínu og einnig á kantinum. "Ég get ekki verið annað en mjög ánægður með þau tækifæri sem ég hef fengið." Viktor er nýkominn heim frá Færeyjum, þar sem hann spilaði lykilhlutverk með U17 landsliði Íslands á Norðurlandamótinu. Strákunum gekk ekki vel, þeir höfnuðu í fimmta sæti, en Viktor skoraði tvö mörk á mótinu. Hann hefur farið þónokkrum sinnum erlendis til reynslu. "Ég hef farið til reynslu hjá Feyenoord í Hollandi og Reading og Ipswich á Englandi. Ég fékk tilboð frá báðum ensku liðunum en hef tekið þá ákvörðun að fara til Reading eftir að tímabilinu hér heima lýkur," sagði Viktor en enn á þó eftir að ganga frá örfáum lausum endum. "Það er að skapast hefð fyrir íslenskum leikmönnum hjá Reading og þá er mjög jákvætt að ég fæ að klára tímabilið hérna heima. Ég hlakka mikið til," sagði Viktor, en aðallið Reading vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Með félaginu leika íslensku landsliðsmennirnir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson og þá er hjá liðinu annar íslenskur unglingalandsliðsmaður, Gylfi Þór Sigurðsson. "Ég hafði nánast ekkert séð til Viktors þegar ég tók við en hann er með mjög góðan vinstri fót og er nokkuð sterkur líkamlega miðað við aldur. Þá hefur hann fína tækni og er með nef fyrir markinu og hefur verið að skapa sér færi. Hann getur þó bætt sig mikið því hann er líkamlega sterkur frá náttúrunnar hendi en er nokkuð óþjálfaður og ýmislegt sem hann getur bætt. Þá á hann það til að detta út úr leikjum en það er eðlilegt miðað við að þetta er hans fyrsta tímabil með meistaraflokki," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Ólafur er þó ekki fullviss um að það væri rétt skref fyrir Viktor að fara út strax. "Að spila með unglingaliði Reading er nokkuð langt frá því að vera fullorðinsfótbolti en þetta er hans val. Ég þekki ekki vel til unglingastarfs Reading en almennt séð skil ég oft á tíðum ekki hvað ungum leikmönnum liggur á að komast út."
Íþróttir Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira